Vikan


Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 17

Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 17
byrjun apríl var haldin Matvælasýn- ingin Matur 2000. Dag- skráin var afar fjölbreytt og alltaf var eitthvað um að vera. Tugir fyrirtækja kynntu vörur sín- ar, gáfu gestum að bragða á góðgæti og voru óþreytandi við að gefa upplýsingar. Á laugardeginum var keppt um titlana Matreiðslumaður ársins, Framreiðslumaður ársins og Kökuskreytinga- maður ársins. Áhugasamir áhorfendur fylgdust spenntir með listamönnunum. Bak- aranemar, matreiðslu- og framleiðslunemar sýndu einnig getu sína. Þetta setti heilmikinn svip á sýninguna. Seinnipart dagsins var tísku- sýning og brúðhjón sýning- arinnar létu sjá sig um fjög- urleytið. Mikill spenningur varð þegar þegar brúðurin henti brúðarvendi sínum. Allar ógiftar konur á sýning- unni voru beðnar um að standa fyrir framan hana og vonuðust þær til að grípa vöndinn. Sú heppna giftist fyrst allra viðstaddra kvenna ef gamla trúin reynist rétt. Brúðhjónin heita Þórir Omar Grétarsson og Árdís Sigmundsdóttir. Þau ætluðu ekki að gifta sig fyrr en í sumar en flýttu stóra degin- um þegar aðstandendur MATAR 2000 höfðu sam- band og báðu þau um að verða brúðhjón hjá þeim. Sunnudagurinn hafði einnig upp á fjölbreytta dag- skrá að bjóða og má þar nefna kaffibarþjónakeppni sem var haldin í fyrsta sinn á íslandi. Auður Haralds rit- höfundur með meiru var kynnir’ Hún fór á kostum og viltu tt að smakka? skemmti ahorfendum sem og keppendum og þungt hugsandi dómnefndinni. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.