Vikan - 18.04.2000, Síða 54
Framhiáhald?
Kæri Póstur.
Ég er í öngum mínum yfir því að ég held
að maðurinn minn sé við það að fara að
halda fram hjá mér. Við höfum verið gift í
sex ár og eigum tvö börn. Upp á síðkastið
hefur honum og einni samstarfskonu hans
sem er reyndar gift, orðið vel til vina og
hann hefur sagt mér að þau séu aðeins góð-
m ^
tm
ir vinir. En ég fæ alltaf eitthvað slæmt á til-
finninguna þegar ég hugsa um hana enda
ekkert skrýtið því hann viðurkenndi nýlega
að hafa kysst hana í vinnupartíi en hann
sagðist hafa verið fullur og það væri ekk-
ert á milli þeirra. Ég veit hins vegar að hann
hringir í hana og sendir henni tölvupóst
utan vinnutíma. Ég er ekki afbrýðisöm að
eðlisfari en mér stendur bara alls ekki á
sama um þetta samband mannsins míns við
konuna. Ég er búin að segja honum hversu
smeyk ég sé við þennan ,,vinskap“ þeirra
en hann heldur áfram uppteknum hætti og
er hættur að tala um hana til að æsa mig
ekki upp.
Er ég að gera úlfalda úr mýflugu?
B.R.
Kæra B.R.
Ég tel að afbrýðisemi þín stafi af góðu
innsæi en ekki þráhyggjukenndum hugsun-
um. Þótt maðurinn þinn segi að ekkert sé
á milli hans og samstarfskonunnar þá væri
barnalegt að trúa því. Þrátt fyrir að sam-
band þeirra sé kannski einungis andlegt
þá getur það verið tímaspursmál hvenær
það þróast út í eitthvað meira.
Pú þarft að hlúa sérlega vel að hjóna-
bandinu um þessar mundir og láta mann-
inn þinn virkilega finna hvað þú elskar
hann mikið. Þú ættir einnig að skoða hvern-
ig sambandi ykkar hjónanna hefur verið
háttað upp á síðkastið og hvort það sé ekki
eitthvað sem betur mætti fara. Þú átt að
geta verið vinur og félagi mannsins þíns
ekki síður en samstarfskonan. Haltu áfram
að fylgjast með vinskap þeirra og viðra
áhyggjur þínar og vanlíðan. Annars er hætt
við að vinskapur þeirra fái að blómstra óá-
reittur og það gæti haft alvarlegar afleið-
ingar í för með sér. Spurðu hann líka út í
hvernig honum sjálfum líði í hjónaband-
inu og hvers vegna þessi kona hafi skyndi-
lega orðið honum svo mikilvæg. Þú skalt
endilega hvetja hann til að vera hreinskil-
inn jafnvel þótt svör hans kunni að særa þig.
Reyndu jafnframt að hafa stjórn á tilfinn-
ingum þínum og ekki nálgast hann með
m
ásökunum eða reiði því
slíkt veit aldrei á gott. Þú skalt
benda honum á að þótt þú skiljir
að þessi vinátta sé honum
mikilvæg þá megi hún ekki
vera á kostnað hjóna-
bandsins. Hann þarf að
setja sér einhver mörk, t.d. að hitta kon-
una einungis á vinnustaðnum. Ef hann
gengur ekki að því þá verður þú sjálf að
gera upp við þig hversu lengi þú getir lifað
við kvíðavekjandi grunsemdir. Þú gætir líka
stungið upp á því að þið leituðuð til hjóna-
bandsráðgjafa eða annars stuðningsaðila.
Á meðan á öllu þessu stendur skaltu hafa
hugfast að þú mátt ekki vanrækja þína eig-
in vinnu eða börnin ykkar og leggðu rækt
við sjálfa þig. Allt sem er uppbyggjandi er
af hinu góða og ræddu við vini þína ogjafn-
vel fjölskyldu til þess að fá góð ráð og
stuðning.
Gangi þér vel.
Spurningar má
senda til „Kæri
Póstur“ Vikan,
Seljavegi 2, 101
Reykjavík. Farið er
með öll bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.
Meipihattar
tilboð
fyrir áskrifendur
i-M
mfa.
V i k u n n a r !
30% afslattur!
af hanflgerðum körfum
Við kynnum til leiks Fróðakortið sem getur orðið þér til hagsbóta á ýmsum
sviðum því framvegis munum við mánaðarlega kynna ýmis
spennandi tilboð fyrir áskrifendur Vikunnar. Það
borgar sig því að fylgjast vel með sérkjörum
og tilboðum okkar. j
í aprílmánuði verða Vikan og verslunin Sól-
blómið, Snorrabraut 22 með frábært tilboð
fyrir áskrifendur blaðsins. Gegn framvísun
Fróðakortsins fást þessar glæsilegu amerísku
körfur með 30 % afslætti á meðan birgðir end
ast. Þær kosta frá 1750 krónum, án afsláttar.
Glæsilegar handgerðar, ameriskar körfur!
Þessar fallegu körfur fást í versluninni Sólblóminu, Snorrabraut 22. Þær
eru ekki bara augnayndi heldur eru þær hentugar til að geyma í og bera
fram í. Notið einstakt tækifæri, takið áskriftartilboði Vikunnar og Fróða og
eignist fallegar, ámálaðar körfur á hagstæðu verði.
Verslunin Sólblómið, Snorrabraut 22, s: 561- 5116