Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 15
!
Helga Möller, auglýsingastjóri og
rithöfundur, er með frekar þungan
og síðan topp en Elsu fannst það
koma í veg fyrir að falleg augu og
augabrúnir hennar nytu sín. Henni
fannst ráðlegt að gera háralitinn
heillegri og vann hann út frá húðlit
Helgu, sem er gylltur. Með því
móti fær kopartónninn að njóta sín
til fullnustu. Viddi sá um að klippa
og lita Helgu. Eins og sést á
myndunum þáfékk lengd hársins
að halda sér, en breytingin er
mest á topþnum sem var styttur
og gerður léttari. Helga hefur
þannig andlitsfall að hún þolir vel
að hafa topþinn hvort sem er
þveran eða lausan til.
■■ f 'í' • ■
Inga Stefánsdóttir, sjúkraliði, er
Ijóshærð og hefur notað mikið
Ijósan lit og strípur í gegnum tíð-
ina. Elsu fannst hún of Ijóshærð
og því mikilvægt að draga úr gul-
um og hvítum tónum í hári Ingu.
Fallegra væri að hárið væri ekki
áberandi litað né of „röndótt."
Alda vann með hár Ingu og hún
notaði skol með vanillutón, en
það dró töluvert úr Ijósa litnum og
hárið fékk mun mildari blæ. í dag
er einmitt lögð áhersla á að litir í
hári séu ekki mjög afgerandi
heldur virki sem tónn eða blær í
hárinu. Toppurinn á Ingu var of
stuttur að mati Elsu og Alda bjó til
nýjan topp, sem er síðari. Hún
klippti síðan hárið styttra og tókst
þannig að ná fram meiri hreyf-
ingu í það.
Vikan