Vikan


Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 17

Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 17
sinn er reynsla, í annað sinn flokkast það undir kæruleysi en í þriðja sinn er það orðið lífsmynstur og þú ert komin út í víta- hring sem getur reynst afar erfitt er að losna úr. Láttu slag standa. Stund- um eru dramatískar að- gerðir eina leiðin út úr slæmu sambandi. Ef þú hefur tekið þá ákvörðun að hætta í sambandi og hefur reynt hinar hefð- bundnu leiðir án árang- urs, þá verður þú stund- um að grípa til örþrifa- ráða, þ.e. ef maðurinn ætlar ekki með nokkru móti að sleppa þér. Þú gætir til dæmis þurft að ganga út af heimilinu si- sona eða tala mjög opin- skátt um tilfinningar þín- ar, þrátt fyrir að þú vitir að það muni særa mann- inn djúpt. C Horfðu fram á við en ekki um öxl. Það er erfitt að slíta sig út úr ástar- haturs samböndum því þegar þið eruð aðskilin, þá munið þið aðeins eftir góðu stundunum. Ef þú finnur til þráhyggju- kenndar og óraunsæjar hugsanir um fortíðina verða áleitnar, þá skaltu gefa sjálfri þér ákveðin tímatakmörk til þess að velta þér upp úr þeim og svo ekki söguna meir. Ef þú getur ekki án hans verið... Taktu ábyrgð. Flestir sem eiga í eitruðum ást- arsamböndum saka hinn aðilann um að fara með alla stjórn en báðir ættu að geta brotið upp það mynstur og tamið sér að taka sameiginlegar ákvarðanir og bera jafna ábyrgð. Aðilar sem eru í eitruð- um samböndum eiga oft við sama vandamál að stríða en kljást við það á ólíka vegu. Með því að skipta um hlutverk er mögulegt að ná fram meiri sveigjanleika í sambandinu. Ef maður- inn þinn er t.d. mjög drottnunargjarn og er stöðugt að skipa þér fyr- ir, þá er ráðlegt að prófa að haga sér einmitt alveg eins og hann. Ef hann er alltaf að hringja í þig í vinnuna til þess að tékka á þér, skaltu leika sama leik og hringja stöðugt í hann. Hann mun fljót- lega átta sig á eigin fram- komu. C Reyndu að skilja hlutina í stærra samhengi. Ekki rugla saman móður þinni og maka. Það er oft hollt að skoða aðeins hlutina úr fjarlægð. Með því móti getum við oft kom- ið auga á óæskileg mynstur sem við höfum þróað með okkur og lært í fortíðinni. Vikan /7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.