Vikan


Vikan - 07.12.1999, Side 52

Vikan - 07.12.1999, Side 52
Kæri póstur, Það eru tvö ár síðan ég byrjaði að vera með manni sem ég elska mikið. Við höfum búið saman síðan í vor og það gengur allt vel hjá okkur nema eitt, en það er kynlífið. Við elskurn hvort annað mikið og langar til að elskast, en það er bara ekkert sérstaklega gott. Hann er ofsa- lega fljótur og mér finnst eins og það skipti hann engu máli hvort mér finnist þetta gott eða ekki. Mér finnst eins og hann hafi ekkert sérlega gaman af þessu heldur, það sé meira af þörf en ánægju. Við höfum aldrei talað um kynlíf og ég vil ekki fara að særa hann með því að minnast á þetta, en ég hef samt áhyggjur af því. Áttu einhver góð ráð? „Silly“ Kæra „Silly" Ég skil vel að þú hafir áhyggjur af þessu því þetta er talsvert alvarlegt mál. Það er alveg sama hversu mikið fólk elskast, hjónaband eða sambúð getur aldrei blessast ef fólk á ekki gott kynlíf og getur ekki einu sinni rætt saman um vandamál sín. Ég er hrædd um að þú VERÐIR að tala um þetta við hann hvort sem ykk- ur líkar það betur eða verr. Ef þú ert hrædd um að særa hann, verður þú að fara varlega að honum. Það er mjög sennilegt að honum finnist ekkert gaman í rúminu heldur, fyrst hegðun hans er svona og það hlýtur því að vera hans hagur að ræða málið ekki síður en þinn. Þú gætir byrjað á að spyrja hann hvað honum finnist um kynlíf ykkar. Kannski segir hann að sér finnist það allt í lagi, bara til að þóknast þér, en þú mátt ekki hætta við svo búið. Þú verð- ur að segja hvað þér finnst og gera honum grein fyrir að þú viljir bæta kynlífið með einhverjum ráðum og láta hann koma með uppástungur um hvernig hægt sé að gera það. Þannig gerir þú hann samábyrgan fyrir vellíð- an ykkar beggja. En að sjálfsögðu þarft þú sjálf að gera þér grein fyrir því hvað þú vilt fá út úr samlífi ykkar og vinna að úrbótum. Lestu þér til um málið, skoðaðu huga þinn og reyndu síðan að vinna hægt og ákveðið að því að koma sam- lífi ykkar í þann farveg að þið séuð bæði ánægð og hamingjusöm. Spurningar má senda til „Kæri Póstur“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Það er engin hjálp í honum Hott hann fari með mér að versla. lú, auðvitað elska eg þig. Það er bara fatasmeMur linn. stiórnmálaskoðanir og legðun sem mér tinnst þu þurfa að breyta. 52 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.