Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 4
Kæri lesandi
Fermingarfárið
g er ekki fermd og
tók sjálf þá
ákvörðun um það
leyti sem jafnaldr-
ar mínir fóru að ganga til
prests. Foreldrar mínir og
aðrir í fjölskyldunni höfðu
fermst svo þetta kom þeim
nokkuð á óvart en ákvörðun
mín var að fullu virt. Sömu
sögu var hins vegar ekki hægt
að segja um kennara
nokkurn í skólanum mínum
sem hneykslaðist mjög á
þessari ákvörðun minni. Eftir
langan fyrirlestur um ágæti
og nauðsyn ferminga, skikk-
aði hann mig upp að töflu og
lét mig gera grein fyrir þess-
ari stórundarlegu ákvörðun
minni; að fermast ekki. Á
viðkvæmu unglingaskeiðinu
er erfitt að synda á móti
straumnum og víst er að
blessaður kennarinn gerði
mér það ekki auðveldara. Eg
náði þó að koma þeirri skoð-
un minni á framfæri að stað-
festing skírnar minnar væri
einkamál sem ég kysi að gera
í einrúmi og þyrfti ekki
kirkju, kufl og prjál til þess
að eiga samskipti við guð.
Ég er enn á sömu skoðun. Ég
hef hins vegar fullan skilning
á því að börn láti ferma sig
enda eru fermingar hefð og
hluti af þjóðfélagsmynstrinu.
Langflestir berast áfram með
straumnum og láta ferma sig
því allir aðrir gera það. Og
það er ekki svo lítið í húfi
fyrir börnin! Horfin er sú tíð
er fermingarbörn fengu nyt-
samlegar og látlausar gjafir á
fermingardaginn eins og góð-
ar bækur, fallega penna, úr
eða svefnpoka. Slíkt þykir
bara hallærislegt í dag. I dag
fá börnin sjónvarp með inn-
byggðu myndbandstæki, ut-
anlandsferðir, húsgögn og
háar fjárupphæðir. Gleymum
ekki gemsunum en þeir eru
víst ákafleg vinsælir til ferm-
ingargjafa. Ég spurði vin-
konu mína nýlega hvort 13
ára sonur hennar hefði virki-
lega eitthvað við gemsa að
gera og það stóð ekki á svar-
inu: „Veislu ekki hvað GSM
stendur fyrir? Gott samband
við mömmu!“ sagði hún
hlæjandi. Mér þykir það
sorglegt ef samskipti mæðra
við börnin þeirra byggjast á
farsímanotkun og get ekki
séð að það sé „öryggisatriði“
eins og sumir vilja meina.
Mér finnst það öllu heldur
vera ákveðið óöryggi sem er
falið í því. GSM sími er aftur
á móti þægilegur fyrir barnið
sem getur hringt heim, hvar
sem það er nú statt, og sagt
að allt sé í stakasta lagi hjá
sér. Enginn þurfi að hafa
áhyggjur. Ég myndi alla vega
hafa áhyggjur af símreikn-
ingnum ...
Vikan er fjölbreytt að vanda.
Hildur formaður Krafts er í
viðtali hjá okkur og við urð-
um þess heiðurs aðnjótandi
að fá einkaviðtal við Karin
Herzog sem við birtum í
þessu tölublaði. Við lítum inn
á sýninguna Matur 2000 og
skoðum líka vortískuna í ár.
Við fáum úr því skorið hvaða
íslendingar eru flottastir í
tauinu, erum með heilsu-
mola, nýja smásögu og kynn-
umst börnunum hennar Betu
Englandsdrottningar. Ymis-
legt annað fróðlegt og
skemmtilegt lesefni ber á
góma í þessari Viku.
Njóttu Vikunnar
Hrund Hauksdóttir,
Ritstjóri
Sæla á Suðurlandi í mars
Sigurlaug Sveinsdóttir, Faxabraut 42d, Keflavík, varð
sú heppna þegar dregið var úr stórum bunka bréfa
sem bárust með svörum í leiknum Sæla á Suður-
landi. Hún varð heldur en ekki kát, því þegar við
hringdum í hana var hún að halda upp á afmæli eigin-
manns síns. Hún sagði þetta frábæra gjöf til hans á
afmælinu. Við óskum Sigurlaugu og eiginmanninum
til hamingju með vinninginn!
Vinnlngshafí í Lesendaleík
Vikunnar og Einarl Farestveit:
Ólöf Marteinsdóttir,
Heiðarbraut 9 a,
230 Keflavik
Ólöf hefur þegar fengið sent
gjafabréf og getur eins og
fyrri vinningshafar sótt vinn-
inginn í verslun Einars
Farestveit.
Ritstjorar: Johanna G. Haröardottir og Hrund Hauksdottir, vikan@frodi.is.
Útgefandi: Fróöi hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Aöalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, simi: 515 5515.
Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, simi: 515 5512.
Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnusdóttir,
Guðríður Haraldsdottir og Margrét V. Helgadóttir.
Auglysingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður Sigurjonsdóttir
vikanaugl@frodi.is.
Grafískur hónnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson
Verð í lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak.
Ef greitt er með gíroseðli 390 kr. a eintak. Litgreinmg og myndvinnsla: Froði hf
Unmð i Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttmdi áskilin varðandi efm og rnyndir.
Áskriftarsími: 515 5555