Vikan


Vikan - 07.12.1999, Side 46

Vikan - 07.12.1999, Side 46
f r a m h a l d s s hefði æft áður en hún kom á stefnumótið. Hún færði sig nær honum. Hann hikaði aðeins. Einhvern veginn fannst honum ekki viðeig- andi að kyssa hana í kirkj- unni. En þar sem hann vildi ekki særa hana kyssti hann hana blíðlega, en ástríðu- laust, á munninn. Vertu sæl, mín kæra, sagði hann. Þakka þér fyrir allar hamingju- stundirnar. Hann rétti henni gjöfina sem hann hafði lagt við hlið sér á bekkinn. Hún horfði undrandi á pakkann og hann sagði: Hugsaðu til mín þegar þú notar þetta. Eg mun aldrei gleyma þér. Ó Kenyon,... ég elska þig og ... ég mun aldrei aftur elska jafn mikið og ég hef elskað þig, sagði Hermione með grátstafinn í kverkun- um. Hún stóð upp og þegar hertoginn stóð á fætur kyssti hún hann aftur af mikilli ástríðu. Kjökrandi fór hún niður stigann án þess að horfa um öxl. Hertoginn stóð og horfði á eftir henni þar til hann heyrði dyrnar lokast að baki hennar. Svo settist hann niður og virti fyrir sér blýgluggana fyrir aftan altarið. Honum fannst hann hafa keypt „hamingj- una" dýru verði. Svo varð honum hugsað til ritara jarlsins sem hafði séð hann koma og fara og sent skýrslu til húsbónda síns til Parísar þótt hann vissi að það gæti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir greifynj- una. Fjandinn hafi hann! Mig langar mest að skjóta hann! hugsaði hertoginn með sér. Hann sagði reiðilega við sjálfan sig að heimska væri það eina sem hann gæti ómögulega fyrirgefið. En ekkert gæti verið heimsku- legra en að hafa talið sér trú um hann væri öruggur gegn njósnurum og svikurum. Hann hafði með heimsku sinni lagt snöruna um háls sér og það sem verra var, einnig um háls Hermione. En hann treysti henni til þess að koma sér úr klíp- unni. Það lék enginn vafi á því að eiginmaður hennar var ennþá ástfanginn af henni. Ef hann hefði svo mikið sem litið í áttina til annarar konu væru sögu- smetturnar fyrir löngu bún- ar að básúna það út um allt. Þótt ekki væri til annars en að auðmýkja Hermione þar 1/11* 'ÍIIVWV Internetaðgangur til 01.01.2000 á aðeins kr. 2000,- Innifalið íofangreindu verði er uppsetningarhugbúnaður, innhringiaðgangur, » eitt póstfang, 3Mb heimasiðusvœði, 160Mb gagnaflutningur/mán. til 01.01.2000 Internetþjonusta Tæknlguðl - Dunh.ga 5 -107 Reyk|avlk Siml: 525 4468 - Fax: 552 8801 - lnfo@vortex.ls 46 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.