Vikan


Vikan - 14.12.1999, Side 10

Vikan - 14.12.1999, Side 10
liifífýB-li Á leiö út í Viðey. Frá vinstri: Ari, Björn Ari, Baldnr Arnar, Friðrik, Kristín, Svava Dögg. Ari Jóhannesson heldur fast uni kertiö sitt. Viðey hefur yfir sér ævintýraljóma ekki síst á veturna þegar Ijósin í kringum kirkjuna og Viðeyjarstofu lýsa upp náttmyrkrið. Um miðjan nóvember kviknuðu þar líka jóla- Ijós á jólatré, því fyrsta sem sett var upp á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Um svipað leyti sást þar til ferða jólasveins og svo heppilega vildi til að á sama tíma voru stödd í eyjunni nokkur börn, meðal annars frá leikskólanum Kópahvoli í Kópavogi. Börnin komu út í Viðey með ferjunni Maríusúð og á bryggjunni tóku ráðsmennirnir Sigríður Oddný Stefánsdótt- ir og Ragnar Sigurjónsson á móti þeim enda þarf að fara þar varlega, ekki síst ef maður er ekki hár í loftinu. Fyrst var gengið til kirkju og allir fengu aðventuljós. Oddný sagði frá kirkjunni og hvernig á að varðveita Ijósið. Það slökknar þegar kemur gustur og það er líka hægt að brenna sig á því. Síðan var farið yfir í Viðeyjarstofu og krakkarnir drukku heitt kakó en að því búnu fóru þau að huga að jólatrénu. c Það var farið að rökkva og skyndilega kviknuðu Ijósin og í </> framhaldi af því var dans stiginn í kringum það og mikið sungið. En viti menn gemsinn hennar Oddnýjar hringdi og ,g maður uppi á landi sagðist sjá til ferða undarlegs karls, lík- £ "Z le9a jólasveins, stökkvandi milli hólanna. ^ 'O Nú var um að gera að syngja hærra og kalla til jóla- g •- sveinsins sem rann á hljóðið. Þetta var eldgamall jóla- ;o <S sveinn, meira en 300 ára, og sagðist heita Stekkjastaur. o “ Hann var svolítið stirður og var að æfa sig fyrir jólavertíð- .§ ~ ina. Áfram var dansað og mikið spjallað við Stekkjastaur £ c sem að lokum stakk hendinni niður í pokann sinn og dró E upp marga litla poka með eplum, mandarínum og öðru « ,g góðgæti handa börnunum. Síðan hvarf hann á braut og *- J börnin héldu aftur til síns heima eftir viðburðaríkan dag. Það verður að fara varlcga með kerta- Ijúsin. Flér ganga lit úr kirkjunni talið franian frá: Rús- anna, Aron, Baldur og Sif. Aftast sést í Bjiirn Ara. Oddný kveikir á kert- ininni í Viðeyjarkirkju,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.