Vikan


Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 6

Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 6
raKarni' Þeir Sölvi Böndai, Steínar Orri Fjeldsted, Höskuldur Úlafsson og Björn Ingi- mundarson eru dæmi- gerðir ungir menn á upp- leið. Tveir peirra stunda iiáskólanám, annar í stjórn- málafræði en hinn í íslensku, sá priðji hefur lokið námi í hönnun en sá fjórði er plötu- snúður. í fljótu bragði uirðast peir eiga fátt sameiginiegt en Pegar betur er að gáð kemur í Ijós að tónlistin sameinar pá svo um munar. Þeir eyða öllum stundum í að semja tónlist, halda tónleika og fylgja geisla- disknum sínum eftír. Nýi geisladiskur Quarashi, Xeneizes, hefur fengið frábær- ar viðtökur og ekkert lát er á vinsældum hljómsveítarinnar. Blaðamaður Uikunnar átti skemmtilegt spjall við tvo hljómsveitarmeðlimi, Steina sönguara og Sölva trommara og lagahöfund. á réttum stað yrir tveimur árum hélt breska hljómsveitin Prodigy stórtón- leika í Laugardalshöll. Ung, ís- lensk hljómsveit, Quarashi, var fengin til aö hita upp. Tónleikarnir tókust vel og aö þeim loknum fengu strákarnir í Quarashi mikið hrós fyr- ir frábæra tónlist. Sú stund er enn- þá hápunktur ferilsins, aö mati Sölva, sem óhætt er aö kalla guð- móöur hljómsveitarinnar. En hvern- ig varö Quarashi til? Sölvi: „Við vorum allir búnir aö vera á fullu í tónlist þegar viö byrj- uöum aö vinna saman. Viö komum hver úr sinni áttinni. Ég var búinn aö berja trommurnar heima hjá mér í langan tíma. Fyrst æföi ég mig inni í herberginu mínu, var með heilt trommusett þar inni í eitt ár. Ég held að ég eigi meö eindæmum þolin- móða foreldra. Eftir áriö buöu pabbi og mamma mér að fara meö trommurnar niður í bílskúr og þar hélt ég áfram aö berja þær. Þá fékk ég mína fyrstu líflátshótun frá virðulegri frú í Vesturbænum sem var búin að fá alveg nóg af trommuslættinum." Steini: „Foreldrar mínir báöu mig nú bara aö lækka í tölvunni. Ég fékk að vera óáreittur með mína tónlist." Sölvi: „Ég var í nokkrum bíl- skúrshljómsveitum. Ég spilaði með Höskuldi í nokkrum þeirra. Á sama tíma var ég aö vinna í félagsmið- stööinni Frostaskjóli og þar sá ég krakka búa til rappbönd. Ég sá aö þetta var mögulegt og fékk þá hug- mynd aö setja saman rapphljóm- „Mér er alltaf líkt við Chandler. Hann náði sér aldrei í stelpu svo ég bíð bara eftir að Courtney birtist hjá mér eins og hún gerði hjá honum. Kannski við ættum að íhuga vandlega að fara að spila í L.A. Hver veit nema að mér yrði boðið í partí með Courtney Cox?“ sveit. Ég vissi að Steini var í svona tölvutónlist og rappi og viö ákváð- um að búa til hljómsveit. Seinna fengum viö Höskuld í lið meö okkur. Þegar viö vorum beönir að spila á Prodigy tónleikunum vantaöi okkur plötusnúð og þá fengum Bjössa meö okkur í liö. Hann hafði lítið sem ekkert spilað opinberlega en stóð sig eins og hetja í Laugardals- höllinni. Tonelsk systkin Þeir Steini og Sölvi bera báðir gömul og þekkt íslensk ættarnöfn, Fjeldsted og Blöndal. Sölvi: „Þaö er alveg dæmigert að fólk ákveði þaö að allir þeir sem heita Blöndal hafa áhuga á stjórn- málum, séu frjálslyndir og hægri sinnaðir. Ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum en ég er sjálfur vinstri sinnaöur. Það eru líka rosalega Hljómsveitin hefur bara þróast svona stig af stigi. Fyrsti geisladisk- urinn kom út áriö 1996 og á árun- um 1997-1998 spiluðum viö mjög mikið, við vorum saman öllum stundum." Steini: „Viö fengum virkilega nóg hver af öðrum og tókum okkur svo átta mánaöa hlé. Þá fórum viö allir til útlanda í smá tíma." Sölvi: „Áður en við fórum út vor- um orðnir svo illa haldnir aö viö þurftum að ganga til sálfræðings. Lágum allir saman á bekknum en ekkert gekk." Steini: Já, sálfræðingurinn er reyndar hættur að starfa í dag en við getum ennþá starfað saman." Stundum er erfitt að trúa strák- unum þegar þeir komast á flug en þeir staðhæfa að sálfræðingssagan sé rétt. Sölvi: „Þetta er dagsatt. Við vor- um bara komnir í vítahring. Sál- fræðitímarnir voru svo dýrir að við þurftum að spila öll kvöld til að eiga fyrir tímunum, þá fengum við ennþá meira leið hveráöðrum." margir sem koma til mín og segjast vera frændi minn eða frænka. Blön- dalsættin er mjög stór." Steini tekur í sama streng. „Syst- ir mín heitir Katrín Fjeldsted og margir halda að það sé Katrín Fjeldsted, læknir og alþingismað- ur." Systir Sölva, Magga Stína, hefur getið sér gott orð í tónlistinni og því gera sjálfsagt margir ráð fyrir að þau systkin eigi tónelska foreldra. Sölvi kannast ekki við þá hæfileika foreldra sinna. Sölvi: „Mamma mín er menntuð leikkona en fór svo í hjúkrunarfræð- ina og starfar í dag sem hjúkrunar- fræðingur. Pabbi er kennari. Mamma reyndi mikið að koma mér í tónlistarnám þegar ég var barn. Fyrst sendi hún mig í píanótíma en ég var svo lélegur að ég ákvað frekar að passa börn kennarans. Næst reyndi hún að koma mér í sellótíma en mér fannst miklu skemmtilegra að leika mér með uppstoppaðan krókódíl sem kenn- arinn átti. Mamma gafst ekki upp og tilkynnti mér það sama dag og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.