Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 25
Hvernig Lenin fékk nafn
sitt
Hann heldur því fram að
fyrstu merkin um fall Sovét-
ríkj anna hafi komið í Ijós þeg-
ar Reagan og Gorbachev hitt-
ust í Reykjavík 1986. Sjálfur
fór Sergei til Rússlands 1991
og stofnaði þar fataverk-
smiðju. Stofnféð var fjórðung-
ur milljóna dollara en hann
varð að skipta þeim í rúblur
og voru greiddar fjórar rúbl-
ur fyrir hvern dollara. En
verksmiðjan gekk ekki svo
hann seldi hana aftur á sama
verði og hann hafði greitt fyr-
ir hana, eins og rússnesk lög
gerðu ráð fyrir. í millitíðinni
hafði verðbólgan í Rússlandi
verið svo gegndarlaus að hann
varð að borga 270 rúblur fyr-
ir hvern dollara og fékk því
ekki nema um 3700 dollara
fyrir hana. Síðan hefur hann
ekki haft áhuga á að setjast
að í gamla ættlandinu sínu.
„Afi minn missti völdin
endanlega árið 1924,“ segir
hann, „en það fór að halla
undan fæti snemma á tuttug-
ustu öldinni. Á fyrsta áratugn-
um hafði óþægur hugmynda-
fræðingur, Vladimir Uljanov
að nafni, verið sendur í útlegð
til Síberíu. Langafi minn átti
þá verðmætar gullnámur við
ána Lenu sem er mikið fljót og
rennur alla leið norður í íshaf.
Hópur bænda gerði þá upp-
reisn gegn langafa mínum.
Þetta voru kósakkar, slavar og
alls konar lið. Til að byrja með
rændu þeir vínbúðir og helltu
sig fulla til að sækja í sig veðr-
ið. Svo létu þeir til skarar
skríða en varð ekki neitt
ágengt vegna drykkjuskapar.
En þessi Uljanov hafði stapp-
að í þá stálinu og fylgst með
tilraunum þeirra til að ná gull-
námunum. Hann hafði greini-
lega mikla samúð með bænd-
unum því upp frá þessu
kenndi hann sig við uppreisn-
ina við Lenu og kallaði sig
Lenin.“
starfar hann þar sem kaup-
sýslumaður og gengur vel.
Þau eru bandarískir ríkis-
borgarar, en til að fá ríkis-
borgararéttinn þurfti hann að
afsala sér öllu tilkalli til kon-
ungstignar og ber því ekki
lengur virðingarheitið Khan.
Hann hefur ekki komið til Is-
lands síðan 1984, svo það lá
beint við að spyrja hann
hvaða breytingar hann sæi
helstar á Reykjavík.
„Borgin hefur breyst ótrú-
lega mikið. Þegar við fórum
héðan fyrir sextán árum var
hún persónuleg og vinaleg að
mörgu leyti, enda leið okkur
vel hér. En nú er hún enn
aftur fljótlega og gefa okkur
góðan tíma hérna.“
En Islendingar hafa ekki
breyst mikið sjálfir, eða hvað?
„Ég hef nú ekki velt því
mikið fyrir mér, enda nýkom-
inn hingað, en ég geng út frá
því sem vísu. Það voru þeir
sem breyttu borginni og
gerðu hana jafn glæsilega og
sjarmerandi og hún er orðin.
Það hefðu þeir aldrei geta
gert nema að hafa breyst eitt-
hvað sjálfir í leiðinni.“
Við tókum upp léttara hjal
og það fór vel á með okkur.
En skömmu síðar kom þjón-
ustustúlkan með matinn, svo
að blaðamaðurinn stóð upp,
Auðvitað hafa islendíngar
breyst
Nú búa þau Gallina og
Sergei í Connecticut í Banda-
ríkjunum og hafa komið ár
sinni vel fyrir borð, enda
glæsilegri og mun alþjóðlegri
en hún var. Hér hafa því orð-
ið ótrúlegar breytingar á
stuttum tíma og það er sann-
arlega full ástæða fyrir okk-
ur hjónin til að koma hingað
kvaddi og óskaði þeim góðr-
ar máltíðar. Nokkrum
klukkustundum síðar voru
þau flogin eitthvað áleiðis til
Evrópu.
Vikan
25