Vikan


Vikan - 07.12.1999, Side 34

Vikan - 07.12.1999, Side 34
Uppskrift fyrir 4 (nema annað sé tekið fram) 200-230 g ungnautalund á mann (fita og sina hreinsuð) 50 g hvítlauksolía eða matarolía grófmalaður pipar og sjávarsalt úr kvörn Sósa: 120 g sveppir 50 g smjör 2 tsk. kjötkraftur 3-4 dl rjómi sósujafnari sjávarsalt og pipar Aðferð: Skerið ungnautalundirnar í hæfileg stykki. Skerið þvert á kjötvöðva. Kjötið er snöggsteikt á pönnu við mikinn hita upp úr hvít- lauksolíu eða annarri feiti. Gott er að „loka" steikinni í u.þ.b. mínútu á hvorri hlið. Þá er steikin sett í ofn við 200 gráður í 5-8 mínútur eða lengur, eftir smekk hvers og eins. Hafa verður í huga að um það leyti sem steikin er að verða til verður allt meðlæti að vera tilbúið. Ekki setja steik í ofn eða á pönnu fyrr en sósan er tilbúin. Nú eru sveppir steiktir á sömu pönnu og kjötið var forsteikt á og rjóma hellt út á. Safinn úr kjötinu, sem er innbrenndur í pönnuna, er leystur upp með því að sjóða vökva niður. Hægt er að velja um tvær leiðir: Annað hvort að sjóða rjóma niður þar til hæfileg þykkt hefur náðst eða að þykkja með maizena sósujafnara þegar sýður og krydda eftir smekk. Munið eftir að hita matardiska áður en matur er framreiddur. Einnig er hœgt að drýgja sósu með mjólk til jafns við rjóma. Hvitlauksolia (grunnuppskrift, emfalt og gott) Setjið hreinsaða hvítlauks- geira í matvinnsluvél og bætið kryddi og olíu út í. Geymið í glerkönnu eða flösku með loki í ísskáp. Gott getur verið að blanda venjulegri matarolíu og ólífuolíu saman til helminga. Verði ykkur að góðu! Marineruð hörpuskel Gott að eiga í ísskápnum Einfalt og fljótlegt 300 ml ólífuolía eða önnur olía 6 stk. hvítlauksgeirar 1 tsk. aromat 250 g hörpuskel, 1. flokks (á að vera hvít á litin) safi úr 1/2 sítrónu 1 msk.fersk steinselja 2 stk. hvítlauksgeirar Texti og matreidsla: Jörgen Þór Þráinsson Ljósmyndun: Bragi Þór Jósepsson Diskar frá Silfurbúdinni j4 Vlkan Ljósmyndastadur: Námsflokkar Reykjavíkur Appelsínu-engifersósa frá Blue Dragon fæst m.a. í verslun Nýkaups, innflutningsadili XCO ehf.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.