Vikan - 18.04.2000, Síða 25
Nokkrar af þeim brúðargjöfum sem Elísabet og Filíppus fengu:
100 pör af nylonsokkabuxum, 500 öskjur af niðursoðnum ananas, kettlingur
frá hjúkrunarkonum (Wilts, 12 brúðkaupstertur frá ýmsum bakaríum, kassi af
tei frá yfirmanni í sjóhernum, tveir nálapúðar og fjórar tehettur, strútsegg og
inniskór, ryksuga og saumavél, peysa, golfjakki og sokkar, hitaplatti fyrir
morgunverð, afrísk töfradúkka sem á að heilla brúðir, hitateppi og ísskápur,
46 kíló af flórsykri, plastpúði og fótahitatæki, handunnið plastbelti, öngull og
þúsund teppi og samúræahjálmur úr silfri.
ir stólar færu vel við borðstofu-
borð eitt í höllinni. Hún endur-
tók þetta en húsmóðirin
þverskallaðist við að skilja
ábendinguna. María drottning
sat og beið þolinmóð. Hún kunni
sitt fag. Á endanum gafst hús-
móðirin upp og spurði Maríu
hvort hún vildi ekki þiggja stól-
ana að gjöf. Þá stóð drottning
upp og þakkaði fyrir sig, lét bera
stólana út í bíl og fór með þá
heim í höllina. Klukkan var þá
orðin níu um kvöld og umsátrið
um stólana hafði staðið í sex
klukkutíma.
Morðóður bifvélauirkiP
Elísabet var vernduð og þekkti
ekkert annað en kastala, sveita-
setur og hallir. Hún kom ekki inn
í blokkaríbúð fyrr en á þrítugs-
aldri og fannst það afar spenn-
andi.
Á unglingsárunum, þegar
seinni heimstyrjöldin stóð sem
hæst, fékk hún þó að vinna sem
sjálfboðaliði hjá breska hernum
við að aka bflum og gera við þá.
Ein fjarstæðukenndasta samsær-
iskenning um dauða Díönu
prinsessu á rætur sínar þarna.
„Bifvélavirkinn“ Elísabet II á að
hafa verið í París þennan örlaga-
ríka ágústdag 1997 og fiktað við
Bensinn sem Díana og Dodi fóru
með í sína hinstu ferð. Þótt
drottning ferðist allra þjóðhöfð-
ingja mest um heiminn var hún
ekki í París þennan dag heldur
með fjölskyldu sinni í Balmoral
kastala.
Breska þjóðin gerir engar at-
hugasemdir við veru fjölskyld-
unnar í rigningunni þar eða kuld-
anum í Sandringham. Það er ekki
fyrr en þau fara á skíði í Ölpun-
um eða á snekkjur í Karíbahaf-
inu sem þau fá á sig gagnrýni.
Drottning hefur ekki látið eftir
sér að fara á síðastnefndu stað-
ina. Til þess er hún of skylduræk-
in eða hefur ekki áhuga.
Deyr drottningarmóðir í
maíP
Játvarður VII, sonur Viktoríu
drottningar og langafi Elísabet-
ar, á heiðurinn af því hve kon-
ungsfjölskyldan er rík í dag.
Hann var góður fjármálamaður
en þótti slæmur faðir. Hann var
afar vondur og kröfuharður við
börn sín. Sonur hans, Georg V,
fylgdi fordæmi hans og var eins
við börn sín, sérstaklega elstu
synina, Játvarð VIII (sem kvænt-
ist Wallis Simpson) og Georg VI
föður Elísabetar. Sá gamli blíðk-
aðist með árunum og varð góð-
ur afi. Georg VI var örvhentur en
faðir hans hafði neytt hann með
ofbeldi til að nota hægri hönd-
ina þegar Georg var barn að
aldri. Hann stamaði og var frem-
ur taugaveiklaður. Veðjað var
um hvort hann kæmist í gegnum
ræðuna sem hann þurfti að flytja
þegar hann var krýndur konung-
ur þann 12. maí 1937. Gæfa hans
„Annus Horribilis" eins og drottn-
ingin kallaði árið 1992 hófst með
skilnaði Karls ríkisarfa og Díönu
Spencer og lauk með bruna í
Windsorkastala. Kastalinn hafði
verið aðsetur bresku konungsfjöl-
skyldunnar í um 900 ár en einnig
var hann tákn fjölskyldunnar sem
tók nafn sitt eftir honum. Kastal-
inn þykir ægifagur eftir viðgerð-
irnar sem drottning varð sjálf að
borgafyrir. Ríkisstjórnin hafði boð-
ist til að fjármagna þær en eftir úr-
slit skoðanakönnunar meðal al-
mennings þar sem kom í Ijós að
90% þegna hennarvoru á móti því,
afþakkaði hún gott boð.
var að hann var kvæntur góðri og
viljasterkri konu, Elísabetu. Hún
verður 100 ára á þessu ári nema
völva Vikunnar hafi rétt fyrir sér
og sú gamla deyi núna í maí.
Hneykslí á
krýningardaginn
Elísabet þótti framsýn þegar
hún leyfði sjónvarpsupptöku frá
krýningu sinni árið 1952.
