Vikan


Vikan - 07.12.1999, Page 54

Vikan - 07.12.1999, Page 54
Texti: Steingeröur Steinarsdóttir lil að auka Besta ueganesti sem liægt er að leggja í mal nokkurs barns á leið pess út í lífíð er jákvæð sjálfsmynd og gott sjálfstraust. Flestir foreldrar reyna af fremsta megni að rækta bessa eíginleika með börnunum sín- um en bað er oft erfítt að uita hvort maður er á réttri leið eða ekki og huort að gagnrýní eígí aldrei rétt á sér. Uppeldisfræðíngar mæla með að hafðar séu í huga eftírfarandi uiðmiðanír og segja að með beim megi forðast að lenda í ógöngum. Það er allt í lagi að vera öðruvísi. Öll börn eru ein- stök og allt fólk, einstak- lingar með sín sérkenni. Kenndu barninu þínu um- burðarlyndi gagnvart öðrum með því að hvetja það til að viður- kenna eigin auðkenni og rækta þau. Það er ekki síður nauðsyn- legt að hafa í huga að börn þroskast á eigin hraða. Þau geta verið langt á undan jafnöldrum sínum á einu sviði en eiga ákaf- lega erfitt með að halda í við þau á öðru. Berðu þarnið þitt aldrei sama við aðra. Ef þú hvetur það hvettu það þá til að gera þetur en það gerði sjálft fyrir skömmu síð- an en ekki til að vinna Siggu í næsta húsi í hástökki eða fá hærri einkunnir í landafræði en Jói bróðir hennar. Börn þurfa mismunandi mikla athygli og ást- úð. Foreldrar verða að reyna að laga sig að þessum mismunandi þörfum og uþpfylla þær. Það er allt í lagi að gera mistök. Öllum verður einhvern tíma eitthvað á. Þeg- ar foreldrar hins vegar ganga af göflunum í hvert sinn sem barnið gerir eitthvað af sér fer það fljótlega að trúa að það sé ófullkomnara en aðrir. Besta leiðin til að kenna að mis- tök séu fyrst og fremst til að læra af er að viðurkenna sín eigin mis- tök og taka því rólega þegar barnið gerir eitthvað af sér. Sömu sögu er að segja af þeirri sjálf- sögðu skyldu allra að biðjast af- sökunar geri þeir á hlut einhvers. Þá gullvægu reglu læra börnin best af því að sjá þig biðja fyrir- gefningar af heilum hug hafir þú hlaupið á þig. Þetta eru mikilvæg skref í áttina að því að fyrirgefa öðrum og sjálfum sér mistökin. Börn sem alast upp við slíkt and- rúmsloft læra af fyrirmyndunum að taka ábyrgð á eigin gerðum og þau læra jafnframt að þótt menn geri mistök séu þeir samt sem áður mikilsvirði og metnir að verðleikum sínum. Til samanburðar má nefna að í hvert sinn sem barni er refsað eða það skammað heiftarlega fyrir uppátæki sín grefur það undan sjálfstrausti þeirra. Það er ekki þar með sagt að ekki eigi að aga börn. Agi getur verið á já- kvæðum nótum og leiðbeiningar og útskýringar reynast oft mun betri leið til að kenna lexíuna til langframa. 54

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.