Vikan


Vikan - 07.12.1999, Page 33

Vikan - 07.12.1999, Page 33
Stofugren- inu fylgir sérstök jólastemm ning ekki síður en öðru greni. Hér er því komið fyrir í háum leirpotti sem skreyttur hefur verið með stjörnum og hálmur bundinn utan um plöntuna. Það má líka hengja léttar, rauðar kúl- ur á grenið til að gera það enn jólalegra. Vikan 33 Epli hafa löngum veriö tákn jólanna þótt hlutverk þeirra sé svo- lítið að breytast. Epli geta verið hinir glæsilegustu kertastjakar og þeir eru mjög jólalegir. Skerið hæfilegt gat fyrir kertið og hafið það vel djúpt til að tryggja stöðugleika (einnig má nota sprittkerti). Gætið þess vandlega að eplið sé mjög stöðugt og munið að fara aldrei frá logandi kertaljósi. Hér eru tveir litlir jólakransar. Þeir eru þeim eiginleikum búnir að ilma dásamlega þvi þeir eru gerðir úr anisstjörnum og þurrk- uðum ávöxtum. Þá ætti að hengja upp yfir ofni svo ilmurinn fái að njóta sín. Hvað er einfaldara en að festa pipar- kökumótin saman á hliðunum með bréfklemmum og búa til úr beím júlaskraut begar búið er að baka piparkökurnar. - tíruggt merki um að jólin séu í nánd. ■«6

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.