Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 55
Þaö er allt í lagi aö vera ieiðinlegur. Reiði, depurð, ótti, óhamingja, leið- indi, vonbrigði, áhyggjur, afbrýði- semi, óöryggi og vanmáttarkennd eru tilfinningar sem eru ekki bara eðlilegar og hluti af lífinu, heldur beinlínis nauðsynlegur hluti þess að vaxa upp og þroskast. Börn hafa þörf fyrir að sýna all- ar sínar tilfinningar og yfirleitt kjósa þau að halda í engu aftur af sér. Þau verða þess vegna að læra að það er ekki alltaf við hæfi að sleppa fram af sér beislinu og tjá sig á hávaðasaman hátt. Fýlu- eða frekjuköst eru þættir í þroskaferli barna en þegar þau komast á skólaaldur ætti slíkum köstum að fækka. Barn á skóla- aldri á að vera búið að læra að hafa einhverja stjórn á tilfinning- um sínum og gangi það illa verð- ur að ræða við barnið um tilfinn- ingar sem þessar og gera því Ijóst að það geti miklu stjórnað um hversu sárar og erfiðar þær eru. Til að svo megi verða er best að barnið sjái þig sýna stillingu og sjálfstjórn þegar á þarf að halda. Það er stundum erfitt því börn virðast oft skynja hvenær foreldrunum er mest umhugað um að þau hegði sér vel og taka þá venjulega alverstu óþekktar- köstin. En börn mega aldrei fá þau skilaboð frá foreldrunum að sárar tilfinningar skapi leiðindi og séu öllum til ama. Best er að hlusta vel á barnið og ræða ró- lega við það um það sem að er plaga það. Foreldrar ættu sömuleiðis að forðast að leyfa barninu að skynja þeirra eigin ótta. í stað þess að banna barninu alfarið að fara yfir götuna og segja því að þú sért hrædd um að það verði fyrir bíl er betra að segja því að það geti verið hættulegt að ganga yfir götur og best sé að það geri það aðeins þegar þú ert með því. Þegar foreldrar hins vegar ganga af göflunum í hvert sinn sem barnið gerir eitthvað af sér fer það fljótlega að trúa að það sé ófullkomnara en aðrir Það er í lagi að ianga í meira. Börn fá oft þau skilaboð í uþpeldinu að þau séu eigingjörn og gersþillt af eft- irlæti vilji þau meira en þau fá. Við kennum þeim snemma þá dyggð að vera þakklát og segjum þeim að meta það sem þau hafa. Með jákvæðni að leiðarljósi geta foreldrar kennt börnum sínum að biðja um og langa í meira en það sem þau hafa án þess að það sé særandi eða gangi á annarra rétt. Foreldrarnir eiga að sjálfsögðu að geta sagt nei og meina það og þar með öðlast börnin skilning á því að þótt þau biðji fá þau ekki alltaf það sem þau vilja en þau verða ekki skömmuð fyrir að biðja. Með því að fá að opna sig og biðja um það sem þau þrá ná bömin að þroska með sér góða hæfileika til að semja. Flestir full- orðnir í dag eru hræddir við höfn- un og þora því ekki að biðja um neitt nema þeir viti að svarið verði jákvætt. Læri barnið hins vegar að höfnun sé ekki alvarleg og hún þurfi ekki að vera varan- leg þ.e. að oft megi reyna aftur síðar eða fá eitthvað sem ekki er endilega það sem þú vildir í upp- hafi heldur annað sem getur komið í þess stað þá munu þau ekki sætta sig við að fara halloka í lífinu. Þau munu reyna að sækja á brattann, láta drauma sína ræt- ast og gera það án þess að troða á öðrum á leið sinni upp. Barn sem lærir að biðja ekki, láta sig ekki langa vegna þess að það sé sjálfselskt og frekt, lærir að láta sig meiru varða hvað aðrir vilja en það sjálft. Það fórnar sér og bíður þolinmótt eftir að ein- hver gjaldi því í sömu mynt. Því miður verður sjaldnast af því og óeigingjarna barnið situr eftir bit- urt með óuppfylltar þarfir. Þetta er sérlega mikilvægt þegar stúlk- ur eru annars vegar. Félagslega þykir mun jákvæðara að drengir biðji um eðajafnvel heimti það sem þeir vilja. Síðar á ævinni er það talið merki um orkumikinn og viljasterkan karl- mann þegar hann sýnir metnað og ófyrirleitni á leið sinni að markmið- inu. Stúlkursem gera slíkt hið sama eru venjulega dæmdar hart. Foreldrar ættu því að hvetja stúlk- ur til þess að vera kröfuharðari fyrir sjálfar sig en jafn- framt ættu þeir að hlusta betur á það sem drengirnir hafa að segja. Oft þykir drengjum erfitt að svara mörgum sþurningum sem beint er að þeim í runu. Ef drengurinn þinn hefur t.d. ætlað sér að ná betri árangri í íþróttum en raunin hefur orðið og kemur reiður og fullur vonbrigða heim ættirðu frekar að leyfa honum að segja frá á eigin hraða en að spyrja of mikið. Þegar hann hefur lokið máli sínu getur þú á jákvæðan og rólegan hátt bent honum á að hann hafi trassað æfingar og hefði hann ekki gert það hefði honum tekist ætlunarverk sitt því hann sé efnilegur í íþrótt sinni. Það er allt í lagi þótt börn neiti einhverju af og til svo lengi sem viðurkennt er að mamma og pabbi stjórna. Að fá leyfi til að segja nei gefur börnum vald sem þau njóta að hafa. Margir foreldrar telja að sé börnum gefið of mikið vald spilli það þeim og það er full ástæða til að hafa áhyggjur. Eitt af stærstu vand- kvæðum í uppeldi í dag er að börn njóta of mikils frelsis. Það kann að vera að þér finnist að barn þitt ætti skilið að hafa meira vald yfir lífi sínu. En án þess að þú hafir gert barninu það Ijóst með stöðugum og sterkum aga að þú stjórnir á heimilinu, geta börnin orðið kröfuhörð og frek. Svo lengi sem það er Ijóst að þú ert við stjórnvölinn er óhætt að gefa þeim örlítið lausari tauminn. Með því að gefa barninu færi á að hafna því sem það ekki vill ertu að opna því leið til að segja þér nákvæmlega frá öllu sem kemur upþ á í lífi þess. Barnið veit að það fær ekki alltaf allt sem það vill en veit einnig að á það verður hlustað og tekið tillit til skoðana þess. Mikill munur er á því að að- laga vilja barnsins að þínum vilja eða neita því um það sem það þráir. Aðlögun þýðir að báðir aðilar gefa nokkuð eftir, algjör afneitun brýtur niður viljastyrk barnsins. Hestur sem hefur verið barinn til hlýðni hlýðir en hann er skaplaus og enginn gæðingur. Barn sem ekki hefur sterka mynd af sjálfu sér er auðveld bráð hverjum þeim sem kann að vilja stjórna því og misnota. Já- kvæðir foreldrar ala upp börn sem eru samvinnuþýð en fylgja ekki skipunum hugsunarlaust. Börn eru yfirleitt jákvæð og þau vilja oftast geðjast þeim sem þeim þykir vænt um. Þessa stað- reynd ættu foreldrar að nýta sér í uppeldinu en mikilvægt er að muna að þú vilt barninu þínu það besta og þú reynir að gera það sem best er fyrir það. Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.