Vikan - 18.04.2000, Page 26
Texti: Margrét V. Helgadóttir
Myndir: Sigurjón Ragnar
Flottusty fæiur laudsins í
Keppnin Ungfrú fsland.is, sem haldin
var á dögunum, fór ekki fram hjá
neinum. Sjálft vinningssætið pótti að
vonum eftirsóknarverðast og sigur-
vegarinn vakti mikla athygli. En í ár
var einnig annar titill í boði, Ungfrú
Filodoro, sem kom í hlut heirrar
stúlku sem hótti hafa
fegurstu fæturna.
„Rosalega eru þetta
þægilegar sokkabuxur,“ gætu
stúlkurnar verið að segja á þessari
mynd. Við vitum ekki hvað þeim fór á
milii en þær voru greinilega mjög upp-
teknar af þessum ítölsku gæðasokkabuxum.
"W,“““^ilodoro stúlkan árið 2000 heitir Elva
Hrönn en hún lenti jafnframt í öðru
sæti íkeppninni. Við slógum á þráð-
inn til Elvu Hrannar og fengum
nánari upplýsingar um konuna sem þykir
hafa fegurstu fótleggi landsins.
Elva Hrönn er 22 ára námsmær við Fjöl-
brautarskólann í Ármúla. Hún er að safna sér
einingum upp í stúdentspróf en hún vann er-
lendis um tíma og sló náminu á frest. Elva
Hrönn þekkir til í fyrirsætuheiminum því hún
starfaði sem módel í nokkur ár. Af hverju
ákvað hún að taka þátt í keppninni?
„Mér fannst hún spennandi af því að ég
sá að þarna voru breyttar áherslur. Ég
hef nokkrum sinnum verið beðin að
taka þátt í hinni keppninni um
Ungfrú Island en ég neit-
aði því alltaf.“
Nú þarftu sjálfsagt að
klæðast
Filodorosokkabuxum
við öll tækifæri,
eða hvað?
geng
nú yfirleitt
sokkabuxum á hverjum
degi, þannig að ég er í
ágætri þjálfun. Reyndar
fylgdi titlinum engin kvöð
um að vera alltaf í sokkabux-
um. Ég er ekki ennþá búin að
sækja vinninginn en ég fékk mikið af
sokkabuxum í verðlaun."
Hvað gerir þú til að halda þér í
formi?
„Ég hef stundað líkamsrækt í Baðhúsinu
styrkti
mig svo auka-
lega fyrir keppnina.“
Hefur þú æft einhverja sérstaka íþrótta-
grein?
„Ég æfði fótbolta með Þór á Akureyri þeg-
ar ég var yngri. Það er mitt helsta íþrótta-
afrek."
Hver vogar sér svo að halda því fram að
stelpur fái ekki fallega fætur af því að spila
fótbolta? Þeir sem eru í vafa ættu að líta á
fagra fætur Elvu Hrannar og hvetja stúlkur
landsins til að halda áfram í boltanum.
N