Vikan


Vikan - 18.04.2000, Qupperneq 51

Vikan - 18.04.2000, Qupperneq 51
 Nær allir þjast af bakverkjum, ein- hvern tímann á ævinni. Yfirleitt eru þetta þreytuverkir vegna rangrar vinnustöðu. Bakið heldur okkur uppi í orðsins fyllstu merkingu og ef þú vanrækir það, finnur þú fljótt fyr- ir því. Þú getur ekki hætt að lyfta hlutum, halda á dóti og ganga um, en þú getur gert ýmislegt til að passa upp á bakið. Ekki láta barnið þitt hvila á mjöð- minni. Haltu því frekar í fanginu eða leyfðu því að sitja á öxlunum. Á meðan það er lítið er upplagt að nota magapoka. Vertu ígóðum.flatbotnaskóm. Ekki ganga lengi um í hælaháum skóm, þeir eru afleitir fyrir bakið. Gættu vel að vinnustöðunni. Á með- an þú situr við skrifborðið, gættu að hæðinni á stólnum. Armarnir eiga að nema við borðbrúnina. Góður stóll gerir kraftaverk, bæði i vinnunni og heima við. Slakaðu á f frflnu Nú eru flestir farnir að huga að sumarleyf- inu sínu og farnir að telja dagana þar til fríið rennur upp. Þá er mikilvægt að nýta ■ tímann vel til að slaka á. Diane Halpern, bandarískur sálfræöingur, sem hefur gert viðamiklar rannsóknir á því hvernig fólk siakar best á í frítíma sínum, vill meina að við getum nýtt sumarleyfiö okkar enn bet- ur, bæði með slökun og eins örlitilli heila- leikfimi. Halpern mælir með því að þeir sem starfa að öllu jöfnu viö listtengdar og skapandi greinar, eins og arkitektar, hönnuðir, Ijós- myndarar og smiðir, ættu að endurnæra sálina með því að: • Búa til sögur með börnum sínum. • Finna eins mörg lýsingarorð og hægt er til að lýsa ákveönum hlut. • Æfa sig í framsögulist. Ö s k r a ö u Eftir erfiðan dag i vinnunni, rifrildi við börnin eða leiðinlegt símtal við mömmu, er fátt eins gott og að öskra. Við gleymum því gjarnan að það er okkur eðlilegt að tjá okkur með hljóðum. Fylgstu með því hvað börnin gera þegar þau eru búin að fá nóg. Þau öskra og garga og fá útrás á þann hátt. Við erum ekki að mæla með því að þú öskrir á alla þá sem þú átt í erfiðum samskiptum við, en farðu ein(n) út í bílskúr, út í garð og njóttu þess að öskra í einrúmi. Margir vilja meina að Tæ-bó sé frábær leið til fá útrás. Þar getur þú sparkað og öskrað án þess að nokkur maður skipti sér af því og því fleira fólk sem er nálægt þér, þeim mun betur gengur þér að öskra. Næst þegar þú ert við það að fá taugaáfall vegna allra neikvæðu tilfinninganna, öskraðu þá bara. Þeir sem hafa mikil mannleg samskipti og þurfa að tjá sig mikið í starfi, eins og lög- fræðingar, ritarar, kennarar, afgreiðslufólk og þjónustufulltrúar, ættu að endurnæra sálina með því að: • Byggja sandkastala og láta hugmynda- flugið njóta sín. • Teikna upp hvernig best væri að færa til húsgögnin í stofunni. • Teikna kort af hlaupa- og gönguleiðum í nágrenninu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.