Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 60
Börn drottningar
Ekkert venjulegt im
Börn Elísabetar II Eng-
landsdrottningar og Fil-
ippusar manns hennar,
hertogans al Edinborg,
eru Karl, Anna, Andrés og
Játvarður. Þau virðast
fremur ólíkar manngerðir.
Karl er talinn viðkvæmur,
Anna hörð af sér og í
miklu uppáhaldi hjá föður
sínum, Andrés hefur bott
glaðlyndastur af heim og
er uppáhald móður sinn-
ar og Játvarður pykir
nokkuð feiminn.
Erfðaprinsinn Karl
Hann fæddist í 14. nóvember
árið 1948 og heitir fullu nafni
Karl Phillip Arthur Georg.
Þegar Karl var 29 ára var búið
að sæma hann öllum þeim tign-
um og nafnbótum sem þarf til að
hann geti orðið konungur. Að
öllu óbreyttu sest hann í hásætið
að móður sinni látinni.
Þegar Karl var kominn á fer-
tugsaldurinn lét hann loks undan
þrýstingi og fann sér konu. Eins
og allur heimur veit kvæntist
hann lafði Díönu Spencer árið
1981 og eignaðist með henni tvo
drengi. Þeir heita Vilhjálmur
ArthurFilippusLouis, f. 21.júní
1982 og Hinrik Charles Albert
David, f. 15. september árið 1984.
Þeir hafa búið hjá föður sínum
eftir að Díana lést fyrir tæpum
þremur árum. Díana var aldrei
stóra ástin í lífi hans þótt hann
reyndi í upphafi að vera henni
góður eiginmaður. Taugin milli
Karls og vinkonu hans, Camillu
Parker Bowles, sem hann kynnt-
ist á áttunda áratugnum slitnaði
aldrei þrátt fyrir hjónabönd
beggja með öðrum einstakling-
um.
Camilla ákvað að taka bónorði
Andrew Parker Bowles því hún
gerði sér grein fyrir að Karl
myndi aldrei biðja hennar. Á
þessum tíma varð tilvonandi
drottning að vera saklaus,
óspjölluð mær og það var
Camilla ekki. Þetta kom þó ekki
í veg fyrir að ástin á milli Karls og
hennar blómstraði. Rómantískt
samband Camillu og Karls hef-
ur staðið yfir í 27 ár með hléum.
Það kostaði á endanum hjóna-
band beggja og olli konungsfjöl-
skyldunni skömm. Camilla er 52
ára gömul, sex mánuðum eldri en
prinsinn, og ekki er ólíklegt að
hún verði önnur eiginkona hans.
Tímarnir hafa breyst á þessum
nærri þremur áratugum síðan
þau kynntust og ekki er loku fyr-
ir það skotið að hún geti orðið
drottning hans. Hún hæfir Karli
betur á allan hátt en Díana. Þeim
líður vel saman, eru góðir vinir og
hafa sömu áhugamálin. Svo er
Camilla þagmælsk og hefur
aldrei tjáð sig opinberlega um
samband hennar og Karls. Það
kann konungsfjölskyldan að
meta. Því er haldið fram að frá
fyrstu kynnum hafi Karl verið
ástfanginn af Camillu en ekki
þorað að tjá sig um það. Þau voru
aðskilin í sex mánuði og á með-
an trúlofaðist Camilla manninum
sem síðar varð fyrrverandi eig-
inmaður hennar, Andrew Parker
Bowles. Sá var um tíma kærasti
Önnu systur Karls. Karl er guð-
faðir Thomasar sonar Camillu og
Andrews.
Karli líður best á heimili sínu,
Highgrove, þar sem hann rækt-
ar garðinn sinn (sem er víst gull-
fallegur). Vinsældir Karls hafa
aukist til muna á síðustu árum
og breska þjóðin er orðin sáttari
við samband hans við Camillu.
Anna hin uinnusama
Anna Elisabeth Alice Louise
fæddist 15. ágúst 1950. Hún hef-
ur alla tíð forðast sviðsljósið og
segist hafa andstyggð á blaða-
mönnum og ljósmyndurum. Hún
er afar vinnusöm og sinnir skyld-
um sínum fyrir konungsfjölskyld-
una best systkina sinna.
Anna giftist fyrri manni sínum,
Mark Phillips kafteini, árið 1973
á afmælisdegi Karls prins þann
14. nóvember. Þau voru gift í 18
ár og eignuðust tvö börn saman.
Þau eru Peter Mark Andrés Fil-
ippus f. 15. nóvember 1977 og
Zara Anna Elísabet f. 15. maí
1981. Börnin bera ekki titla því
faðir þeirra hafnaði öllu slíku er
hann gekk að eiga Önnu. Hjóna-
bandi þeirra lauk formlega í apr-
íl 1992. Anna giftist aftur 12. des-
ember sama ár Timothy
Laurence kapteini í konunglega
sjóhernum.
Anna þykir hörð af sér og
sannaðist það heldur betur árið
1973 þegar gerð var tilraun til að
ræna henni. Hún og Mark voru
nýgift og voru á leið heim úr