Vikan - 18.04.2000, Qupperneq 59
ásta, enda er Nautið jarðtengt
merki með efnismiklar kenndir
og það þarf stöðugt að létta á sér
og fullnægja þörfum sínum þótt
ekki sé það merkilegra en að láta
fitla við tærnar á sér með reglu-
legu millibili. Astin og ástarlífið
eru Nautinu mikilvæg en afbrýði-
semin gerir því oft lífið leitt og
er sá þrándur sem lokar mörg-
um götum þess og rífur rósirnar
upp með rótum.
Áhugamál og störf
Sem áður sagði hefur Nautið
„nef“ fyrir viðskiptum en hefur
um leið listrænt „auga“ og þjált
„eyra“ svo það á frekar auðvelt
með að aðlaga sig þeim tveim
heimum, hinum andlega og þeim
veraldlega, sem svo lengi hafa
verið aðskildir en eru nú óðum
að renna í eitt. Þessi samruni
ólíkra afla virkar stuðandi á
marga sem reyna þá að aftra
breytingum með því að gerast
íhaldssamir en ekki Nautið. Það
er í essinu sínu fái það spunnið
saman „business and pleasure“
eða með öðrum orðum sinnt al-
varlegum hagfræðiformúlum
með Mikka Mús. Áhugamál og
störf af listrænum toga eða sem
tengjast skapandi ferli heilla
Nautið sem er nokkuð jarðbund-
ið í vali sínu, það vill stunda iðju
sína í friði hvort sem það er að
sinna útgáfustarfsemi eða rækt-
un akra. Öryggi umhverfisins og
friður til framkvæmda gefur
Nautinu þá auknu vídd sem það
þarfnast enda völdu menn eins
og Walter Gropius stofnandi
Bauhaus skólans, tónskáldið
Brahms og !; súrrealistinn
Salvador Dali fámennið til að
framkalla snilld sína.
Tíska og lltir—
Þar sem Nautið er listrænt í
eðli sínu og næmt á umhverfið
er það einnig vandaður fagur-
keri. Að klæða sig er ekki bara að
fara í föt, það er athöfn eins og
japanskt ritúal þar sem litirnir
hafa ákveðna merkingu, efnið
talar sérstakt mál og stíllinn vís-
ar til innviða þess sem fötin ber
og huglægs ástands viðkomandi.
En þar sem Nautið er nokkuð
snobbað hefur það tilhneigingu
Nautið er jarðhundið,
hef'ur sterka nánd og
er í góðu sambandi r ift
unihginiiiiii.-jafnl þ essii
heinis seni annars.
Guðinn Júpiter breytir sér úr nauti í mann
til að líta fyrst á merkið og síðan
á fatið áður en ákveðið er hvað
skal kaupa. Þetta á einnig við um
aðra hluti sem það notar svo sem
úr, bfla og íbúðarhverfi, enda vill
Nautið hafa flott í kringum sig og
stfl á hlutunum, ekkert pjatt, ekk-
ert skrum og alls enga ofgnótt,
enda eru það frægir hönnuðir,
kunnir arkitektar og snjallir lista-
menn sem skapa umhverfi Naut-
mennisins.
Líkami og heilsa
Á sama hátt og eik vex upp til
að skapa öruggan blett í tilver-
unni um langan aldur þá er Naut-
ið sá fasti punktur sem færir lík-
amsræktarstöðvum langt líf og
farsælt. Að rækta kroppinn hátt
sem lágt og yrkja andann er
Nautinu fróun umfram þörf. Að
skapa úr sjálfum sér listrænt verk
sem aðrir dást að er Nautinu
nautn umfram fróun og það veit
að tíminn vinnur með því, nú á
þessum síðustu og verstu... Asi
og flan er ekki það sem Naut-
menni aðhyllast í kroppatamn-
ingu heldur rólegt og yfirvegað
plan til sigurs. En áður er planið
verður virkt þarf Nautið að
takast á við nautnasegginn í
sjálfu sér og það verður mörgum
þrautin þyngri. Líkamlega eru
Nautin vel byggð og aðlaðandi,
hraust og laus við tískusjúkdóma.
