Vikan


Vikan - 14.12.1999, Qupperneq 59

Vikan - 14.12.1999, Qupperneq 59
Engin jól án tónlistar Jólalögin og sálmarnir eru yf- Irleítt svo ómissandi öáttur í jólahaldinu að mörgum finnst ekki komin jól fyrr en heir hafa heyrt uppáhaldsjólalagið sitt. Við vitum t.d. um konu nokkra sem ekki getur hellt sér heilshugar út í jólaundir- búning fyrr en hún hefur heyrt lagið hans Johns Lennons Merry Christmas War is Over spilað í útvarpinu. Margir nota jóladagana til að hlusta á og kynna sér ýmis konar klass- íska tónlist. Hér á eftir er bent á ýmsa góða geisladiska með jolatonlíst sem allir eru vel Uess virði að kynna sér Dekki fólk pá ekki fyrir. MÍSa ClíOlla eftir Ariel Ramirez er dásamlega falleg sálumessa. Á þessum ákveöna diski syngur José Carreras einsöng. Kreola- messan var fyrst gefin út á plötu árið 1964 í Buenos Aires. Starfs- menn upptökuversins heilluðust af verkinu en enginn gerði sér grein fyrir hvílíkum geysivinsældum það átti eftir að ná. Ríflega þrjár millj- ónir eintaka seldust í 40 löndum. Ariel Ramirez er argentískt tón- skáld og messan hans er snilldar- leg blanda klassískrar tónlistar og suðuramerískra hljóma og takta. Jólastiarnan hennar Diddúar var óskaplega vinsæl þegar hún kom út og náði metsölu. Á sum- um heimilum er þessi geisladisk- ur spilaður frá í byrjun desember og fram yfir áramót. White Chnstmas er safndisk ur með jólalögum sem hafa verið vinsæl í gegnum tíðina. Þar er að finna lagið White Christmas með Bing Crosby og 0 Little Town of Bethlehem með Mahaliu Jackson og mörg fleiri góð lög. A Litde Christmas Music meðThe King Singers er enn eitt dæmið um klassíska tónlist jól- anna og hversu ótrúlega marg- breytilega má útfæra hana. Sextettinn The King Singers hefur haldið saman síðan á háskólaár- unum í Cambridge. Þeir sungu saman í kór háskólans síns en stofnuðu seinna sextettinn sem notið hefur mikilla vinsælda í Bretlandi. Á þessum diski eru margir þekktir jólasálmar snilld- arlega fluttir með aðstoð kórs og annarra stórkostlegra listamanna eins og Kiri Te Kanawa. Boney M jólaplatan er sjálf- sagt ein alvinsælasta jólaplata sem gefin hefur verið út. Hún hefur verið margendurútgefin og tónlistin færð yfir á geisladisk. Lagið Mary's Boy Child er alþekkt og eitt fallegasta jólalag sem maður heyrir. Dolly Parton er vinsæl á ís- landi og diskurinn hennar Home for Christmas er einn af þeim sem kántrýaðdáendur spila lát- laust allan jólamánuðinn. Dolly syngur þar flest þekktustu jólalög síðari ára eins og Santa Claus is Coming toTown, Jingle Bells, Little Drummer Boy og Rudolph the Red-Nosed Reindeer. A Chnstmas Portrait með Zamfir er dæmi um sérstæða tón- list sem gaman er að kynna sér um jól. Zamfir spilar á panflautu en hljómur hennar er mjög falleg- ur og jólasálmar í flutningi hans eru einstaklega rómantískir. Einn af þeim diskum sem gott er að hlusta á við kertaljós eftir að ró hefur komist á í húsinu á jólanótt. A Very Special Chnstmas er safnplata þar sem frægir popptónlistarmenn koma saman og syngja uppáhaldsjólalögin sín. Eurythmics dúettinn syngur þarna Winter Wonderland, Whitn- ey Houston er með Do You Hear What I Hear? Bruce Springsteen and the E Street Band með Merry Christmas Baby, The Pretenders með Have Yourself a Merry Little Christmas, The Pointers Sisters með Santa Claus is Coming to Town, Stevie Nicks úr Fleetwood Mac syngur Silent Night og Alison Moyet syngur The Coventry Carol sem er óskaplega fallegur jóla- sálmur. Aðrir flytjendur eru svo Sting, U2, Madonna, Bryan Ad- ams og fleiri. Geisladiskurínn Hvít jól er frábær safndiskur með öllum klassísku jólalögunum á íslensku í flutningi nokkurra af okkar bestu dægurlagasöngvurum og kórum. Þetta er diskurinn sem fjölskyldan syngur hástöfum með og er ómissandi í jólaboðum. -\ Jólageisladiskurlnn hans Kenny G. er yndislega Ijúfur og hann bregst ekki aðdáendum sínum frekar en venjulega. Boney M diskurinn og þessi diskur hans Kenny G eru ógleymanlegir og einstakir. Vikan 59 Texti: Steingerdur Steinarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.