Vikan


Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 67

Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 67
ég spyrði af umhyggju. Hún áleit að ég stæði í leyni- makki með móður hennar og systrum og ætlaði að koma henni inn á sjúkrahús. Allt sem hún segði mér yrði notað gegn henni þegar að því kæmi að við sendum hana inn á stofnun. Mér fannst oft að lækn- arnir og sérfræðingarnir sem við vorum í sambandi við skildu alls ekki hvað ég var að ganga í gegnum. Eg var jú sá sem hugsaði um hana dags daglega og varð að taka ábyrgð á öllum hennar gerðum. Óánægja mín varð til þess að ég fór að leita að nýjum lækni sem hentaði okkur betur. Ég talaði við marga geðlækna og fann loks þann sem Dísa er hjá í dag. Hún er alltaf á lyfjum en nú er hún þannig að taki hún þau gengur allt vel. Hún vinnur núorðið hálfan dag- inn á sínum gamla vinnustað og þeir hafa sýnt sjúkdómi hennar mikinn skilning. Hún hefur fjórum sinnum fengið köst á tíu ára tímabili og við erum bjartsýn á að okkur takist að lifa með þessum sjúkdómi. Ég elska konuna mína enda hefði samband okkar sennilega aldrei staðist þetta álag ef svo væri ekki. Hún er mjög hrædd við köstin og kvíðir því mikið að fá þau, en við reynum að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og gleðjumst yfir hverri klukkustund sem okkur gefst saman án þess að sjúk- dómurinn geri vart við sig. Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomiö aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. varpsvekjaraklukkan talaði við hana líka. Þegar heim kom versnaði ástandið og ég var hættur að þora að skilja hana eftir eina. Ég neyddist til að segja ættingjum frá ástandinu þrátt fyrir að hún hefði beðið mig að gera það ekki og hún var mér mjög reið og taldi að ég hefði svikið sig illa. Mamma hennar sagði okkur, þegar hún frétti þetta, að föður- bræður hennar hefðu verið haldnir geðsjúkdómi. Um það hafði aldrei verið rætt í fjölskyldunni og enginn vissi þetta fyrr en þá. Þeir menn dvöldu alla tíð á stofnun og dóu þar. Til að geta stundað vinnu varð ég að fá einhvern til að sitja yfir henni á meðan ég var í burtu en stundum tók ég hana með mér ef enginn gat komið. Þá lá hún á bekk á skrifstofunni minni og svaf eða skreið í felur undir skrifborðið mitt af því að raddirnar voru orðnar svo aðgangsharðar. Hún sagði að raddirnar byrjuðu með hvísli en yrðu svo hærri og hærri og stundum öskruðu þær á hana. Læknirinn vildi lítið segja Þegar þarna var komið sögu vissi ég ekki hvað var að Dísu. Ég var mjög hræddur en sálfræðingurinn hennar fékkst ekki til að segja mér neitt. Hann vísaði henni til geðlæknis sem vildi ekki ræða ástand hennar við mig en gaf henni lyf. Það var ekki fyrr en ég aflaði mér upplýsinga um Iyfin hennar að ég uppgötvaði að hún var á lyfjum sem gefin eru geð- klofasjúklingum. Ég fór þá að kynna mér sjúkdóminn og sá fljótt að Dísa sýndi öll sjúkdómseinkennin mjög skýrt. Ég krafðist þess þá að læknirinn segði mér meira um við hverju ég mætti bú- ast og hverjar horfurnar væru. Ég vissi að sjúkdóm- urinn væri ólæknandi en ég vildi vita hverjar líkurnar væru á að hægt yrði að halda honum niðri. Læknirinn var mjög tregur til að segja mér nokkuð. Hann vildi alls ekki ræða það sem þeim fór á milli í viðtölum og taldi sig bundinn trúnaði gagnvart sjúklingi sínum og þótt um væri að ræða konuna mína ætti ég engan rétt á að vita annað um meðferðina en það sem hún vildi segja mér. Dísa var hins vegar yfirleitt það rugluð á þessum tíma að fátt var hægt að fá upp úr henni sem vit var í. Hún var haldin mikilli ofsóknar- kennd og trúði því ekki að llciiiiilisf'niii*irt er: Vikan - „Lífsreynsliisnjia‘% Seljnvej«iir 2, 101 Keykjuvík, INeffung: vikun@fro(li.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.