Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 30
AIUR DREYMIR OKKUR
Lísa er flott og falleg. Hún
kynntíst Keuin, glæsilegum,
frægum og forríkum poppara,
begar hann keyrði aftan á bíl-
inn hennar. Keuín er háuaxinn,
dökkhærður og kynbokkafull-
ur, með ómótstæðilegt bros.
Hún bauð honum far, hann
bauð henni í mat og fyrr en
uarðí uoru bau komin upp í
rúm. Hún uar í skýjunum. Hún
uar eíns og deig í höndunum
á honum og hann tilbað hana.
Það er eins gott að
Lísa er bara sögu-
persóna í bók sem
heitir Heaven in His
Arms. Imyndið ykkur hvað
við yrðum afbrýðisamar ef
Lísa væri vinkona okkar. Líf
okkar yrði svo hversdagslegt
og óspennandi miðað við líf
Lísu. Ég og vinkonur mínar
kynntust mönnunum okkar
fyrir mörgum árum, ýmist í
Glaumbæ eða í gegnurn vini
okkar. í þeim hópi eru engar
poppstjörnur og það verður
að segjast eins og er að eng-
inn þeirra kæmi til greina sem
fyrirsæta í auglýsingu fyrir
vaxtarræktarstöð. Við eigum
okkar góðu stundir en þær er
engan veginn hægt að bera
Z saman við rómantískt líf
jjj sögupersónanna í ástarsög-
£ unum.
2 Ef sagan af Lísu og Kevin
” ætti eitthvað skylt við raun-
o veruleikann myndi hún
— hljóða eitthvað á þessa leið:
■= Kevin er bankastarfsmaður
■=>• og Lísa er ritari. Þau hittust
.t eitt kvöldið á barnum, giftu
- sig þremur árum seinna og
•S keyptu sér íbúð. Þau hafa
c alltof mikið að gera, hafa ekki
efni á því að fara í sumarfrí og
“ rífast stöðugt. Ástríðurnar
eru fyrir löngu slokknaðar en
= ennþá elska þau hvort annað.
2 Satt að segja kann ég betur
n. við fyrri útgáfuna.
Freistandi skyndikynni
Stöðugt fleiri taka þá
ákvörðun að fara að búa sam-
an eða ganga í hjónaband eft-
ir stutt kynni. Það endur-
speglar hraðskreiðan tíðar-
andann. Fyrir nokkrum árum
var fólk saman í marga mán-
uði, eða jafnvel árum saman,
áður en svo mikilvæg ákvörð-
un var tekin. Nú stofna marg-
ir til hjónabands eftir nokk-
urra mánaða, eða jafnvel
nokkurra vikna, kynni. Eng-
inn virðist sjá neitt athugavert
við það.
Hvers vegna liggur fólki
svona mikið á? Julia Cole,
sem starfar sem hjónabands-
ráðgjafi, segir að við getum
sett þetta upp í einfalt mengi:
„ímyndum okkur tvo hringi
sem skarast. í öðrum hringn-
um er skynsöm, sjálfstæð
kona sem getur auðveldlega
séð fyrir sér sjálf. í hinum
hringnum eru draumar henn-
ar og goðsögnin um að allar
konur eigi þá ósk heitasta að
ganga í hjónaband með
manni sem er tilbúinn að sjá
fyrir henni. Þarna skarast
draumurinn og raunveruleik-
inn. Allar konur vilja vera
sjálfstæðar og taka sínar eig-
in ákvarðanir en bíða engu að
síður eftir því að riddarinn á
hvíta hestinum komi og taki
stjórnina í sínar hendur. Frá
blautu barnsbeini höfum við
heyrt um þennan riddara og
þegar við komum á tánings-
aldurinn lesum við um hann
í ástarsögunum."
Hversu oft heyrum við ekki
sagt: „Þegar þú hittir hinn
eina sanna ...“ Ennþá álíta
margir sem svo að við kon-
urnar séum lítils virði ef við
höfum ekki karlmann okkur
við hlið. Helst eigum við all-
ar að upplifa ást við fyrstu
sýn. En í flestum tilfellum er
það alls ekki þannig.
Öskubuskuáráttan er svo
rótgróin að það tekur sumar
konur mörg ár að losna und-
an henni. Birna, sem er tutt-
ugu og níu ára, orðar það
þannig: „Þegar ég hitti mann-
inn minn fyrst fannst mér
frekar lítið til hans koma.
