Vikan


Vikan - 18.04.2000, Qupperneq 23

Vikan - 18.04.2000, Qupperneq 23
ljósmyndara til að fá sem bestar myndir af dóttur sinni. Ljós- myndir af börnunum eru lagðar fyrir dómnefnd fyrir hverja keppni sem síðan velur hverjir fá að taka þátt. Þær mæðgur þurftu oft að ferðast milli staða til að taka þátt í keppnunum og búningar barnanna voru dýrir og vandaðir. Augljóslega kosta skrautsýningar sem þessar drjúg- an skilding en Patsy Ramsey þurfti ekki að horfa í aurinn. Eig- inmaður hennar var eigandi fyr- irtækis sem sá um að tölvuvæða stórfyrirtæki hingað og þangað um Bandaríkin. Meðal viðskipta- vina hans var flugvélafyrirtækið Lockheed-Martin. Hann byrjaði smátt en byggði á örfáum árum stórveldi. Tengdaforeldrar hans unnu hjá honum og sömuleiðis hafði Patsy unnið með honum áður en börnin þeirra fæddust. Þrátt fyrir peningalega vel- gengni hafði sorgin svo sem ekki látið fjölskylduna í friði. John Ramsey var giftur áður og átti þrjú börn af fyrra hjónabandi, son og tvær dætur. Elsta dóttir hans, Beth, dó í bílslysi nokkrum árum áður en JonBenét var myrt og tveimur árum áður var Patsy greind með legkrabbamein. Móðurlíf hennar var numið burtu og við tók löng og ströng lyfja- og geislameðferð. Jon- Benét tók veikindi móður sinn- ar svo nærri sér að hún fór að væta rúmið á næturnar. Á hverj- um morgni var því skipt á rúminu hennar og óhreina tauið þvegið í þvottavél á baðherbergi á annarri hæð hússins þar sem börnin sváfu. Ábreiðan sem lík hennar var vafið í var hluti af óhreina tauinu sem tekið var af rúminu daginn áður. Patsy og John Ramsey voru miður sín af sorg eftir morðið og var það gefið upp sem ástæða fyr- ir því að ekki væri hægt að yfir- heyraþau. Hjóninkomuþófram í sjónvarpi skömmu eftir morð- ið og buðu há peningaverðlaun ef einhver gæti gefið upplýsingar sem leiddu til þess að morðingi dóttur þeirra fyndist. Líkt og ávallt verður þegar um óupplýst sakamál er að ræða sýnist sitt hverjum og margir eru þess full- vissir að hjónin séu sek um morð. Einn lögregluþjónanna sem starfaði við rannsóknina frá upp- hafi trúir að svo sé og sagði það í vitnisburði sínum fyrir yfirkvið- dóminum. Annar er jafnsann- færður um að svo sé ekki og hans vitnisburður snerist um það. JonBenét fékk þungt högg á höfuðið sem nægði til þess að hún missti meðvitund, síðan var hún kyrkt með flókinni snöru (garote). Það er band sem bund- ið er á sérstakan hátt um trékubb eða járnbút sem sfðan er snúið upp á þar til fórnarlambið lætur lífið. Fáir hafa þekkingu til að búa slíkar snörur til og þeir sem nota slíkt eru yfirleitt sjúkir á geði og hafa einhverja ástæðu til að beita þessari aðferð. Þótt John Ramsey hafi gegnt herskyldu er engin ástæða til að ætla að hann kunni að búa til þetta flókna tæki. Á heimili Ramseyhjónanna fannst ekkert samsvarandi því sem notað var í snöruna. Menn spyrja sig einnig hvaða ástæða hafi verið til að beita þessari að- ferð þegar aðrar væru mun hand- hægari. Margir hafa því verið með getgátur um að einhver hat- ursmaður Ramseyhjónanna hafi verið að leita hefnda á þennan grimmilega hátt. En sennilega verður aldrei svarað öllum spurningum tengdum morðinu á JonBenét og alls óvíst að nokkru sinni upplýsist hver var valdur að dauða hennar. Ein af myndunum sem teknar voru af JonBenét Ramsey til að leggja fyrir dómara barnafegurðar- samkeppna. Landslagshönnuðurinn Brian Scott, sem uann að huí að endurskípuleggja loðina uið hús Ramseyhjónanna, sagði í uiðtali uið Lawrence Schiller að JonBenét hefðí ueríð bráðgreínt barn. Hann sagði hana hafa uelt mikið fyrír sér ýmsum fyrírbærum náttúrunnar og eitt sinn hafi hún spurt sig huort rúsir uíssu að pyrnar beirra gætu meitt. Hún spurði hann einnig huað eitt ár uæri og begar hann hafði sagt henní að bað uæri sá tími sem bað tæki jörðina að ferðast í kring um sólina hafðí hún glaðst uíð bau tíðindi og bent á að hún hefði faríð bá ferð fímm sinnum og bráðum sex. Brían benti bá á að hann hefði 27 sinnum farið í bað ferðalag og fannst henní ákaf- lega mikið til um bessa háu tölu. Þetta uar i síðasta sinn sem bau töluðu saman buí nokkrum dögum seinna uar JonBenét dáin. Vikan 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.