Vikan


Vikan - 14.12.1999, Qupperneq 28

Vikan - 14.12.1999, Qupperneq 28
en allt annað Dag nokkurn í byrj- un september sát- um við hjónin inni i stofu heima hjá okkur. Það væri svo sem ekki i frásögur færandi að hjón spjölluðu saman á heimili sínu nema af því að þessi fundur var sérstak- lega boðaður til að ræða hvort sam- bandi okkar mætti bjarga eða betra væri að við héldum sitt í hvora áttina. Eg var kófsveittur og nötraði allur af kvíða. Þótt sam- bandið hafi verið stirt milli mín og konunnar í nokkra mánuði var ég þó enn ástfanginn af henni og börnin mín tvö vildi ég alls ekki rnissa úr lífi mínu. A þessari stundu fannst mér að skilnaður væri endir alls og ekkert að hlakka til framar yrði það úr. Ég fann það hins vegar fljótt á konu minni að hún hafði þegar tekið ákvörðun, hún vildi skilnað og allt sem ég lagði til að gert yrði til úrbóta var dæmt fullreynt eða einfald- lega ógerlegt. Niðurstaða fundarins var sem sagt þessi, ég flytti út sem fyrst og við gæfum okkur árs umhugsun- artíma til að komast að því hvort við gætum hugsað okkur að reyna þetta aftur. Á þeim tíma ætluðum við að hittast oft og gera okkar besta til að laga samskiptin. Ég var svo heppinn að um þetta leyti losnaði lítil íbúð sem foreldrar mínir eiga í kjallaranum hjá þeim og ég gat flutt þangað inn. I fyrstu eyddi ég þó mestum tíma mínum heima á mínu gamla heimili. Konan mín vildi að við skiptum eignum okkar en ég reyndi að eyða öllu tali um það. Ég sagði henni að mér fyndist ekki liggja á því og það mætti alltaf gera í rólegheitum smátt og smátt. Ég játa að ég var mjög óá- nægður með að málum væri svona komið á milli okkar og taldi enn að auðveldlega mætti laga þá samskiptaörð- ugleika sem vart hafði orðið á milli okkar. Fjölskyldulífið í fyrirrúmi I raun höfðu erfiðleikarnir ekki staðið lengi. Við höfð- um verið gift í níu ár, áttum tvö börn, átta og fjögurra ára, og ágæta íbúð í gömlu húsi í Hlíðunum. Þegar við kynntumst fyrst urðum við hissa á því hversu margt við áttum sameiginlegt og hve lík lífsviðhorf okkar voru. Við vorum góðir vinir löngu áður en ástarsamband skap- aðist á milli okkar og ég hafði tröllatrú á þessari vin- áttu. Konan mín þráði rnjög að eignast börn og hún var mikil fjölskyldumanneskja. Við lögðum þess vegna alla áherslu á að byggja upp gott fjölskyldulíf og börnin okk- ar voru alltaf sett í fyrsta sæti. Það gefur augaleið að við fórum lítið út að skemmta okkur og stunduðum fá áhugamál önnur en þau sem við gátum notið með börn- unum. Um helgar fórum við í gönguferðir, útilegur, veiði eða annað sem börnin höfðu gaman af að gera. Ég var ánægður með þetta enda ró- legur að eðlisfari og þótt ég hefði stundum skemmt mér með vinum mínum áður en ég kynntist konunni var ég fullkomlega sáttur við að gefa það upp á bátinn þegar ég hóf sambúð með henni. Átta mánuðum áður en við skildum fór að bera á því að konan mín var uppstökk og örg í skapi. Hún kom heirn úr vinnu og hafði allt á hornum sér. Ég vann á þess- um tíma heldur styttri vinnudag en hún og fékk að heyra á hverjum degi hversu illa ég stæði mig í að sinna heimilinu. Hún kæmi heirn dauðþreytt og heimilistörfin biðu líkt og hún væri verk- stjóri sem yrði að segja til um hvernig og hvenær verk- in væru unnin. Úr þessu spunnust oft deilur á milli okkar því ég var ekki tilbúinn að samþykkja að ég stæði mig slaklega. Þvert á móti gerði ég eins og ég gat en oft gaf ég mér frekar tíma til að sinna börnunum í lok dagsins en að rjúka í að vaska upp og búa um rúmin. Mér þótti hún óréttlát og iðulega æsa sig yfir smámun- um. Ég var einnig undrandi á því hversu breytt hún var því áður hafði aldrei verið ósamkomulag um verka- skiptingu á heimilinu. Við gengum einfaldlega bæði í störfin eftir þörfum og vor- um ekki að gera okkur rellu yfir því þótt rykið þyrfti ein- staka sinnum að bíða í ein- hverja daga eftir tuskunni. Augljóst að sambandið var ekki nýhafið Ég hafði oft heyrt að erfið- leikar og jafnvel sambúðar- slit kæmu til vegna óánægju með vinnutilhögun inn á heimilinu en fannst alltaf að það hlyti að vera lítilvæg ástæða skilnaðar. Nú var hins vegar þannig komið fyrir mér að ég var, að því er virtist, skilinn af þessari ástæðu. Sjaldan er allt sem sýnist og það fékk ég sann- arlega að reyna. Ekki leið á löngu þar til konan mín fór að kvarta yfir að ég eyddi alltof miklum tíma inn á heimilinu hjá þeim. Hún benti mér á að ég ætti eigið heimili og öllum væri fyrir bestu að ég væri þar meira. Þetta særði mig djúpt en ég reyndi að gera henni til hæf- is. Mér gekk þó erfiðlega að halda mig fjarri því ég þráði ekkert heitar en að sættast og koma aftur til konunnar minnar og barnanna. Þremur mánuðum eftir að við skildum heyrði ég utan af mér slúður um að konan mín stæði í ástarsambandi við vinnufélaga sinn og að það hefði staðið lengi. Ég bar þetta upp á hana en hún þverneitaði. Hún sagði að þau væru góðir vinir og sér væri kunnugt um að hann vildi gjarnan að það sam- band þróaðist í eitthvað annað og meira. Slíkt kæmi 28 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.