Vissulega var hann aðlaðandi
en það var langt frá því að ég
kiknaði í hnjáliðunum og mig
svimaði ekki hætis hót. Ég
hafði lesið svo margar ástar-
sögur í gegnum tíðina að ég
var alveg viss um að ég ætti
eftir að kynnast og giftast
valdamiklum, ríkum manni.
Kynþokkafullum hrotta sem
ég bæði hataði og elskaði út af
lífinu. Ég var með mörgum
mönnum sem stóðu fyllilega
undir þeim kröfum og skyldi
ekkert í því hvers vegna ég
var svona óhamingjusöm!
Það tók mig mörg ár að skilja
að sönn ást snýst um vináttu
ekki síður en ástríður. Reynsl-
an hefur kennt mér að vinátta
er meira virði en ástin, eins og
henni er lýst í ástarsögunum."
Auðuitað er betta brjál-
æði, en samt...
Auðvitað er skynsamlegra
að gefa sér góðan tíma til þess
að kynnast hinum tilvonandi
vel og rækilega áður en stóra
skrefið er stigið. Það er nefni-
lega allt of auðvelt að ruglast
á ástríðum og raunverulegri
ást. Sálfræðingurinn Mary
Hersfield segir: „Þegar þú ert
í ástarbríma finnst þér ekk-
ert geta farið úrskeiðis.
Ástríður eru eins og eiturlyf.
Þú lifir fyrir daginn í dag og
lokar augunum fyrir vanda-
málunum. Þau hverfa eins og
dögg fyrir sólu.“
Auðvitað langar okkur all-
ar að upplifa þannig ástríður.
Gréta er þrjátíu og tveggja
ára og hún lifði í drauma-
heimi - í smá tíma. „Okkur
þyrstir í ást vegna þess að hún
lyftir okkur upp úr tilbreyt-
ingarleysi daglegs lífs. Ást-
fangin kona er eins og ball-
erína í spiladós. Ástin er
draumsýn og flótti frá raun-
veruleikanum. Það held ég að
sé ástæða þess að ég féll kylli-
flöt fyrir ímyndinni af ástinni
ári eftir að ég skildi við mann-
inn minn. Eftir skilnaðinn
ákvað ég að fara í háskóla og
læra listasögu. Þar hitti ég
Palla. Hann bauð mér út að
borða, við fórum saman í bíó
og til Parísar. Hann vildi
halda sambandi okkar leyndu
fyrir bekkjarfélögum okkar
og það var í lagi mín vegna.
Mér fannst feluleikurinn gera
sambandið jafnvel enn meira
spennandi. Fjórum mánuð-
um eftir að við byrjuðum að
vera saman hrundi heimurinn
í kringum mig þegar ein
bekkjarsystir mín trúði mér
fyrir því að hún ætti leynileg-
an elskhuga. Palla.“
Margar konur geta sett sig
í spor Grétu. Þær kannast við
bj artsýnina og ekki síður von-
brigðin. Dr. Cole segir
drauminn um sterkan og
traustan karlmann blunda í
okkur öllum. Við viljum karl-
mann til þess að annast okk-
ur eins og foreldrar okkar
gerðu þegar við vorum litlar.
En það getur verið hættuleg
draumsýn.
Margar konur gera sér
grein fyrir því að ástarævin-
týri þurfa ekki endilega að
enda með hjónabandi. I
þeirra augum eru þessi ævin-
týri aðeins skemmtileg
dægrastytting. Lára er tutt-
ugu og fimm ára spennufíkill
sem veit nákvæmlega hvað
hún vill. „Ég leita markvisst
eftir ástarævintýrum eins og
við lesum um í bókunum, þar
sem ástin jafngildir því að
vera ríkur og fallegur. Hvers-
dagsleg ást sem fer fram inn-
an veggja lítillar blokkaríbúð-
ar finnst mér ákaflega
óspennandi tilhugsun."
Sú tegund ástar sem Lára
sækist eftir er sú sem við les-
um um í tímaritum sem fjalla
um fræga og ríka fólkið. Sú
ást fyllir okkur öfund. Við
erum svo vissar um að þetta
fólk lifi miklu betra kynlífi og
sé hamingjusamara en aðrar
30
Vikan