Vikan


Vikan - 16.11.1999, Síða 17

Vikan - 16.11.1999, Síða 17
sinn er reynsla, í annað sinn flokkast það undir kæruleysi en í þriðja sinn er það orðið lífsmynstur og þú ert komin út í víta- hring sem getur reynst afar erfitt er að losna úr. Láttu slag standa. Stund- um eru dramatískar að- gerðir eina leiðin út úr slæmu sambandi. Ef þú hefur tekið þá ákvörðun að hætta í sambandi og hefur reynt hinar hefð- bundnu leiðir án árang- urs, þá verður þú stund- um að grípa til örþrifa- ráða, þ.e. ef maðurinn ætlar ekki með nokkru móti að sleppa þér. Þú gætir til dæmis þurft að ganga út af heimilinu si- sona eða tala mjög opin- skátt um tilfinningar þín- ar, þrátt fyrir að þú vitir að það muni særa mann- inn djúpt. C Horfðu fram á við en ekki um öxl. Það er erfitt að slíta sig út úr ástar- haturs samböndum því þegar þið eruð aðskilin, þá munið þið aðeins eftir góðu stundunum. Ef þú finnur til þráhyggju- kenndar og óraunsæjar hugsanir um fortíðina verða áleitnar, þá skaltu gefa sjálfri þér ákveðin tímatakmörk til þess að velta þér upp úr þeim og svo ekki söguna meir. Ef þú getur ekki án hans verið... Taktu ábyrgð. Flestir sem eiga í eitruðum ást- arsamböndum saka hinn aðilann um að fara með alla stjórn en báðir ættu að geta brotið upp það mynstur og tamið sér að taka sameiginlegar ákvarðanir og bera jafna ábyrgð. Aðilar sem eru í eitruð- um samböndum eiga oft við sama vandamál að stríða en kljást við það á ólíka vegu. Með því að skipta um hlutverk er mögulegt að ná fram meiri sveigjanleika í sambandinu. Ef maður- inn þinn er t.d. mjög drottnunargjarn og er stöðugt að skipa þér fyr- ir, þá er ráðlegt að prófa að haga sér einmitt alveg eins og hann. Ef hann er alltaf að hringja í þig í vinnuna til þess að tékka á þér, skaltu leika sama leik og hringja stöðugt í hann. Hann mun fljót- lega átta sig á eigin fram- komu. C Reyndu að skilja hlutina í stærra samhengi. Ekki rugla saman móður þinni og maka. Það er oft hollt að skoða aðeins hlutina úr fjarlægð. Með því móti getum við oft kom- ið auga á óæskileg mynstur sem við höfum þróað með okkur og lært í fortíðinni. Vikan /7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.