Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 27

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 27
rásögn Steinars af hjónabandserfiðleikum hans birtist við hlið við- tals við Kristján Má Magnússon sálfræðing í Degi fyrir nokkru. A grunni reynslu sinnar m.a. af hjónaviðtölum talar Kristján um að honum finnist karlmenn ekki lokaðir eða í slæmum tengslum við til- finningar sínar. Honum finnst karl- menn ekki tjá sig á þann hátt sem kon- ur vilja, sem aftur verði til þess að þær hlusti ekki á þá. Þetta hefur vakið reiði kvenna, sem segja að þeim þyki saga Steinars lýsa einmitt því gangstæða, að hann hafi ekki viljað hlusta á hana. „Steinari var augljóslega ógnað með því að kona hans fór fram á meiri stuðning og ástúð og brást við með því að pakka saman andlega. Er það ekki merki um að einstaklingur sem það gerir sé tilfinningalega lokaður og eigi erfitt með að bindast öðrum sterkum böndum? Við erum alinn upp við það að birtingarmynd kærleikans sé fórn- fýsi og að ást beri að sýna í verki," seg- ir Margrét, sem er 43 ára og í ágætu hjónabandi. „Strax í barnæsku er okk- ur sagt að Kristur hafi dáið á krossin- um fyrir mennina og allt hugsjónastarf í samfélaginu byggir á þessu sama. Svo er einhver karlmaður beðinn að sýna konu sinni umhyggjusemi með því að taka að sér uppvaskið örlítið oftar og honum blöskrar svo að hann tínir sam- an andlegar pjönkur sínar og flytur út. Persónulega tel ég að farangur sá hafi hvorki verið þungur né merkilegur." „Án þess að þekkja nánar til þessar- ar sögu," segir Kristján Már í grein- inni, „vil ég segja, að til þess að skilja í raun og veru hvað er að gerast í sam- bandi milli hjóna er ekki nóg að fá þessi fáu stikkorð sem koma fram í viðtalinu við Steinar. Þegar eitthvað kemur fyrir eru það ekki endilega að- stæðurnar sem ógna okkur, heldur hugsanir okkar um aðstæðurnar. Mat á þeim hlýtur að vera misjafnt og við- brögðin eftir því. Það er ekki hægt að segja að karlmaður sé ekki í snertingu við tilfinningar sínar af því að hann nái ekki að uppfylla þarfir konu sinnar. Hvað með hæfni hennar til að koma kröfum sínum á framfæri? Gera konur kröfur af því að þær þekkja tilfinningar sínar og vita hvað þær vilja? Þegar þær kvarta eru þær ekki endilega að segja: Ég þarfnast meiri ástúðar. Þær geta allt eins verið að segja hluti sem karlinn skilur þveröfugt: þú ert ekki að standa þig, þú ert ekki að gera skyldu þína, þú ert ómögulegur. Þannig tjáskipti enda oft með því að sá sem fyrir ásökunun- um verður fer í vörn. Er kona Steinars endilega í betri tengslum við tilfinning- ar sínar og færari um að tjá þær þótt hún kunni að gera kröfur?" Kona Steinars kvartar einnig undan því að hún njóti ekki stuðnings hans til að þroskast sem persóna. Um það hef- ur Sigrún 23 ára þetta að segja: „Foreldrar okkar styðja okkur og styrkja í því sem við tökum okkur fyrir hendur og hjálpa okkur þannig að þroskast sem manneskjur. Ef ég geng í hjónaband vil ég að eiginmaðurinn gangist inn á að vera vinur sem ég get stuðst við. Það er ekkert mikilvægara þegar maður er í vafa um sjálfan sig og veit ekki hvort maður getur eitthvað en að einhver annar hvetji mann. Mig langaði í listnám eftir grunnskóla en þorði ekki af ótta við að mér tækist ekki að hasla mér völl á listasviðinu síðar meir. Pabbi kom til mín og sagði: „Maður verður alltaf að reyna, það veit enginn hvað hann getur nema hann reyni." Þannig vil ég að maður- inn