Vikan


Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 64

Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 64
r m h i sagði hann. Ég ætla mér að taka boðinu fyrir hönd Deborah og segja hertoga- ynjunni að hún mæti á brautarstöðina á morgun. Ef hún kemur trúlofuð til baka færð þú nýja gæðinga; ef ekki, þá neyðist ég til þess að selja þá sem við eigum! Hann fór fram og greifynj- an leit spennt á dóttur sína. Við skulum koma upp og ákveða hvaða kjóla þú tekur með þér til Skotlands. Það er örugglega kaldara þar. Markgreifinn af Der- roncorde settist við morgun- verðarborðið klæddur reið- fötunum. Þegar hann var í Lundúnum reið hann alltaf út fyrir morgunverðinn. Ein ungu stúlknanna sem sátu við borðið reis þegar á fætur. Það var ekkert þjón- ustufólk til þess að þjóna við morgunverðarborðið. En þar sem markgreifinn elskaði glæsileika voru tveir þjónar til taks við aðrar mál- tíðir dagsins. Má bjóða þér egg, Lionel frændi, spurði Yseulta. Eða langar þig ef til vill frekar í fisk? Hún talaði blíðlega og ró- lega en það skein kvíði úr augum hennar eins og alltaf þegar hún talaði við frænda sinn. Gefðu mér fisk, svaraði markgreifinn kuldalega. Hann settist við borðið og kona hans hellti kaffi í bolla handa honum. Hér er bréf til þín, Lionel, sagði greifynjan. Það kom fyrir fimmtán mínútum síð- an. Mér skilst að sendiboð- inn bíði eftir svari. Frá hverjum er það? spurði markgreifinn. Auðvitað opnaði ég ekki bréfið, svaraði kona hans, en Johnson heldur að sendi- boðinn sé í þjónustu Strath- vegons. Strathvegon, sagði mark- greifinn undrandi. Hvað skyldi sá ungi spjátrungur vilja mér? Talaðu ekki svona, Lionel, sagði kona hans. Það er ekki honum að kenna að hestur- inn hans kom á undan þín- um í mark í Newmarket í síðustu viku. Þú hefðir getað sagt þér það sjálfur og satt að segja fannst mér knapi hertogans bera af. Þar er ég ekki sammála, sagði markgreifinn reiði- lega. Ég hefði ekki látið Red Rufus keppa ef ég hefði vit- að að Strathvegon ætlaði sér að láta Crusader taka þátt í hlaupinu! Hann tilkynnti það ekki fyrr en á síðustu stundu og það finnst mér ómaklegt. Ég hef hugsað mér að leggja fram kvörtun til stjórnar reiðklúbbsins. Við höfum rætt þetta áður, Lionel, og ég trúi því ekki að hertoginn hafði gert þetta viljandi. Ef það er þín skoðun þá erum við einfaldlega á önd- verðum meiði! sagði mark- greifinn ergilegur. Hann hugsaði með sér að þetta hefði ekki verið í fyrsta sinn sem hertoginn sló honum ref fyrir rass þegar hann var viss um að bera sigur úr být- um. Hann átti bágt með að sætta sig við það að gæðing- ur úr hesthúsum Strath- vegon væri betri en hans eiginn. Yseulta frænka hans setti disk fyrir framan hann. Hann lét reiði sína bitna á henni. c^j/uft/na/v/á/nÁ'Aeúf fyrir konur á öllum aldri Viltu læra aðfarða þigfyrír aldamót? Nú er tækifærið. Erum með námskeið um allt land. w % 3 klst. námskeið Takmarkaður fjöldi sæta Skráning er hafin! 897-8978 m. 699-5159 Þetta er allt of mikið! Ég kæri mig ekki um að mér sé skammtað eins og hundi! Yseulta flýtti sér að taka diskinn. Fyrirgefðu, Lionel frændi. Síðast sagðir þú að ég gæfi þér allt of lítið. Vertu ekki óforskömmuð, unga kona! sagði hann reið- ur. Fjarlægðu a.m.k. helm- inginn af þessu! Yseulta gerði eins og henni var sagt og frændi hennar horfði reiðilega á hana. Hún var lágvaxin og þokkafull og satt að segja var það alveg óskiljanlegt hvað frændi hennar gat ver- ið vondur við hana. Hann horfði á hana með fyrirlitn- ingu þegar hún kom aftur með diskinn. Þegar hún sett- ist niður sagði hann: Þú þarft að skrifa nokkur bréf fyrir mig strax og ég er bú- inn að borða. Reyndu að gera það betur en í gær. Yseulta svaraði ekki en leit niður. Hún fann að hún var búin að missa matarlyst- ina; frændi hennar hafði séð til þess. Hún neyddi sig til þess að kyngja matnum. Morgunmaturinn var eina máltíðin sem hún borðaði með fjölskyldunni. A hverj- um morgni kveið hún að hitta frænda sinn sem und- antekningarlaust fann að einhverju í fari hennar. Nú voru þau í London og oftast voru gestir í hádegis- og kvöldverð þannig að hún sá ekki mikið til frænda síns seinni hluta dagsins. Morg- unmaturinn, hugsaði hún með sjálfri sér, er eins og hreinsunareldur. Þótt hún reyndi að taka sig saman í andlitinu skalf hún á bein- unum í hvert sinn sem hún settist við borðið. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.