Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 8
Astrosu þykir }>am an aö fá aö koma í heiinsókn í harna- l'ataverslimina liennar niiiniinn. ekki sú vika að við kæmum ekki með Jökul upp eftir, ýmist var hann kominn með lungnabólgu eða við það að fá hana. Á þessu tímabili tók hann stöðugt inn fimm tegundir lyfja, asmalyf og bakflæðislyf, að auki bættust við steralyfjakúrar svona af og til þegar hann var mjög slæmur. Eg var mjög óróleg yfir þessari stera- lyfjanotkun þar sem þessi lyf hafa mjög miklar aukaverkanir. í einni af ferðum mínum upp á sjúkrahús þarna um sumarið hitti ég deildarhjúkrunarkonuna. Kynni okkar voru á þá leið að ég stóð með barnið fyrir framan glerbúrið á deildinni. Hann var svo veikur að hann lá á öxlinni á mér. Það er ákaflega ólíkt honum sem þrátt fyrir öll sín veikindi hefur alltaf verið ótrúlega fjörug- ur og duglegur í leik. Hún kom fram og ég hélt að erindið væri að bjóða mér sæti en þess í stað vís- aði hún mér fram á gang þar sem við áttum að bíða. Eitt sinn fór ég ein upp á sjúkrahús til að biðja um að fá að sjá sjúkraskýrsluna hans Jök- uls. Mér var sagt að bíða eftir sér- fræðingnum hans. Þegar hann kom benti hann mér á að ég gæti farið með drenginn til Bandaríkj- anna til að fá álit annars sérfræð- ings. Hann bauðst ekki til að lesa með mér í gegnum skýrsluna til að hjálpa mér að skilja betur veikindin en það var það sem ég þurfti. Þorðu að véfengja sjúk- dómsgreíningu Ég minnist þess einnig að ein- hverju sinni var hringt í okkur ofan af spítala og okkur sagt að endurtaka þyrfti blóðprufu úr barninu því sú síðasta hefði sýnt óvenjuhátt magn hvítra blóðkorna í blóðinu. Við þessar fréttir datt okkur aðsjálfsögðu fyrst í hug hvítblæði og það var auðvitað líka ástæða þess að hann var kallaður í aðra prufu. Daginn eftir mættum við með barnið og þá útskýrði læknirinn fyrir okkur að hvít blóðkorn skiptust í marga undirflokka og að þau korn sem væru óvenju- mörg í blóði Jökuls væru ekki krabbameinsblóðkorn. Þetta vissum við ekki áður en hefðu þeir haft fyrir að segja okkur það strax hefði það geta sparað okk- ur andvökunótt. Jökull var byrjaður í leikskóla á þessum tíma og var því stöðugt innan um mörg önnur börn. Ég margspurði sérfræðinginn hvort ég ætti að hafa drenginn í leik- skóla. Svarið var: „Já, það er allt í lagi að hafa hann í leikskóla. Ég get ekki skrifað upp á umönnun- arbætur fyrir þig.“ Hann virtist vera þess fullviss að ég spyrði ekki af umhyggju fyrir heilsu son- ar míns heldur eingöngu í þeirri von að geta kríað út aur einhvers staðar. Mitt mat var hins vegar það að sonur minn hefði ekki nema ein lungu og skemmdust þau á þriðja ári væri það eitthvað sem hann þyrfti að lifa við alla ævi. Frá upphafi höfðum við efa- semdir um að sjúkdómsgreining sonar okkar væri rétt. Yfir há- sumarið fór Jökull að braggast örlítið. í júlí ákváðum við að biðja heimilislækninn okkar að benda okkur á annan sérfræðing til að skoða drenginn. Hann benti okkur á reyndan lækni á öðru sjúkrahúsi. Sá sendi strax eftir öllum skýrslum um Jökul, sendi hann í nokkrar rannsóknir og kallaði okkur á fund. Þar sagði hann okkur að hann sæi ekkert áþreifanlegt sem hægt væri að benda á sem orsakavald fyrir þessum veikindum en hann vildi leggjast yfir þetta með öðrum lækni. Niðurstaða þeirra var sú að líklega væri skýringin sú að barnið væri með krónískar kinn- holusýkingar og tímabundna bælingu í ónæmiskerfinu. í framhaldi af því var Jökull tekinn af leikskólanum, settur á nefúðalyf til að halda kinnholun- um óstífluðum og síðan hefur Jökull verið allt annað barn. Nú er hann lyfjalaus, fflhraustur og farinn að borða eins og hestur, þökk sé því að við þorðum að vé- fengja sjúkdómsgreiningu fyrsta sérfræðingsins og gera eitthvað í því.“ Þrátt fyrir þessi atvik segir Ragna að á barnadeildum sjúkra- húsa sé almennt að finna óvenju- umhyggjusamt fólk. Stundum segist hún velta því fyrir sér hvernig sjúkrasaga sonar henn- ar hefði farið ef hún hefði verið yngri eða uppburðarminni. Rétt- mæt gagnrýni sé hins vegar gjöf sem sé til þess ætluð að byggja upp en ekki brjóta niður. Nú er hann lyfjalaus, fíl- hraustur og farinn að borða eins og hestur, hökk sé buí að uið horð- um að véfengja sjúk- dómsgreiningu fyrsta sérfræðingsíns og gera eitthvað í bví. 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.