minn verði." „Af hverju er það honum að kenna að hún hafi ekki notið sín sem per- sóna?" Spyr Kristján Már. „Er það háð manninum hennar? Auðvitað skiptir það miklu máli hvernig makinn er en ég efast um að það hindri konur í að vera þær persónur sem þær vilja að eigin- maðurinn sé svona og svona. Við erum kannski of fljót að gera ráð fyrir að það sé rétt hjá konunni að hann standi í vegi fyrir persónulegum þroska hennar. " En er það ekki það sem jafnréttis- barátta síðustu áratuga hefur snúist um að konur fái að njóta sín til jafns við karla? „Jafnréttisbaráttan hefur að undan- förnu snúist um að bæði kynin eigi rétt á að lifa mannsæmandi lífi," segir Kristján Már. „Margar konur virðast ríghalda í að konur séu að berjast á móti körlum. Þær eru óánægðar með karlmenn og halda að þeir haldi kon- um niðri. Ég sé þetta ekki svona og ég veit að aðrir karlmenn sjá þetta heldur ekki þannig." í viðtalinu í Degi segir Kristján okk- ur einnig að mestu líkur á að hjóna- band heppnist séu þegar hjónin skipt- ast á að vera sterki og veiki aðilinn. Kona Steinars var ef til vill neydd til að vera alltaf sterk og þegar hún fór fram á leyfi til að vera veik missti mað- ur hennar áhuga á hjónabandinu. „Er það svo? Erum við ekki enn of fljót að gera ráð fyrir að það sem kon- an segir sé rétt," segir Kristján Már. „Þessi kona sem kvartar yfir eigin- manninum, hvað hefur hún gert til að eignast slíkan mann? Hvað hefur hún gert til að skapa það ástand sem orðið er í samskiptum þeirra? Hlutverk eru alltaf gagnkvæmt skilgreind. Ef hún er í ábyrgðarhlutverki gæti það verið vegna þess að hún hefur tekið ábyrgð- ina af honum. Karlmönnum finnst mikilvægt að standa sig og þeir fórna sér fyrir fjölskylduna með því að standa sig í vinnunni og tryggja henni góða afkomu. Karlmenn telja sig vera að leggja sitt af mörkum með því að sjá til þess að fjölskyldan hafi nóg að bíta og brenna.” Konur eru allflestar á vinnumarkaði í dag og hafa, ef ekki til hálfs þá að hluta yfirtekið þetta hlutverk karl- mannsins. Karlmenn hafa samkvæmt könnunum ekki í sama mæli tekið á sig ábyrgðina af heimilisstörfunum, styður það ekki mál eiginkonu Steinars? „Konur krefjast þess yfirleitt að heimilisstörfin séu unnin eftir þeirra höfði," segir Kristján Már. „Ég minni á könnun Ingólfs V. Gíslasonar, en þar bendir hann á að ef konur rekist á ákveðið ímyndað glerþak þegar þær sækist eftir völdum á vinnumarkaðn- um, þá rekast karlar á svipað glerþak þegar þeir sækjast eftir völdum á heim- ilinu. Þær segja: Já, þú átt að sinna börnunum, en gerðu það eins og ég ætlast til að það sé gert. Eða þær segja: Þú kemur ekki nálægt þvottinum, því þú brýtur hann ekki rétt saman og rað- ar honum ekki inn í skáp eftir þeim reglum sem ég hef sett. I stuttu máli: Vertu ábyrgur - og gerðu allt eins og ég segi. í þessu er ákveðin þversögn" Hvort sem kona Steinars má vera fegin að vera laus við hann eða hann hólpinn að hafa sloppið undan frekju- ganginum í henni, getum við öll verið sammála um að hjónaband byggir á samvinnu tveggja. Sumum virðist takast án fyrirhafnar að laga sig hvort að öðru og skapa saman hlýlegt og skemmtilegt heimili þar sem öllum get- ur liðið vel. Aðrir reyna aftur og aftur án þess að finna þennan samhljóm. Sennilega er galdurinn eins og alltaf að vera tilbúinn að sjá aðrar hliðar á mál- um en sína eigin og sætta sig við mála- miðlanir. Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.