Vikan


Vikan - 02.05.2000, Page 17

Vikan - 02.05.2000, Page 17
byrjun apríl var haldin Matvælasýn- ingin Matur 2000. Dag- skráin var afar fjölbreytt og alltaf var eitthvað um að vera. Tugir fyrirtækja kynntu vörur sín- ar, gáfu gestum að bragða á góðgæti og voru óþreytandi við að gefa upplýsingar. Á laugardeginum var keppt um titlana Matreiðslumaður ársins, Framreiðslumaður ársins og Kökuskreytinga- maður ársins. Áhugasamir áhorfendur fylgdust spenntir með listamönnunum. Bak- aranemar, matreiðslu- og framleiðslunemar sýndu einnig getu sína. Þetta setti heilmikinn svip á sýninguna. Seinnipart dagsins var tísku- sýning og brúðhjón sýning- arinnar létu sjá sig um fjög- urleytið. Mikill spenningur varð þegar þegar brúðurin henti brúðarvendi sínum. Allar ógiftar konur á sýning- unni voru beðnar um að standa fyrir framan hana og vonuðust þær til að grípa vöndinn. Sú heppna giftist fyrst allra viðstaddra kvenna ef gamla trúin reynist rétt. Brúðhjónin heita Þórir Omar Grétarsson og Árdís Sigmundsdóttir. Þau ætluðu ekki að gifta sig fyrr en í sumar en flýttu stóra degin- um þegar aðstandendur MATAR 2000 höfðu sam- band og báðu þau um að verða brúðhjón hjá þeim. Sunnudagurinn hafði einnig upp á fjölbreytta dag- skrá að bjóða og má þar nefna kaffibarþjónakeppni sem var haldin í fyrsta sinn á íslandi. Auður Haralds rit- höfundur með meiru var kynnir’ Hún fór á kostum og viltu tt að smakka? skemmti ahorfendum sem og keppendum og þungt hugsandi dómnefndinni. Vikan 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.