Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 56
mnmtmimkiMiMí
j
Framhjahaldið leiddi okkur saman
Framhjáhald er hræðileg líls-
reynsla, sérstaklega ef bað erl
hú sem situr eftir með sárt enn-
ið eftir að maki binn hefur hald-
ið framhjá. Flestir sem lent hafa
í bessari aðstöðu bekkja sárs-
aukann og svikin sem fyigja
slíkum aðstæðum. Það er eins
og fótunum hafi verið kippt und-
an bér og lífið sé einskis virði.
En öll él birtir upp um síðir og
bótt otrulegt sé leiddí framhjá-
haldið í mínu tilviki til bess að
ég fann hamingjuna.
jr
Eg get með sanni
sagt að Villi hafi
verið æskuástin
mín. Við byrjuð-
um saman þegar
við vorum enn í gagnfræða-
skóla, trúlofuðum okkur í
menntaskóla og eignuðumst
barn þegar við vorum í Háskól-
anum. Okkur þótti vænt um
hvort annað og vorum fyrir-
myndarpar, að minnsta kosti
eftir því sem ég best vissi. Við
fórum í sama nám í Háskólan-
um og það örlaði ekki á sam-
keppni á milli okkar heldur var
samvinnan alls ráðandi. Við
vorum teymi sem stóðum sam-
an gegn öllum öðrum og hjálp-
uðumst að í gegnum súrt og
sætt. Þegar við vorum tuttugu
og tveggja ára og áttum rúm-
lega eitt ár eftir í námi varð ég
ófrísk. Það var svo sem ekki á
dagskrá en mér fannst það
gleðiefni. Ég var komin langt í
námi, var góður námsmaður og
taldi því að ég gæti hægilega
tekið upp þráðinn þegar barn-
ið væri orðið nokkurra mánaða
gamalt. Við kláruðum önnina
og eignuðumst svo fallega dótt-
ur um sumarið. Ég var ákaflega
hamingjusöm og fannst ég ör-
ugg og sátt með mitt. Við
ákváðum að kaupa okkur íbúð
þrátt fyrir að Villi ætlaði að
halda áfram í skólanum og ég
að vera heima fram að áramót-
um. Okkur tókst það með hjálp
fjölskyldunnar og fluttum inn í
nýju íbúðina okkar þegar dótt-
ir okkar var fjögurra mánaða.
Eitthvað hafði nú slegið á ham-
ingjuna, ég var einmana á með-
an Villi var í skólanum og í þess-
um svokölluðu „vísindaferð-
um,“ með skólafélögunum sem
yfirleitt enduðu á drykkju á ein-
hverjum skemmtistað. Auk
þess hafði ég ekki náð af mér
því sem ég hafði bætt á mig á
meðgöngunni ólíkt annarri vin-
konu minni sem átti á sama
tíma og var orðin eins og tann-
stöngull. Sennilega hef ég fund-
ið fyrir snert að þunglyndi á
þessum tíma því kynhvötin
fauk út í veður og vind, við
hættum alveg að sofa saman og
ég var frekar pirruð og við-
kvæm. Mér fannst Villi líka ekki
taka viðbrögðum mínum á
mjög þroskaðan hátt. Hann
virtist ekki skilja að ég átti erfitt
með að stjórna Iíðan minni og
tilfinningum. Hann varð bara
pirraður, fannst ég gráta of mik-
ið og sagði mér að taka mér tak.
Það hvarflaði hins vegar
aldrei að mér að sambandið
stæði á þeim brauðfótum sem
það í raun og veru gerði. Ég hélt
að þetta væri bara eitthvert
erfitt tímabil sem við myndum
komast í gegnum.
Það varð sjálfri mér því nokk-
uð áfall ofan á allt annað þegar
ég varð að hætta við að fara í
skóla um áramót eins og við
höfðurn ákveðið vegna veik-
inda dóttur okkar sem var eitt
af þessum slæmu „eyrnabólgu-
börnum.“ Ég lét þó ekki deigan
síga heldur beið óþreyjufull eft-
ir sumrinu þar sem að ég sá fyr-
ir mér að við, litla fjölskyldan,
gætum eytt meiri tíma saman.
