Vikan


Vikan - 18.04.2000, Side 29

Vikan - 18.04.2000, Side 29
Lesandi segir Jóhönnu Harðardóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. ar koma þau hjónin til ís- lands. Auðvitað eru þau ekki bara að koma til að heim- sækja okkur, en í þetta skipti munu jtau gista á heimili mínu. Eg hlakka mikið til að fá þau hingað og bróður mín- um, sem nú er giftur og tveggja barna faðir, finnst þetta líka skemmtilegt. lensku. Þetta var vægast sagt sérkennilegt borðhald. Frú Jenkins varð auðvitað vör við að eitthvað merkilegt var á seyði og þegar hún fékk alla sólarsöguna varð hún svo kát að hún krafðist þess að við yrðum einn dag í viðbót í hennar boði (Sigrún og henn- ar maður höfðu átt pantað fram á næsta dag). Við þáðum boðið og þennan dag notuð- um við til að fara í lautarferð út fyrir bæinn með nesti sem frú Jenkins útbjó handa okk- ur. Þetta er einhver eftir minnilegasti dagur sem ég hef lifað. Við töluðum ensku þennan dag og svo skemmti- lega vildi til að mennirnir okkar höfðu mjög gaman af þessu líka og við vorum öll mjög hamingjusöm og glöð eftir þessa ferð. Við Sigrún ákváðum að nú skyldum við ekki missa af hvor annarri aft- ur. Við fundum strax að vin- átta okkar var enn til staðar, það var rétt eins og við hefð- um hist síðast í gær. Við vor- um báðar enn að syngja í kór - hún á dönsku! - og við vorum báðar enn með bíó- og ferða- dellu. Við gátum strax talað saman og við höfðum svo margt að segja hvor annarri að einn dagur nægði engan veginn. Við skiptumst á heim- ilisföngum og Sigrún gaf mér tölvunetfang- ið sitt ef ég gæti hugs- anlega notað það seinna. Við hjónin átt- um að vísu heimilis- tölvu þegar þetta var, en við höfðum ekki haft aðgang að tölvupósti fram að þessu. Eitt af því fyrsta sem við komum í framkvæmd eftir að við komum heim úr þessari ferð var að fá okkur netfang. Þessi ágæti dagur leið alltof hratt og við Sigrún hétum því að hittast oft eftir þetta. Við gáfum hvor annarri loforð um að heimsækja hvor aðra sem fyrst og skrifast á. Við höfum staðið við þetta því við Sigrún erum mikið í sambandi á tölvunni og í sum- I lc imilisliin-jiö cr: Vikiin - „LiTsreynslnsaj»a“, Scljavcgur 2, 101 Kcykjavík, Ncflang: vikan@lrocli.is

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.