Churchill forsætisráðherra hafði
áhyggjur af því að upptakan gæti
truflað virðuleika athafnarinnar
en kom engu tauti við verðandi
drottningu.
Það rigndi eins og hellt væri úr
fötu á krýningardaginn. Um
morguninn stytti upp en Margrét
systir drottningar sá til þess að
það dimmdi yfir aftur. Upp
komst um ástarsamband hennar
við Peter Townsend starfsmann
hirðarinnar þennan sama dag.
Hann var kvæntur maður og 16
árum eldri en Margrét. Hann
skildi við konu sína meðan á lát-
unum stóð og Margréti var gert
ljóst að ef hún giftist honum
myndi hún missa öll þau
prinsessuforréttindi og lífeyri
sem hún átti annars rétt á. Hún
hugsaði sig lengi um og ákvað að
fórna ástinni fyrir skyldurnar
eins og hún orðaði það.
Barnfóstran brotin
uppi á lofti
Elísabet hélt mikið upp á barn-
fóstru sína, Margréti McDonald.
Margrét var þó sú eina af starfs-
fólkinu sem lét hana alltaf heyra
það óþvegið. Margrét fóstra bjó
til dánardags í Buckingham höll
og voru herbergi hennar staðsett
beint fyrir ofan íbúð Elísabetar
drottningar. Hún datt illa eitt
kvöldið og mjaðmarbraut sig.
Hún lá hreyfingarlaus í marga
klukkutíma og vildi ekki gera
vart við sig. Henni fannst ómögu-
legt að vekja eða ónáða sjálfa
drottninguna vegna svona smá-
muna. Hún var orðin nokkuð
gömul og hrum þegar þetta gerð-
ist. Margrét gekk undir nafninu
Bóbó hjá þeim systrum Elísabetu
og Margréti. Bóbó kom frá fá-
tækri verkamannafjölskyldu og
frá henni á Elísabet að hafa nýtni
sína. „Ljósin eru dýrmæt og það
má nota peningana í annað,“ á
Bóbó að hafa sagt þegar hún bað
systurnar að spara Ijósin. Bóbó
lést í svefni í Buckingham höll
árið 1993, 89 ára að aldri, eftir
60 ára trygga þjónustu við kon-
ungsfjölskylduna.
Hundar og handtöskur
Elísabet hefur tekið ástfóstri
Ríkiserfðaröðin
1. Karl prins (elsti sonur drottningar og Filippusar, f. 1948)
2. Vilhjálmur prins (eldri sonur Karls og Díönu, f. 1982)
3. Hinrik prins (yngri sonur Karls og Díönu, f. 1984)
4. Andrés (næstelsti sonur drottningar og Filippusar, f. 1960, eftirlæti móður sinnar)
5. Beatrice af York (dóttir Andrésar og Söru Ferguson, f. 1988)
6. Eugenie af York (yngri dóttir Andrésar og Söru Ferguson, f. 1990)
7. Játvarður, jarlinn af Wessex (yngsti sonur drottningar og Filippusar, f. 1964)
8. Anna (dóttir drottningar og Filippusar, f. 1950, eftirlæti föður síns)
9. Peter (sonur Önnu og Marks Phillips, f. 1977)
10. Zara (dóttir Önnu og Marks Phillips, f. 1981)
Elísahcl liefur íekið miklii ástfóstri
við hestu og huiida. Illar tungiir
segja hana elska þessi dýr meira en
biirn sín. Sugt er að handtöskur
liennar innihaldi aðeins hundakex,
vasakhit og lesgleraugn.
Drottningin á tvo afmælisdaga. Al-
vöru afnuelið er 21. apríl en hið
opinhcra í júní. Stunduni liefur
daginn borið npp á 17. júní, þjóð-
hátíðardag okkar.
við hesta og hunda. Illar tungur
segja hana elska þessi dýr meira
en börn sín. Sagt er að handtösk-
ur hennar innihaldi aðeins
hundakex, vasaklút og lesgler-
augu.
Islensk sendiherrahjón voru
eitt sinn stödd í veislu hjá drottn-
ingu í Windsorkastala. Sendi-
herrafrúin var vöruð sterklega
við, af öðrum gesti, að reyna að
vingast við hundana, sem eru af
corgi kyni, því þeir væru grimm-
ir og bíti víst alla nema drottning-
una sjálfa.
Einu sinni ætlaði drottning að
fara að halda ræðu og teygði sig
eftir gleraugum sínum sem áttu
að vera í handtöskunni. Einhver
þernan hafði gleymt að setja þau
á sinn stað svo drottning þurfti að
fá lánuð gleraugu eiginmannsins.
Hún gat lesið ræðuna áfallalaust
en Filippus varð öskureiður og
skammaði starfsfólkið ærlega.
Skyldur starfsmanna í höllinni
eru margvíslegar. Þeir æðstu
þurfa ævinlega að taka spariföt-
in sín með í vinnuna og fylla
skörð í matarboðum ef einhver
forföll verða á síðustu stundu.
Svo fínt þykir að vinna
þar, þótt launin séu lág,
að eldabuskur Bucking-
ham hallar tala ekki við
hvern sem er og eru víst
hinar mestu snobbhæn-
ur. Lái þeim hver sem
vill.
Vikan 25