Villi hafði nú enn meira að
gera heldur enn á haustönninni
og var því enn minna heima.
Auk þess fannst mér hann eyða
of miklum tíma á djamminu
með skólafélögum sínum og
lentum við stundum í rifrildi
vegna þess. En svo kom páska-
fríið og við skruppum í frí til
foreldra hans úti á landi og átt-
um góða daga. Við sváfum
meira að segja saman í fyrsta
skipti í marga mánuði. Ég fann
að sambandið var að lagast, eða
það hélt ég að minnsta kosti á
þeim tíma, og við vorum bæði
afslappaðri og ástúðlegri. Ég
var meira að segja farin að
skipuleggja það í huganum að
við gætum gift okkur næsta
haust þegar Villi væri búinn
með skólann.
Afdrífaríkt kvöld
Eftir páskafríið tók stífur
próflestur við hjá Villa og þá
virtist spennan aftur aukast á
milli okkar og Villi fjarlægjast
mig meira. Hann var heilu og
hálfu næturnar að lesa út í bæ
þar sem hann og vinir hans
höfðu komið sér upp lesað-
stöðu og fjarlægðist mig aftur.
Ég sá hins vegar fram á betri
tíma þegar prófunum og því
álagi sem þeim fylgir lyki. Loks
rann síðasti prófdagurinn upp
og Villi kom heim úr prófinu í
fínu skapi enda hafði honum
gengið vel og var feginn að
prófatörninni væri lokið. Ég var
pínulítið svekkt yfir því að hann
skyldi ákveða að fara út að
skemmta sér með skólafélög-
unum um kvöldið því ég hafði
verið búin að fá barnapössun og
hafði vonast til að við gætum
farið út að borða eða gert eitt-
hvað skemmtilegt saman um
kvöldið. Ég hafði meira að
segja farið í ljós fyrr um daginn
og keypt mér flott nærföt, ef ske
kynni...
En ég lét ekki á neinu bera og
sagði við Villa að við gætum
eldað eitthvað gott heima og
fengið okkur rauðvín með
matnum áður en hann færi út
með skólafélögunum. Ég hugs-
aði með mér að ég skyldi taka
vel á móti honum þegar hann
kæmi heim um nóttina og eiga
með honum góðar stundir í
rúminu. Ég kvaddi Villa því
með löngum kossi þegar hann
hélt út á lífið og sat ein heima
með rauðvínsglas í hendi yfir
sjónvarpinu. Þegar Villi var svo
ekki komin heim klukkan fimm
um morguninn nennti ég ekki
að bíða lengur í fínu nærfötun-
um mínum og skreið upp í rúm
og sofnaði strax enda vel
afslöppuð eftir rauðvínsdrykkj-
una.
Mér brá því heldur betur í
brún þegar ég vaknaði við það
að Villi var að brasa við að
komast upp í rúm, greinilega út-
úrdrukkinn, klukkan hálfellefu
um morguninn. Ég settist upp í
rúminu og hellti mér yfir hann
fyrir að koma svona seint heim.
Hann reiddist á móti og ásakaði
mig um að vera ráðrík gribba og
kynköld í þokkabót. Við héld-
um áfram að munnhöggvast og
hella svívirðingum yfir hvort
annað góða stund þar til
sprengjan féll. Hann sagði mér
að hann hefði farið heim með
bekkjarsystur sinni sem var nú
reyndar líka í sambúð og þau
sofið saman. Eins og það hafi
ekki verið nógu mikið áfall
bætti hann við að þau hefðu
staðið í sambandi frá því fyrir
jól og hún hygðist fara frá sam-
býlismanni sínum.
Heimurinn hrundi
Ég sá svart. Ég var svo reið
þegar ég heyrði þetta að ég
hreint og beint flippaði alveg
út þrátt fyrir að dóttir okkar
væri vöknuð í rúmi sínu og gréti
hástöfum. Ég öskraði á Villa,
lamdi hann, henti fötunum hans
út og sagði honum að hypja sig.
Þegar ég var orðin ein æddi ég
um eins og ljón í búri og vissi
ekkert hvað ég átti að gera. Mér
56
Vikan