Vikan


Vikan - 18.04.2000, Page 19

Vikan - 18.04.2000, Page 19
Fríða er komin í kvartbuxur og einfalda, páskagula peysu en sá litur klæðir hana ein- staklega vel þegar skærliti klúturinn er kom- inn um hálsinn. Hér er Fríða komin með linsur svo fallegu augun hennar njóta sín betur. Búið að setja skol í hár hennar til að fá fram gljáa og líf og klippa það stutt. Hún er öll miklu líflegri og snaggaralegri þegar hún er komin í náttúrulitina sem eru hennar litir. Guðrún Pétursdóttir farðaði Fríðu með mildum haust- litum, grænu, brúnu og gylltu, sem klæða andlitið vel. Varaliturinn er rauðbrúnn með gylltan tón. Það er alveg nauðsynlegt fyrir all- ar konur að eiga einn einfaldan, svartan kjól í fataskápnum. Hann er hægt að nota við svo margt. Utan yfir kjólinn er léttur og laus jakki til að fela mjaðmirnar og Fríða er tilbúin í veislu eða í leik- húsið. Bandaskór gera konur alltaf fínar og glæsilegar. Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.