Vikan - 18.04.2000, Side 4
Kæri lesandi
Kærar bakkir!
Lesendur Vikunnar
brugðust svo sannar-
lega vel við skoðana-
könnuninni okkar í
12. tbl. 2000 og enn eru okkur
að berast svör.
Við viljum nota tækifærið og
senda lesendum okkar innileg-
ar þakkir fyrir góð viðbrögð og
margar góðar tillögur og
kveðjur. Pað er enn ekki of
seint að senda inn svarblöðin í
pósti eða að taka þátt á netinu,
en þeir sem vilja gera það geta
farið inn á heimasíðu Fróða:
www.frodi.is.
Allir þeir sem senda okkur
svör við spurningunum fá bók
að gjöf frá Fróða. Við biðjum
lesendur einnig að hafa bið-
lund eftir gjöfunum, en það
tekur langan tíma að fara í
gegnum svo stóran bunka og
að koma bókasendingunum af
stað en nú þegar er byrjað að
senda út gjafirnar. Flér fyrir
neðan fylgir listi yfir þá
heppnu sem fá naglasett eða
íþróttatösku frá Vikunni.
En mesti ávinningurinn er þó
betra blað.
Könnunin mun koma okkur
öllum til góða, því niðurstöð-
urnar verða notaðar til að fella
blaðið enn betur að smekk les-
enda. Pað hefur alltaf verið
okkur einstök ánægja að skrifa
og setja saman blað þar sem
stór hópur þjóðarinnar getur
fundið skemmtilegt, fróðlegt
og fjölbreytt lesefni við sitt
hæfi og nú verður þetta verk
okkur auðveldara.
Við fengum margar góðar vís-
bendingar úr skoðanakönnun-
inni, en aðeins ein þeirra kom
okkur á óvart.
Hún var sú, að nokkur brögð
voru að því að konur (einkum
36 ára og eldri) bentu á að of
mikið væri um kynlífsumfjöll-
un í Vikunni og að offramboð
væri á þannig efni.
Þetta kom okkur á óvart þar
sem við höfum einmitt fengið
þakkir frá öðrum konum fyrir
að vera með uppbyggilega og
jákvæða umfjöllun um kynlíf,
lausa við klúryrði og grófar
myndir og mjög fræðandi fyrir
ungar konur. Prátt fyrir þessa
umsögn fengu greinar um kyn-
líf góða einkunn hjá þeim sem
lesa þær alltaf.
En það er auðvelt að skilja til-
finningar þessara lesenda okk-
ar. Það ER offramboð á um-
fjöllun um kynlíf í fjölmiðlum á
Islandi. Og því miður er sú um-
fjöllun ekki öll á þeim nótum
sem Vikan hefur nálgast hana.
Við Vikukonur höfum því
ákveðið að draga okkur nokk-
uð í hlé og minnka kynlífsum-
fjöllun á meðan konur eru að
jafna sig á klámbylgjunni sem
nú gengur yfir. Við munum
mæta aftur til leiks með
fræðslu og uppbyggilega um-
ræðu þegar æðið er yfirstaðið,
því það er svo sannarlega þörf
á umræðu sem leggur grunn að
kynlífi sem byggist á ást og
gagnkvæmri virðingu.
Nú líður að páskum og blaðið
okkar mótast af því. Við heim-
sækjum páskaskreytt heimili
og lítum á páskaskraut og
eggjarétti. í blaðinu eru
skemmtileg viðtöl við ólíka
einstaklinga; Hauk Halldórs-
son , listamann og Maríu
Marteinsdóttur, snyrtifræðing
og við gægjumst á gluggann hjá
Betu bretadrottningu og fleir-
um. Lífsreynslusögurnar eru
mjög ólíkar að þessu sinni og
við fræðumst um heilsu okkar
og persónuleika þeirra sem eru
í nautsmerkinu. Auk þessa er
mikið af alls kyns stuttum
greinum um allt milli himins og
jarðar. Punkturinn yfir iið er
svo glæsilegt víkingakort sem
við byrjum nú að birta, alís-
lensk listaverk, sem öðlast hafa
frægð úti í hinum stóra heimi
þar sem fólk hefur mikinn
áhuga á sögu forfeðra okkar.
Kæri lesandi, gleðilega páska
og njóttu Vikunnar!
Jóhanna Haröardóttir, ritstjóri
Þessi lesendur Vikunnar hafa verið dregnir út sem verð-
launahafar vegna skoðanakönnunnar í 12. tbl. 2000
NagiaseU:
Berglind Björgúlfsdóttir,
Sigurbjörg Hjaltested,
Ásgeröur Jónasdóttir,
Brynja Björnsdóttir,
Dagný Ósk Ingólfsdóttir,
Inga Lára Braga,
Áslaug Magnúsdóttir,
Helga Þuríöur Árnadóttir,
Helga Ólafsdóttir,
Sólborg Þorláksdóttir,
Esther Guöjónsdóttir,
Sigurrós Stefánsdóttir,
Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Sonja Jónsdóttir,
Helga Steinarsdóttir,
Ólöf Þóra Ólafsdóttir,
Ása Björk Þorsteinsdóttir,
Áslaug Bæringsdóttir,
Sigríður Kjerúlf,
Emilía Guðrún Svavarsdóttir,
Hafdís H. Steinarsdóttir,
Halldóra Guömundsdóttir,
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Guðrún Gísladóttir,
Hafdís Hafsteinsdóttir,
ibrónataska:
Valborg Guðmundsdóttir,
Karl Ottesen,
Svava Bjarnadóttir,
S. Bára Guðmundsd.,
Sólveig Sigurðardóttir,
Helgi Gunnarsson,
Kristjana Jóhannesdóttir,
Ásta Hjálmarsdóttir,
Rósa S. Gunnarsdóttir,
Svanfríður Eyvindsdóttir,
Valgerður Þórdís Snæbjarnardóttir
Björk Svavarsdóttir,
Kolbrún Ólafsdóttir,
Rósa Sveinbjörnsdóttir,
Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Þórhildur Sigurðardóttir,
Guðrún María Ingvarsdóttir,
Björk Brjánsdóttir,
Margrét Hafliðadóttir,
Laufey Jónsdóttir,
Magnús Bragason,
Ástbjörg Kornelíusdóttir,
Guðrún M Harðardóttir,
Erna Þórarinsdóttir,
Anna Þorsteinsdóttir,
£
r
W i
4 Vikan
Ritstjórar: Jóhanna G. Haröardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikané'frodi.is.
Útgefandi: Fróöi hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviðsson.
Aöalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, sími: 515 5515.
Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, simi: 515 5512.
Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir,
Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir.
Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir
vikanaugl@frodi.is.
Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson.
Verð í lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak.
Ef greitt er með giróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf.
Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
Áskriftarsími: 515 5555