Vikan


Vikan - 14.12.1999, Side 51

Vikan - 14.12.1999, Side 51
Gott starfsumhverfi: i>u finnur fyrir stolti í starfi þínu þegar þér er vel borgað og vinna þín virðist öðrum mikilvæg. Charles Pooling hafði unnið dag og nótt í ellefu mánuði eftir að samstarfs- maður hans hætti snögglega. Hann hafði verið skilinn eft- ir með sín verkefni auk þeirra verkefna sem félagi hans hafði ekki klárað. Eng- inn virtist taka eftir því og ekki hafði verið minnst á launahækkun eða einhvers konar bónus. Charles taldi í sig kjark og talaði við aðra verkstjóra og eiganda fyrirtækisins um málið. Saman sömdu þeir nýtt bónuskerfi og hvöttu einnig til þess að verkstjór- arnir létu vita af stöðu sinni annað slagið. Ástæða þess að engum var hrósað var sú að enginn vissi í raun hvað var að gerast í öðrum deild- um. Eigandinn komst að því að Charles og samstarfs- menn hans væru tilbúnir að leggja harðar að sér ef þeir fengju hrós og störf þeirra væru metin að verðleikum. (Kemur það á óvart?) 4. Samstarf OrSÖk kUlOUnar: Spenna milli þín og annarra starfs- manna í vinnunni skapar erfitt andrúmsloft. Þú finnur fyrir pirringi, reiði, ótta, kvíða og óvirðingu. Gott starfsumhverfi: þú deilir hugmyndum með öðrum, dreifir hrósi og húmor í kringum fólk sem þú virðir og treystir. Á slík- um vinnustað er víðtækari samstaða, liðsandinn er betri og þú færð meiri stuðning. Þegar tryggingafélagið Russel Assurance Group þurfti að skera niður hjá sér og sögur um samruna þess við önnur fyrirtæki gengu fjöllunum hærra tók Betsy Lobell eftir því að gagn- kvæmt traust milli fólks hafði minnkað og kom það fram í auknu slúðri og bak- tali meðal starfsmanna. „Það vantar allan liðsanda hérna," sagði hún. „Tjá- skipti um það sem er að ger- ast eru engin og fólk er látið draga sínar eigin ályktanir sem virðast upp til hópa ansi neikvæðar." Betsy gat ekki haft mikil áhrif á framtíð fyrirtækisins sem hún vann hjá en hún ákvað að gera allt sem hún gæti til þess að bæta liðsand- ann í sinni eigin deild. Á næsta fundi deildi Betsy upplýsingum, sem hún hafði fengið um eflingu liðsanda, með samstarfsmönnum sín- um. Tillaga hennar fékk misjafnar móttökur í fyrstu en að lokum var ákveðið að láta á það reyna - sem var skref í rétta átt. 5.Sanngirni Orsök kulnunar: Á vinnu- staðnum er hugsanlega troðið verkefnum á suma en öðrum hlíft.; mögulega stendur fyrirtækið sem þú vinnur hjá illa að launa- og stöðuhækkunum; eða staðan er þannig að sumum er veitt úrlausn þegar þeir koma með aðfinnslur en aðrir eru hunsaðir. Hvert sem ójafn- vægið er finnur þú fyrir van- trausti og vanvirðingu. Gott starfsumhverfi: virð- ing og sanngirni innan vinnustaðarins staðfestir að þú sért einhvers virði. Virð- ing milli samstarfsmanna er grunnurinn að öllum sam- skiptum. Stjórn St.Bartholomews spítala gerði könnun meðal starfsmanna sinna og skila- boðin sem út úr henni komu voru mjög skýr. Flestir voru reiðir og vonsviknir yfir þeim aðferðum sem yfir- menn spítalans notuðu til að ráða í lausar stöður og sömuleiðis með það hvernig fólki var umbunað. Við stjórninni blasti stórt vanda- mál: Starfsfólkið treysti ekki dómgreind yfirmannanna þegar valið var í stöður og treysti þess vegna ekki fólk- inu sem var ráðið. Til að bregðast við niður- stöðum könnunarinnar tóku nokkrir starfsmenn höndum saman um að koma á skýr- ara umbunarkerfi. Stjórn spítalans endurskoðaði líka ráðningaaðferðir sínar. Þeg- ar könnunin var endurtekin tveimur árum síðar kvartaði enginn. 6. Gildi Orsök kulnunar: Stundum getur starf leitt menn út í að gera eitthvað gegn eigin sið- ferðisvitund (t.d. að ljúga við sölumennsku). Þú gætir lent í togstreitu, t.d. ef þú vinnur hjá stofnun sem fer ekki eftir settum mark- miðum. í báðum tilvikum ert þú óánægður með sjálfan þig og það sem starfið krefst af þér. Gott starfsumhuerfi: Þegar starf þitt skiptir þig máli og samræmist pers- ónulegu gildismati þínu er líklegt að þú finnir fyrir stolti og ánægju þegar þú mætir til vinnu. Önnur atriði sem gott er að hafa í huga hegar koma á í veg fyrir kulnum Skoðaðu atriðin hér fyrir ofan og sjáðu hvar þarf að bæta og breyta hjá þér og þínu fyrirtæki. Þú getur ekki snúið vinnustaðnum þér í hag án aðstoðar. Komdu sjónarmiðum þín- um á framfæri við sam- starfsaðila. • Gerðu kannanir. • Taktu ákvörðun um að láta þér annt um vellíðan þína og annarra. Það er styrkur að fjölda. Því fleiri sem þú færð í lið með þér því betra. • Láttu stjórn fyrirtækisins vita af þeim samfélags- legu gildum sem breyt- ingatillögur þínar gætu leitt til. - Vertu með rann- sóknaniðurstöður þér til aðstoðar. • Taktu á einu vandamáli í einu. Ekki reyna að leggja heiminn að fótum þér. • Leggðu áherslu á að koma hlutunum í ákveðið ferli, ekki miða bara að farsælum endi. Hamingja og framleiðni starfs- manna helst alltaf í hend- ur - ferlið þarf sífellt að vera í vinnslu. • Byrjaðu núna! Vikan 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.