Vikan


Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 10

Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 10
góðar saman Nöfn þeirra Ragnhildar Gísla- dóttur og Tinnu Gunnlaugsdóttur hafa það oft áður verið spyrt saman að enginn kippti sér beinlínis upp við það að þær væru gerðar að systrum í kvik- myndinni Ungfrúin góða og Hús- ið. Þótt eiginmenn þeirra tveggja séu nánir vinir er það kannski ekki endilega ástæða þess að þær falla svo ágætlega saman að mati kvikmyndahúsgesta. Hugsanlega er skýringarinnar frekar að leita í þeirri staðreynd að þær hafa leikið saman áður með góðum árangri. Þær léku báðar í kvikmyndinni Með allt á hreinu, sem nýtur vinsælda enn i dag, einnig léku þær saman í Hvitum mávum og loks í Karla- kórnum Heklu fyrir nokkrum árum. Núna eru þær að takast á við dramatískari og alvarlegri hlutverk sem þær Þuríður og Rannveig prófastsdætur. allt á hreinu segir frá blandaðri stórhljómsveit sem klofnar í tvennt eftir rifrildi, og úr verða tvær hljómsveitir; kvennahljóm- sveitin Gærurnar og karla- hljómsveitin Stuðmenn. I raun- veruleikanum var þetta þannig að tvær starfandi hljómsveitir, Stuðmenn, sem þá var hrein karlahljómsveit, og Grýlurnar, ein alvinsælasta kvennahljóm- sveit landsins fyrr og síðar, gengu til samstarfs um gerð myndarinnar og út úr því fædd- ust Stuðmenn, eins og við þekkjum þá í dag með Ragn- hildi innanborðs, en Grýlurnar hættu." En aftur að Ungfrúnni góðu og Húsinu. Er ekki svolítið skrýtið að sjá verkefni full- kiárað löngu eftir að vinnu við það lýkur eins og algengt er þegar unnið er við kvikmyndir? „Mér finnst maður ekki skiija fullkomlega við verkið fyrr en rnaður sér það á tjaldinu," segir Ragnhildur. „Þetta er eins og að ganga með og fæða barn. Stundum er eins og ekki sé búið að klippa á naflastrenginn jai'n- vel þótt skilið hafi verið á milli." „Þessi mynd er búin að vera í bígerð nokkuð lengi og Guðný hafði samband við okkur snemma á ferlinu. Þannig feng- um við langa meðgöngu," segir Tinna. „Þótt handritið ætti eftir að taka einhverjum breytingum voru persónur systranna skýrar frá upphafi og mér fannst gott að fá næði til að láta Þuríði setj- ast að í mér í rólegheitunum. Reyndar verð ég að bæta því við að mér fannst líka gott að losa mig við hana þegar hlut- verki mínu í myndinni var lok- ið. Þuríður er ekki beint sú geð- þekkasta sem maður tekur inn á sig, hún er eiginlega alveg rosaleg á köflum og úr því að ég gat í raun ekki klippt á neinn naflastreng klippti ég af mér hárið, sem ég hafði safnað í nokkur ár sérstaklega vegna hlutverksins." „I þessu tilfelli held ég að myndin hafi notið góðs af hin- um langa undirbúningstíma,” segir Ragnhildur. „Við fengum næði til að þróa karakterana. Sagan gerist um aldamótin og þá voru aðrir tímar og lífssýn kvenna ólík þeirri sýn sem við höfum á lífið í dag, þó svo að við getum á öllum tímum fund- ið konur eins og Rannveigu sem láta troða á sér og konur eins og Þuríði sem þurfa helst að stjórna lífi allra í kringum sig. Þessi mynd kemur misjafn- lega við fólk, ólíklegasta fólk segir manni að það hafi verið djúpt snortið og klökknað undir myndinni, en sumir verða reiðir og ósáttir, þeir hefðu viljað sjá meiri grimmd í lokin, að Þurfð- ur hefði fengið makleg mála- gjöld á einhvern hátt. Að Rann- veig hefði átt að standa meira uppi í hárinu á henni. „Af hverju gerði hún ekki neitt?" spyr fólk gjarnan. En svona er sagan sögð og mér finnst það ganga fullkomlega upp og boð- skapurinn um fyrirgefningu er það sem stendur eftir. En þessi langi undirbúnings- tími á sér reyndar allt aðra skýringu en þá að gefa leikur- um tóm til að undirbúa sig vel. Hann kemur til af því að það er erfitt fyrir íslenska kvikmynda- gerðarmenn og -konur að fjár- magna sínar myndir. Stór hluti af fjármagninu kemur erlendis frá, vegna þess að jafnvel hæstu styrkir Kvikmyndasjóðs ná aldrei að standa undir nema fjórðungi kostnaðar, - og það gefur auga leið að það er tíma- frekt og erfitt að sannfæra er- lenda peningamenn og fram- ieiðendur um ágæti þess að taka þátt í jafn áhættusömu verkefni og íslensk kvikmynd hlýtur að vera í þeirra augurn. Mér finnst kraftur og þraut- seigja íslensks kvikmyndagerð- arfólks aðdáunarverð." Forréttindi að þekkja mótieikara sinn Það er umtalað hve góðan samleik þær Ragnhildur og Tinna sýna í myndinni um ung- frúna góðu. Er það hugsanlega vegna þess að þær þekkjast náið? „Auðvitað hlýtur það að hjáipa, " segir Ragnhildur. „Það eru ákveðin forréttindi að þekkjast persónulega," segir Tinna. „I leik er mjög mikilvægt að geta nálgast hver annan for- málalaust og þá hjálpar það heilmikið að þekkja og treysta mótleikaranum." Nú eru ekki beinlínis miklir kærleikar milli prófastdætranna í það minnsta ekki á yfirborð- inu. Þær talast ekki við árurn saman vegna yfirsjóna Rann- veigar. „Samskipti þeirra eru marg- slungin og auðvitað er kærleik- ur undir niðri, annars væri ekki svona mikill sársauki," segir Tinna. „Þuríður er upptekin af heiðri fjölskyldunnar og þeirri ímynd sem hún vill halda á lofti gagnvart þorpsbúum. Tilfinn- ingar eiga ekki að skipta svo miklu máli að hennar mati. Ég held að ástæðan fyrir þessari af- stöðu Þuríðar til lífsins sé að hluta til sú að hún hefur sjálf ákveðið að hennar eigin tilfinn- ingar skipti ekki máli. Hún hef- ur fórnað sér fyrir heiður húss- ins og það sama á Rannveig systir hennar auðvitað að gera. agnhildur og Tinna kynntust fyrst við tökur á myndinni Með allt á hreinu, þar sem Ragnhildur lék eitt að- alhlutverkið, en Tinna var að- stoðarleikstjóri Agústs Guð- mundssonar, jafnframt því að leika lítið hlutverk. „Svona geta hlutirnir stund- um snúist við," segir Tinna og brosir. „I kvikmyndinni Með Svonu líður þeiin sem systruni í inyiul- inni, þær horfast ekki í uugii, þótt uð- stæður skipi þeim þétt suniun. Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Sigurjón Ragnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.