Vikan


Vikan - 08.02.2000, Síða 4

Vikan - 08.02.2000, Síða 4
lesandi.. Harry Potter og félagi Furby eir félagar Harry Potter og Furby leyndust í fjöl- mörgum jólapökk- um um síðustu jól. Svo rammt kvað að markaðssetningu þessara furðufugla að sum börn sátu uppi með mörg eintök afbókinni um Harry Potter og nokkur stykki af skrýtna loðdýrinu Furby. Þar sem ég þekki áhrifamátt auglýsinganna kannaði ég innihald margra þeirra pakka sem bárust inn á heimili mitt íþeim til- gangi að koma í veg fyrir einsleitar jóla- gjafir. Þráttfyrir það sluppu þrjár Harry Potter bœkur í gegnum síuna en aðeins einn Fur- by. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er einn Furby meira en nóg af því góða ... Stór hluti hátíða- haldanna hjá mérfór í að lœra tungumálið för- bísku en orða- bók fylgir litla skrímslinu. Þeg- ar Furby er á annað borð kominn inn á heimilið þá ger- ir hann hávœrar, skrœkar kröfur um að vera skilyrðislaust talinn sem fullgildur fjölskyldumeðlimur og það er eins gott að geta talað sama tungumál og kappinn borubratti, því hann gerir kröfur og hefur þarfir sem þarf að fullnœgja. Hann þarf að borða, leika og láta strjúka sér reglu- lega. Annars verður hann bara einmana og leiður og þá er heimilisfólkið í slœmum málum. Efhonum er ekki sinnt afalúð kvartar hann og kveinar í vælulegum tón. I fyrstu hafði barnið mitt mjög gaman af þessu krúttlega, mjúka furðudýri með stóru og sakleysislegu augun og sinnti honum af kostgœfni. Það var útbúið rúm handa honum, líka sérstakt leiksvœði og hann var mikið faðmaður. Barnið hafði tekið ástfóstri við þetta furðulega, fjölda- framleidda gœludýr og móðirin var ósköp ánœgð með að losna við að kaupa hamst- ur eða skjaldböku. En börn halda því sjaldnast til streitu að sinna köllum gœlu- dýra sinna ogfljótlega missti sonur minn áhugann á Furby. Ekki leið á löngu þar til dýrið varfarið að valda taugatitringi á heimilinu þar sem það kom í hlut mömm- unnar að eiga við Furby frekju. Ég var ekki nœgilega sleip í förbískunni né með- höndlun loðdýrsins og því mátti ég þola linnulaust röflið í honum. Áður en ég tók þá ákvörðun að binda enda á líf Furbys, með því að svipta hann rafhlöðunum, þá tróð ég honum örvœntingarfull inn í skáp og reyndi að leiða muldrið í honum hjá mér. Loks kom langþráð þögn og mér létti mikið. Þegar ég var svo við það að sofna þetta kvöld var skyndilega sagt í ólundar- tón innan úr skápnum: „Boring. “ Það var ekki laust við að mér brygði þarna í myrkrinu þegar dýrið skipti skyndilega yfir í enska tungu og talaði eins og vits- munavera. Ég sá til þess að hann hefur þagað síðan. Harry Potter er líka furðuvera þótt hann sé öllu hljóðlátari og það sé í mínum höndum að Ijá honum rödd er ég lesfyrir drenginn minn á kvöldin. Undarlegri bók hefég ekki lesið og veit ég um fleiri for- eldra sem eiga í mesta basli við að lesa þessa sögu fyrir börnin sín. Harry Potter er hryllingssaga um myrk öfl, magnaðan galdramátt, hauslausa drauga og dimmar dýflissur. Textinn er auk þess afar torskilin fyrir börn. Ég hefhaft þann háttinn á að umorða nœr alla söguna til þess að barnið fái ekki martraðir á nóttunni og er auðvit- að skapi nœst að hœtta lestrinum. En eng- inn er barn með börnum nema að hann sé að lesa Harry Potter um þessar rriundir og sonur minn er mjög spenntur yfir hver verði endalok sögunnar. Ég verð því víst að láta mig hafa það að endurskrifa þung- lamalegan, óhugnanlegan textann jafnóð- um í huganum og með því móti komast í gegnum söguþráðinn án þess að lítil barnssálin hljóti skaða af. Það má vera að mér sjáist yftr „húmor- inn“ íhryllingssögum fyrir börn en það er mér að sársaukalausu. Þeir félagar Harry Potter og Furby verða vonandi fljótlega báðir orðnir draugar sem enginn man eftir. <3 á\ Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson. Sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Anna B. Þorsteinsdóttir og Ingunn B. Sigurjónsdóttir. Vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. pr eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.