Vikan


Vikan - 07.12.1999, Side 23

Vikan - 07.12.1999, Side 23
grænmeti ætti alltaf að vera á boðstólum í matarboðum og samkvæmt formúlunni, á að gera ráð fyrir, að minnsta kosti fjórum kartöflum á mann. í fjölmennari veislum er al- gengt að boðið sé upp á hlað- borð og þá virða margir þá reglu að hafa fáar tegundir en nóg af hverri fyrir sig. Rökin fyrir þessari aðferð eru þau að menn vilji gjarnan smakka allt sem á boðstólum er og það sé ómögulegt þegar sífellt bætast við ýmsir réttir á borðið. Þeir sem eru að halda í við sig kvarta undan því að þeir kysu frekar að vera ekki leiddir í of mikla freistni. Hjá sumum gildir fjölbreytnin og koma gestirnir þá gjarnan með eitthvað með sér og leggja á borðið. Hlað- borð eru sérlega hættuleg að því leyti, sem margir óvanir gestgjafar hafa brennt sig á, að gráðugi frændinn kemst oftast fyrstur að borðinu og skilur það nánast eftir tómt. í Frakklandi og á Ítalíu tíðkast gjarnan að húsfreyjan sitji við endann á langborði í garðinum og skammti gestum á diskinn en það er siður sem erfiðara er að taka upp hér enda leyfir veður sjaldan að sett sé upp borð utandyra. Samkvæmisljón og flugfreyja Þaulvönustu veislustýrur eru þeirrar skoðunar að engin ein regla sé algild en allar benda þær á að sjálf- sagt sé að þiggja alla þá hjálp sem býðst. Þótt gest- gjafinn geti vafalaust stað- ið fyrir veislunni einn, sé engin ástæða til að reyna það. Fólk sem býður fram hjálp gerir það vegna þess að það vill aðstoða og handtökin eru mörg áður en yfir lýkur. Vikan hafði samband við samkvæmis- Ijón sem þekkt er fyrir gestrisni og skemmtileg boð. Ljónið heitir Þóra Lind Nielsen flugfreyja og er þekkt meðal fjölskyldu og vina fyrir að vera góð heim að sækja. Hún segir nota- legheitin skipta mestu máli. „Við vinnum yfirleitt í þessu saman hjónin, ég stend ekki ein. Mér finnst engin þumal- puttaregla til. Ég passa bara að hafa nógan mat. Mín reynsla er sú að það sem gestum líkar best klárast, sama hversu mik- ið er af því en annað sem smakkast verr verður eftir. Við förum eftir því hvað okkur líkar sjálfum og það hefur ekki reynst óraunhæfur mælikvarði. Ég hef heyrt sagt að mörgum þyki betra að hafa frekar fáar tegundir en margar. Við förum ekki eftir henni. Við reynum að hafa veisluna eins fjölbreytta og hægt er. Tertur og brauð í bland við niðurskorið fyllt kjöt og kartöflusalat allt eftir hvernig liggur á okkur. Þá er tryggt að allir fá eitthvað sem þeim líkar. Við skipuleggjum okkur yfir- leitt þannig að allt sem hægt er að vinna fyrirfram er unnið með góðum fyrirvara. Ef við þiggjum hjálp við matargerðina viljum við gjarnan að viðkomandi hjálparkokkur fái sjálfur að velja hvað hann gerir. Allflestir eiga sinn sérrétt sem þeir gera betur en aðra eða einfaldlega vilja velja sér fljótlega réttinn í stað þess sem er margbrotnari. Þegar ég held veislu er yfir- leitt boðið völdum hóp vina eða fjölskyldu og ég hef svo sem ekki mikla reynslu af 70-100 manna veislum. Ég tel sjálfsagt að fólk kaupi sér aðstoð ef því er að skipta enda orðið óal- gengt nú orðið að maður sitji veislur þar sem gestgjafarnir eru á sífelldum þönum og hafa engan tíma til að sinna gestun- um. En ég tel að þegar verið er að bjóða heim fólki er mikil- vægast að allt sé sem notaleg- ast. Við leggjum mikið upp úr kertum og kveikjum á mörgum kertaljósum. Við notum mikið sprittkerti í skálum eða þar til gerðum stjökum, því af þeim stafar lítil hætta. Við setjum einnig gjarnan blóm í vasa og notum ekki ofurfínt leirtau eða borðbúnað. Það er erfitt að mæta í veislu og handleika glös sem þú veist að kosta vel á annað þúsund án þess að finna til einhverrar spennu. Hlýlegt og notalegt andrúms- loft býður gestina strax vel- komna og brýtur ísinn í sam- skiptum milli manna. Við reynum líka, ef gestir okkar þekkjast ekki vel, að brydda upp á einhverju skemmtilegu til að hrista fólk saman.Við höfum tekið á móti fólki með neongrænar hárkollur og látið sem ekkert sé eða boðið það velkomið með stuttri og skemmtilegri ræðu. Við hugsum gjarnan fyrir þeim hlé- drægari í hópnum og það hjálpar oft að fá þeim eitthvert hlutverk. Til dæmis að bjóða meira kaffi því það auðveldar þeim að brydda upp á sam- ræðum." Sennilega er engin ein upp- skrift af velheppnaðri veislu. Svolítið sérkennilegur karl sagði einhverju sinni að engin væri veislan ef öngvir væru túlípanarnir og þannig er nú það að sjaldan verður hægt að gera öllum til hæfis. Ráð Þóru Lindar að skapa hlýju, notalegt andrúmsloft og heimilislegt um- hverfi, fremur en að leggja áherslu á að draga fram það besta sem til er hljómar grun- samlega nærri því sem flest okkar tengja við gott boð. ffiT L m Byrjið á að setja saman gestalista. Aldur gestanna, á hvaða tíma og hvar boðið er skiptir máli þegar ákveðið er hvað þarf af mat. Þiggið alla hjálp sem býðst. Vafalaust getið þið gert þetta ein en handtökin eru mörg og gott að bera ekki ábyrgð á öllu. Vinnið ykkur í haginn eins og hægt er. Hafið það til fyrirfram sem hægt er að geyma. Reynið að skapa notalegt og hlýlegt andrúmsloft. Oft er gott að gest- gjafinn segi nokkur orð til að brjóta ísinn og þeir uppburðarlitlu njóta sín betur hafi þeir eitthvert hlutverk. Eigið alltaf eitthvað sem hægt er að grípa til í fljótheitum og bera fram ef þörf er á. Notalegustu stundirnar eru oft við uppvaskið, veljið góðan hóp með ykkur í eldhúsið eftir boðið. Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson og Gísli Egill Hrafnsson

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.