Vikan - 08.02.2000, Page 46
f r
m
h
s s
r)
I
ekki hertogi, sagði hann. En
þegar faðir minn deyr verð
ég auðugur maður. Ef þú ert
út úr myndinni er ég viss um
að Fernhurst fjölskyldan
tekur mér opnum örmum.
Hertoginn hló. Kæri Hugo,
hér með færð þú blessun
mína!
Meinar þú það? spurði
Hugo ákafur.
Þegar haft er í huga hversu
lengi við höfum þekkst hlýt-
ur þú að vita hvenær mér er
alvara, svaraði hertoginn.
Hann hafði aldrei séð vin
sinn svo glaðan. Eg veit að
þú trúir því ekki, Kenyon,
en í þetta sinn er ég raun-
verulega ástfanginn. Ég hélt
að það ætti ekki fyrir mér að
liggja!
Það gleður mig að heyra,
sagði hertoginn. Þú verður
að segja mér hvað þú vilt fá
í brúðargjöf.
Mér er alveg sama, svo
framarlega sem gjöfin er
dýr! sagði Hugo hlæjandi.
Hertoginn benti vini sínum
á að þeir væru að verða of
seinir til kvöldverðar og
slapp þannig við að svara
spurningunni um hvort hann
ætlaði sér að giftast Beryl.
Meðan hann skipti um föt
hugsaði hann brosandi með
sér að Beryl Wood myndi
létta mest af öllum þegar
trúlofun þeirra Yseultu yrði
gerð opinber. Hann hafði
heyrt móður sína segja að
hún væri yfir sig ástfangin af
öðrum manni. Hann vissi að
örlögin, eða einhver góð álf-
kona, höfðu bjargað honum
frá því að giftast konu sem
aðeins sóttist eftir titli hans.
Þess í stað hafði hann fund-
ið konu sem elskaði hann
jafnmikið og hann elskað
hana.
Yseultu fannst hún ganga á
bleiku skýi. Ég elska hann!
Ég elska hann, sagði hún við
sjálfa sig meðan hún lá í
baðinu fyrir kvöldverðinn.
Ég elska hann! sagði hún
meðan herbergisþernan
hjálpaði henni í fallega
kvöldkjólinn sem sauma-
konurnar höfðu breytt
handa henni.
Ég elska hann! sögðu fætur
hennar þegar hún hljóp eftir
ganginum því hún hlakkaði
svo til þess að sjá hann aftur.
Hann beið hennar í salnum;
glæsilegur í kvöldklæðnaði
sínum. Augu þeirra mættust
og hjörtu þeirra sögðu í
hljóði: Ég elska þig! Ég
elska þig!
Kvöldverðurinn var ljúf-
fengari og íburðarmeiri en
nokkru sinni fyrr. Sekkjar-
pípuleikararnir iéku og
Yseultu fannst hver tónn
vera sem lofsöngur til ham-
ingjunnar í hjarta hennar.
Þetta var hennar land, ekki
síður en hertogans, og hún
var hluti af því. Hér eftir
myndi hún búa þar, eins og
hún hafði alltaf óskað sér.
Eftir kvöldverðinn stóð her-
togaynjan á fætur og sagði:
Nú mælist ég til þess að allir
46 Vikan