Ást og kynlíf
Plánetan Venus ríkir yfir Naut-
inu og það er að sjá sem Naut-
mennin hafi tekið við hlutverki
gyðjunnar sem boðberar ásta,
fegurðar og nautna því þau eru
uppfull af þessari heilögu þrenn-
ingu jarðneska lífsins. Ástin er
Nautinu nauðsyn líkt og að neyta
matar, og það þarf þá hlýju og
þann frið sem elskandi maki veit-
ir enda leggur það allt í sölurnar
Nautin ekki og stál mætir stáli.
Uppeldið verður þrautarganga
nema þau sjái að sér og brey ti um
stíl.
Litli kálfurinn hefur tilhneig-
ingu til að taka völdin þegar í
frumbernsku og ráðskast með
umhverfið fram að flutningi að
heiman sé ekki þegar brugðist
við og honum kennt að deila með
öðrum og hlýða þeim sjálfsögðu
reglum sem hvert heimili þarf að
byggja grunn sinn á.
Vor og sumar 2000
Þegar moldin vaknar af værurn
blundi vetrar þá lifnar Nautið og
blómstrar sem aldrei fyrr og nú í
vikunni stígur sólin í hús þitt og
hrekur á brott þær þunglyndis-
flygsur sem enn eru á sveimi frá
því í mars. Seinni hluti aprfl verð-
ur því notaður til að gera áætl-
anir og hnýta þá enda sem enn
kunna að vera lausir. Undir mán-
aðamótin, þegar tunglið hefur
gengið inn í Ljónsmerkið, ertu
sérlega næm/ur fyrir því óræða og
draumar næturinnar eru óvenju
skýrir. Sú reynsla skilar drjúgu
veganesti til margra enda verð-
ur maí mánuður athafna þar sem
marga þraut þarf að leysa sem
krefst innsæis. Sé vel haldið á
spilunum gefst þér færi á ljúfu
sumri ástar og friðar hvar sem
þú drepur niður fæti á ferð þinni
um draumalandið.
fyrir góðan félaga. Sá hinn
sami skal vera fegurðin
holdi klædd og fróður um
Sjafnaryndi því Nautið er
holdlegast merkja, skapandi
og frjósamur rekkjunautur
sem elskar að elska og full-
nægja fegurðinni. Þegar
máninn rís í merkinu verða
Nautin að holdgervingum
hinna miklu guða sem leiða
þig sem í draumi um hallir
og sali ástarinnar í unaði og
gleði.
Heímlll, listir og
menning
Eins og fram hefur kom-
ið hér á undan eru Nautin
listrænt þenkjandi fegurðar-
fíklar sem kunna að meta
jafnt hefðbundna málaralist
sem nútíma tölvulist enda
sækja þau opnanir sem aðra list-
viðburði þegar tími og áhugi
draga þau út úr húsi. Heimilið er
þó þeirra rann og þar er oft bestu
listina að finna svo útstáelsi eða
sunnudagsrúntar eru ekki ofar-
lega á vinsældalistanum. Þetta
gildir einnig um tónlistina en þó
má finna nálægð Nauta í þeim
sölum sem flytja mettuð, kraft-
mikil og tilfinningarík verk eins
og Dettifoss eftir Jón Leifs eða
þýð, fínleg og næm verk Skúla
Halldórssonar.
Foreldrar og börn
Nautmennin elska börn en
geta átt í basli með að brúa bilið
frá einni kynslóð til annarrar
vegna ákveðinnar íhaldssemi
sem sækir á Nautin þegar þau
byrja feril sinn sem foreldrar. Þá
verða þau oft manna fastheldn-
ust á boð og bönn, regiur og til-
skipanir svo börnin snúast í þver-
móðskufulla einstaklinga sem
sýna rauða spjaldið. Það þola
Vikan 59
ll