Vikan - 18.04.2000, Síða 45
Miranda Lee
ana fyrir söngleikinn og hún
hafði meira að gera.
Laura andvarpaði þegar
hún stakk hendinni ofan í
baðvatnið til þess að aðgæta
hitastigið. Hún áttaði sig á því
að allar þessar venjur henn-
ar voru nú hálf hallærislegar.
Hún var bara svo einmana og
tóm innra með sér...
Hún leit ákveðið í spegilinn
og sagði við sjálfa sig:„Þú
verður bara að gera eitthvað
í þessu. Þú verður að eignast
fleiri vini og finna þér ein-
hvern annan til að deila líf-
inu með.“
Hún klæddi sig úr, stakk
fötunum í þvottakörfuna,
setti hárið í hnút og lagðist
ofan í baðkerið.
„Ah, þetta er þægilegt,“
hugsaði hún með sér og flaut
í baðkerinu. Hún reyndi að
láta huga sinn fljóta líka en
það gekk illa. Hann leitaði
aftur til Dirks.
Hún reyndi að vera bjart-
sýn en þegar hún steig aftur
upp úr baðkerinu hafði hún
komist að þeirri niðurstöðu
að lífið hefði litla merkingu
án Dirks og að hún væri alls
ekki tilbúin að fara að leita
sér að einhverjum öðrum til
að deila lífinu með.
Laura þurrkaði sér og bar
á sig ilmandi baðpúður. Hún
tók hnútinn úr hárinu og
reyndi að renna fingrunum í
gegnum hárið sem var flók-
ið. Hún náði sér því í hár-
bursta og byrjaði að greiða
niður úr hárinu fast og ákveð-
ið. Hún varð að komast í
gegnum flókann því nú ann-
ars yrði hárið allt í bendu í
fyrramálið. Hún leit annars
hugar í spegilinn og sá að hún
hafði tekið lit og hafði fengið
freknur á nefið og kinnarnar.
Allt í einu sá hún móta fyrir
Dirk í speglinum. Henni brá
ofboðslega og hélt að sér
hefði missýnst. En henni
hafði ekki missýnst. Hann
stóð fyrir aftan hana inni á
baðherberginu og horfði
hungruðum augum á nakinn
líkama hennar.
„Hvernig komstu eiginlega
hingað inn?“ spurði Laura
reið og vafði handklæði utan
um sig. Hann stakk hendinni
í buxnavasann og veiddi hús-
lykla upp úr þeim.
Laura stundi. Hvernig gat
hún hafa gleymt því að hann
var ennþá með lykla að íbúð-
inni.
„Ég kom um níuleytið,"
sagði hann rólega og hallaði
sér upp að dyrakarminum.
„Þú varst ekki heima,“
bætti hann við.
„Ertu að segja mér það að
þú sért búinn að vera hérna
allan tímann sem ég var í
baði?“ spurði Laura hneyksl-
uð.
„Ég sat frammi í stofu í
myrkrinu og beið eftir að þú
værir búin í baði, að þú værir
tilbúin..
Laura leit snöggt á hann.
Hún fann hvernig hann mældi
hana út.
„Væri þér sama?“ sagði
hún og vafði handklæðinu
þéttar að sér.
Honum var greinilega
skemmt. „Svona uppgerð-
arsiðsemi á ekki við þig. Ertu
búin að gleyma því að ég hef
séð þig alla áður?“ sagði hann
kaldhæðnislega.
„Nei ég hef ekki gleymt því
en þá var ástandið öðruvísi
því þá bjuggum við saman og
ég hélt að þú elskaðir mig. Ef
þú hefur einhverjar óeðlilega
þörf til þess að leika glugga-
gægi skaltu nota hana á Virg-
iniu en ekki mig!“ sagði hún
reiðilega.
Hann brosti seiðandi og
Laura fann hvernig henni
hitnaði að innan.
„Veistu hvað þú ert kyn-
þokkafull þegar þú reiðist?
Húðin verður rauð, augun
skjóta gneistum og þessi fal-
legu brjóst þín þrýstast fram.“
Laura reyndi ákaft að ná
stjórn á hugsunum sínum.
Enn einu sinni vissi hún alls
ekki í hvorn fótinn hún átti að
stíga.
Hún þráði Dirk en var enn
reið við hann.
í aðra röndina vildi hún
geta þurrkað Dirk gjörsam-
Vikan
45