Vikan - 07.12.1999, Side 20
Texti: Margrét V. Helgadóttir
Á milli kvenna og hug-
taksins sektarkennd er
íafnaðarmerki. Við
erum snillingar í að
skapa okkur vanlíðan
yfir öllu og engu. Ef
bið eigið erfitt með að
finna til sektarkenndar
há kemur hér heilt
stafróf af hugmyndum
(og lausnum). Njótið
hví líðandi stundar en
í guðanna bænum,
kveðjið sektarkennd-
ina fyrir fullt og allt.
Heilt stafróf af
sektarkennd
Aldurinn
Áttu erfitt með að segja satt
til um aldur þinn? Hættu að
vera feimin við aldurinn. Þú
getur bókað það að þú yng-
ist ekki og allir sem vilja
geta flett upp á kennitölunni
þinni. Vertu stolt af aldrin-
um.
Ástin
Allar konur eiga alltaf að
vera ástfangnar. Það er ynd-
islegt að vera ástfangin, það
vitum við sem höfum upplif-
að slíka sælu en það er hins
vegar engin skylda. Konur
sem kjósa að búa einar
þurfa sífellt að verja val sitt
fyrir Pétri og Páli. Stundum
ganga hlutirnir upp og
stundum ekki. Hvað er að
því að búa einn og/ eða vera
ekki ástfangin!!!
Brjóstagjöf
Allar almennilegar konur
gefa börnum sínum brjósta-
mjólk. Hvað er að konum
sem eru ekki með börnin sín
á brjósti? Kannist þið við
þessar setningar? Það segir
sig sjálft að það er fullt af
konum sem geta ekki og
einhverra hluta vegna, kæra
sig ekki um að vera með
börn á brjósti. Þær eru ekk-
ert verri mæður fyrir það.
Auðvitað er það hið besta
mál að geta verið með barn
á brjósti en ef það er ekki
mögulegt er óþarfi að fá
sektarkennd. Það er engin
tilviljun hversu mikið úrval
er til af pelum og þurrmjólk.
Dagvistarmál
Hvemig getur þú hugsað
þér að fara út að vinna frá
svona litlu barni? Er dóttir
þín virkilega á leikskóla frá
átta til fjögur? Já, já, já.
Sumar konur verða einfald-
lega að koma börnunum sín-
um fyrir í vistun. Stór þjóð-
félagshópur eru einstæðar
mæður sem þurfa að sjá fyr-
ir fjölskyldu. Margar konur
kjósa að vinna úti, hluta úr
degi eða jafnvel allan dag-
inn. Dagmömmur eru yndis-
legar konur upp til hópa
sem hafa það að markmiði
að vera góðar við börnin
okkar. Börn hafa líka gott af
því að umgangast önnur
börn og öðlast við það fé-
lagslega færni sem á eftir að
koma þeim vel seinna.
Hættið að hafa sektarkennd
yfir dagvistarmálunum.
Eldamennskan
Ekki láta slœmt gengi í eld-
hásinu brjóta þig niður.
Sumar konur (og auðvitað
líka karlar) eru með með-
fædda hæfileika til að búa til
góðan og gómsætan mat.
Við hinar, sem tilheyrum
ekki þessum fyrrgreinda
hópi, eigum ekki að þurfa
að skammast okkar fyrir
1944 réttina. Vinsældir
skyndibitarétta eru ekki
ástæðulausar.
Fegrunaraðgerðir
Langar þig í lýtaaðgerð en
þorir ekki af ótta við al-
menningsálitið? Gerðu það
sem þig langar mest til. Ef þú
ert með áhyggjur af magan-
um eða brjóstunum, leyfðu
þér að gera eins og samvisk-
an segir til um. Ekki láta álit
annarra og sektarkennd
trufla ákvarðanatökuna.
Vissulega er þetta ákvörðun
sem þarf að ígrunda vel en
þegar þú hefur komist að
niðurstöðu, stattu með sjálfri
þér og vertu stolt!
Gemsinn
Fœrðu samviskubit þegar
þú slekkur á gemsanum? Er
vinnuveitandinn að reyna að
ná í þig eða maðurinn? Eða
færðu kannski samviskubit
út af því að vera „hallæris-
leg" og eiga engan gemsa?
Gemsar voru upphaflega
hannaðir sem neyðartæki en
ekki sú tískuvara sem þeir
eru í dag. Njóttu þess að
slaka á án gemsa.
20 Vikan