Vikan - 07.12.1999, Síða 45
Eftir Barböru Cartland. Þórunn Stefánsdóttir þýddi.
inn gerði sér grein fyrir því í
fyrsta sinn, að ef hann væri
giftur myndi hann örugglega
ekki kæra sig um að eigin-
kona hans fengi sér elsk-
huga í fjarveru hans. Allt í
einu gat hann skilið reiði
Wallingtons.
Hvenær fæ ég að sjá þig
aftur? spurði Hermione.
Hertoginn tók um hönd
hennar og svaraði: Ég held
að það sé best að ég segi þér
allan sannleikann.
Sannleikann? hváði
Hermione.
Móðir mín ætlast til þess
að ég opinberi trúlofun
mína á dansleiknum sem
hún ætlar að halda í næstu
viku.
Hermione starði á hann
eins og hún tryði ekki sínum
eigin eyrum. Svo sagði hún
æst og óttaslegin: En ...
hverri ætlar þú að giftast?
Hvers vegna ... hefur þú
aldrei... sagt mér frá þessari
konu?
Það er vegna þess, út-
skýrði hertoginn, að ég hef
ekki hitt hana ennþá!
Nú ... nú skil ég ekki,
sagði Hermione.
Móðir mín hefur boðið
nokkrum vinum okkar að
búa hjá okkur í höllinni, þar
á meðal þremur ungum
stúlkum sem hún telur að
séu verðugar þess að giftast
mér.
Hann sagði þetta hörku-
legri röddu. Hermione
hlustaði á hann með tárin í
augunum og fann til með
með honum.
O, Kenyon, hvernig get ég
haldið þetta út? spurði hún.
Hann svaraði engu og eft-
ir andartak sagði hún með
vonarhreim í röddinni: En
nú, þegar ég hugsa um það,
þá auðveldar þetta hlutina
fyrir okkur.
Auðveldar? hváði hertog-
inn.
Eftir að þú giftir þig hættir
George að vera tortrygginn.
Þegar þú kemur til baka ...
Hún þurfti ekki að segja
meira.
Hertoginn fann til óbeitar
við þessa tilhugsun. Það var
nógu slæmt að gifta sig kald-
rifjaður ungri stúlku aðeins
til þess að bjarga sér úr
klípu. Hann ætlaði að giftast
eingöngu í þeim tilgangi að
komast undan reiði jarlsins
og komast hjá því að bland-
ast inn í skilnaðarmál. En að
undirbúa framhjáhald áður
en hann hafði dregið hring-
inn á fingur eiginkonunnar
fannst honum svo smekk-
laust að hann kærði sig ekki
um að taka þátt í því.
Við neyðumst til þess að
kveðjast núna, Hermione,
sagði hann. Þjónninn þinn
fer að undast um þig ef þú
verður mikið lengur.
Hermione stífnaði upp og
leit aftur fyrir sig eins og til
þess að aðgæta hvort ein-
hver hefði komið upp stig-
ann án þess að hún tæki eftir
því. Svo sagði hún:
Ó, Kenyon. Ég elska þig
af öllu hjarta og ég vona að-
eins að við eigum eftir að
hittast aftur ... áður en langt
um líður!
Hertoginn hugsaði með
sér að þetta hljómaði eins
og lítill ræðustúfur sem hún
Vikan 45