Vikan - 07.12.1999, Qupperneq 29
stæður mínar og vissi ná-
kvæmlega hvað beið hans;
ég og börnin mín. Astin
blómstraði og hann gekk
börnunum í föðurstað. I
rauninni gekk þetta lygilega
vel, þau tóku honum opnum
örmum og kölluðu hann
strax pabba. Hann er þeim
afskaplega góður. Ég heyri
aldrei frá föðurnum eða föð-
urfólkinu. Það er eins og
jörðin hafi gleypt þau. Ég
fann fljótt að tilvonandi
tengdaforeldrar mínir voru
ekkert alltof hrifin að ráða-
hag sonarins. Þau þekktu að
sjálfsögðu viðburðaríka ævi-
sögu mína þar sem vinkona
mín og unnustinn eru systk-
inabörn. Hneykslunin skein
í gegnum hvert orð sem þau
sögðu. Fyrst þegar ég var að
byrja að kynnast þeim töl-
uðu þau við mig eins og ég
væri smábarn: Hvernig datt
þér þetta í hug vinan? Þú ert
svo ung ennþá og ræður
ekkert við að reka heim-
ili! Það var allt í þessum
dúr. Auðvitað sárnuðu
mér athugasemdirnar en
ákvað að láta þær ekki á
mig fá. Mér fannst erfitt
að tala um þetta við unnusta
minn því hann bar mikla
virðingu fyrir foreldrum sín-
um.
Aukabörnin mín
Við giftum okkur eftir
tveggja ára samband.
Tengdamóðir mín setti út á
allt sem ég hafði skipulagt
varðandi brúðkaupsveisl-
una. Það var ekki nóg með
að hún segði mér frá því
heldur öllum öðrum og hún
hélt gagnrýninni áfram í
veislunni.
Þau hafa aldrei getað tek-
ið börnunum mínum sem
barnabörnum, hvorki fyrir
né eftir giftinguna. Þar sem
maðurinn nrinn er einkason-
ur þeirra og þau hafa gaman
af börnum hefði mér fundist
eðlilegt að þau gætu í það
minnsta notið þess að fá þau
í heimsókn. Því fer fjarri.
Það virðist ekki skipta þau
neinu rnáli að börnin voru
mjög ung þegar við kynnt-
umst og því eru þetta amrna
og afi í hugum þeirra. Ég
skil vel að þeim finnist erfitt
að einkasonurinn og prins-
inn þeirra, skuli ná sér í frá-
skilda, unga, einstæða móð-
ur. Þau hafa sjálfsagt haft
væntingar um betri kven-
kost. Hitt er svo annað mál;
hvenær ætla þau að sætta sig
við orðinn hlut? Ég er ekki
stolt af fortíð minni, langt
því frá. Ég er hins vegar
stolt af því að ég er góð
móðir, góð manneskja sem
vill vel og veit ekki betur en
að ég sé mjög góð við son
þeirra. Við erum í það
greiða að koma
með eitt barn í við-
bót svo ég geti
talist amma!"
I kjölfarið ákvað
ég að ræða alvar-
lega við hana. Hún
viðurkenndi að
hún ætti mjög
erfitt með að sætta
sig við orðinn hlut.
Sérstaklega þegar
hún ræddi um
þetta við vinkonur
sínar í sauma-
klúbbnum. Við
byggjum í meðal-
stórum bæ úti á
landsbyggðinni og
margir þekktu
sögu mína. Ég væri
jú,vönduð og góð
stúlka, en að hafa
gifst útlendingi og átt þessi
börn, væri nú merki um
heimsku!
Mér sárnaði mjög að
„Ég skil vel að þeim finnist erfitt að einkasonurinn
og prinsinn þeirra, skuli ná sér í fráskilda, unga, ein-
stæða móður. Þau hafa sjálfsagt haft væntingar um
betri kvenkost. Hitt er svo annað mál; hvenær ætla
þau að sætta sig við orðinn hlut?"
minnsta mjög hamingjusöm
saman. Spurningin er hvort
þau ætli að láta þrjósku sína
koma í veg fyrir að við get-
um átt eðlileg samskipti við
þau.
Þau leyna tilfinningum
sínum ekki á neinn hátt.
Fyrir stuttu spurði tengda-
mamma mín mig: „Og
hvenær ætlar þú svo að gera
mig að ömmu? "
„Ég veit ekki betur en að
þú eigir ömmubörn auk þess
hef ég nú alveg nóg á minni
könnu með þau sem við eig-
um fyrir" svaraði ég. „Finnst
þér það ekki nóg? " Svarið
sem ég fékk var: „Þú getur
nú alveg gert mér þann
heyra hvernig hún talaði til
mín. Ég lét hana líka heyra
hvað mér fyndist um af-
skiptaleysi hennar gagnvart
börnunum. Þau væru þarna,
ég væri gift syni hennar og
hún gæti ekki hunsað þau.
Mér fyndist hún alveg geta
brotið odd af oflæti sínu og
mætt í afmæli til þeirra þó
ekki væri meira. I hvert
skipti sem þau voguðu sér
að segja amma við hana,
svaraði hún hryssingslega:
„Ég er ekkert amma ykkar."
Við ræddum málin fram og
til baka og skildum í góðu.
Hún reyndi að bæta sig í
ömmuhlutverkinu fyrst á
eftir en fljótlega féll allt í
sama farið. Ég er löngu búin
að sætta mig við þessa stað-
reynd. Hún talar alltaf um
aukabörnin, eins og þau séu
mikil byrði, og ég hef sterk-
lega á tilfinningunni að hún
tími varla að kaupa jólagjaf-
ir handa þeim. Af einskærri
skyldurækni pakkar hún
einhverju inn, helst gömlum
og ónothæfum hlutum en
kaupir dýrar og fínar gjafir
handa fjarskildum frænkum
og frændum. Maðurinn
minn er farinn að sjá hvað
er í gangi og sárnar mjög
framkoma foreldra sinna,
sérstaklega móður sinnar.
Við höfum samt ákveðið að
láta þetta ekki háfa áhrif á
samband okkar.
Lesandi segir
Margréti V.
Helgadóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni meö
okkur? Er eitthvað sem hef-
ur haft mikil áhrif á þig, jafn-
vel breytt lífi þínu? Þér er
velkomið að skrifa eða
hringja til okkar. Við gætum
fyllstu nafnleyndar.
lieimilisfangitf er: Vikiin
- ..l.ífsreynslllsunu”, Seljusenur 2,
121 Kcykjavík,
Netl'ani>: iikan@frudi.is