Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 44
Hann hafði gætt þess að vera tímanlega á ferðinni til þess að þjóninn sem æki Hermione til kirkjunnar yrði hans ekki var. Eins og hann hafði átt von á var enginn í kirkjunni á þessum tíma dags og hann gekk upp stigann sem lá upp að svöl- unum. Hann hugsaði með sjálfum sér að engum karl- rnanni hefði dottið í hug að stinga upp á leynilegum ást- arfundi í kirkju. Hann settist á bekk aftarlega á svölunum þar sem hann var viss um að ekki sæist til hans neðan úr kirkjunni. Hann sá glitta í altarið og blýlagða glugg- anna fyrir aftan það. Þegar hann var í Skotlandi fór hann alltaf í kirkju af þeirri ástæðu að til þess var ætlast af honum og faðir hans hafði alltaf gert það. Hann vissi að presturinn ætlaðist til þess að einn fjölskyldu- meðlimanna, að minnsta kosti, sæti í stóra, útskorna kirkjustólnum sem var jafn- gamall kirkjunni. Hann hafði farið nokkrum sinnum í kirkju í Lundúnaborg, ým- ist til þess að vera við brúð- kaup eða við jarðarfarir. Hann sökkti sér niður í hugsanir, ekki um Hermione eins og eðlilegast hefði ver- ið, heldur um barnatrúna. Móðir hans hafði lesið fyrir hann söguna um fæðingu IHALONDUNUM Jesúbarnsins og honum þótt sagan spennandi. Hann hafði séð sig í anda ríðandi í eyðimörkinni með vitring- unum þremur þegar þeir fylgdu stjörnunni. Hann hugsaði háðuglega með sjálfum sér að síðan hefði hann fylgt mörgum stjörn- um. En engin stjarna hafði getað vísað honum á það sem hann í raun og veru leit- aði að, hvað svo sem það nú var. Einmitt þegar hann sat og velti því fyrir sér hvert þessar hugsanir myndu leiða hann kom Hermione í ljós. Hún hafði komið hljóðlaust upp stigann. Hún gekk hratt til hans og breiddi út faðm- inn á móti honum. Augu hennar ljómuðu af gleði. Hann kyssti hendur hennar og þegar þau settust niður hvíslaði hún: O, Kenyon, verður þú virkilega að fara til Skotlands? Hvernig á ég að halda það út og vera skil- in eftir ein með Georg? Móðir mín hefur sannfært mig um að þetta sé eina leiðin fyrir okkur bæði til að koma okkur úr þessari klípu, svaraði hertoginn. Þú verður að vera hugrökk. Ég skal reyna, svaraði Hermione, en ég er svo hrædd. Jones heldur að hún viti hver það er sem njósn- aði um okkur. Hver er það? spurði her- toginn reiðilega. Hann var hræddur um að hertoginn hefði ráðið leyni- lögreglumann til verksins og þá var sú hætta fyrir hendi að þau yrðu beitt fjárkúgun. Jones heldur að það sé Marsden, ritari George. Ég hef aldrei kunnað við hann og hann hefur ekki verið mjög lengi í þjónustu Geor- ge. Hann er svo smeðjulegur að mér verður flökurt af því að horfa á hann. Hún fórn- aði höndum og sagði svo: Ég er næstum því viss um að George hefur beðið hann að njósna um okkur og ritarinn hafi samþykkt það til þess að koma sér í mjúkinn hjá honurn. Hertoginn hugsaði með sér að ef Hermione hefði rétt fyrir sér; ef ritarinn hefði í raun og veru fylgst með þeim, var næsta víst að hann hefði þegar sankað að sér fjölmörgum sönnunum fyrir ótryggð hennar. Það var of seint fyrir hann að átta sig á því hversu rangt hann hafði farið að ráði sínu með því að eyða nóttunum með Hermione á heimili hennar. Satt að segja hafði hann í raun og veru ekki verið hrifinn af því. Hann kærði sig ekki um að borða mat, drekka vín og nota rúm eiginmanns kvennanna sem hann dró á tálar. En stund- um var ekki um neitt annað að ræða. Það var útilokað að hann færi með konu heim til sín. Ef einhver fengi svo mikið sem minnsta grun um það yrði konan strax brenni- merkt sem skækja. í öllum þeim fjölmörgu „affairs-de- coeur“ sem áttu sér stað í Lundúnaborg var alltaf bor- in virðing fyrir gildum þjóð- félagsins. Það þótti ekkert athugavert við það að gift kona héldi fámenn hádegis- boð ef eiginmaður hennar var fjarverandi. Eiginmað- urinn gat ekki ætlast til þess að hún sæti alein heima. Gestirnir, oftast fjórir eða fimm, voru valdir af mikilli kostgæfni. Þegar þeir kvöddu - þeir sem sýndu mesta tillitssemi fóru strax eftir hádegisverðinn - varð einn herramannanna eftir, undir því yfirskini að hann þyrfti að tala við húsmóður- ina. Þjónarnir slökktu ljósin og drógu sig í hlé og héldu til herbergja sinna. Greið- vikin þjónustustúlka, eins og Jones, drægi sig í hlé eftir að hafa gert svefnherbergi frú- arinnar tilbúið. Aðeins syfjulegur þjónn væri vitni að því þegar elskhuginn yfir- gæfi húsið. Þögn hans var hægt að kaupa með því að lauma að honum nokkrum gullpeningum. Hertoginn hafði aldrei séð neitt at- hugavert við þetta. Nú, þeg- ar hann hugsaði til ritara jarlsins standa og bíða í skugganum með úrið í hend- inni og skrifa hjá sér dag- setningar og tímasetningar, sá hann hvers kyns bjáni hann hafði verið. Ég hefði getað sagt mér það sjálfur, hugsaði hann, að fyrr eða síðar færi mann eins og Ge- orge Wallington að gruna eitthvað og vilja komast að sannleikanum. Surnir eigin- menn lokuðu viljandi aug- unum fyrir staðreyndunum. Þeir áttu sjálfir ástkonur og létu sér því í léttu rúmi liggja hvað eiginkona þeirra tók sér fyrir hendur. Hertog- 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.