Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 22
Atakamikil Þér líöur eins bú sért aðalleikkonan í mestu ástar- sögu allra tíma. Þú ert búin að finna bann eina sanna og heimurinn snýst um ykkur tuö. Því miður uarir bað ástand ekki lengi. Áður en bú veist af er búið að kynna ýmsa aukaleikara til sögunnar og bað sem verra er bér líkar alls ekki uið bá alla. Þótt þú sért ástfangin upp fyrir haus og búin að finna sálufélaga þinn geta ýmis smáat- riði komið í veg fyrir að ástin nái að blómstra og verða að löngu og farsælu sambandi. Mannlegt eðli er óútreiknan- legt og því er misjafnt hvernig við bregðumst við nærveru fólks sem við kunnum ekki að meta eða okkur finnst einfald- lega leiðinlegt, frekt eða kæru- laust. Stóra ástin í lífi þínu á kannski „bestu“ vini, foreldra eða fyrrver- andi kærustur sem þér líkar ekki við og gegna allt of stóru hlutverki í sambandinu. Þegar þetta fólk kemur fram á sjón- arsviðið vandast oft málin og sambandið verður stundum snúið. Þegar þú ert komin í fast samband skaltu hafa það hug- fast að þú tengist mörgum ólík- um manneskjum sem þú verð- ur að eiga samskipti við, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Besti vinurinn/vinir hans Þú hittir trúlega fljótlega vinahópinn og sá fundur getur orðið þvingandi. Þar hittir þú félagana sem voru með kærast- anum þínum í grunnskóla og vita hvað hann hefur gert af sér í gegnum tíðina. Þeir vita hvenær hann missti sveindóm- inn og eru með kærustusögurn- ar alveg á hreinu. Það getur ver- ið óþægilegt að finna þessa vit- neskju liggja í loftinu og sumir gætu alveg verið svo „elskuleg- ir“ að ræða um gömlu kærust- urnar við þig. Bára hefur reynslu af því. „Stebbi bauð mér með sér í astarsambönd íg eiska bið en boli ekki... partí hj á vinahópnum stuttu eft- ir að byrjuðum að vera saman. Við mættum frekar seint á stað- inn og fólkið var orðið vel drukkið. Urn leið og ég gekk inn í stofuna byrjuðu stelpurn- ar að hvíslast á og flissa og strákarnir byrjuðu strax að tala við Stebba og yrtu ekki á mig. Stebbi stóð sig ekki vel í að kynna mig fyrir hópnum, hann romsaði bara út úr sér hvað fólkið hét og svo var hann horf- inn. Einn vinur hans settist hjá Þarf nokkuð að hafa mörg orð um bessar fyrrverandiP Þær eru óbolandi, ekki sanP! mér eftir dágóða stund og hélt einræðu um allar stelpurnar sem Stebbi hefði sofið hjá, hvernig þær litu út og hvað sum- ar þeirra væru frábærar. Stuttu seinna settist ein stelpan hin- um megin við mig til að segja mér frá því hvað Stebbi væri fínn strákur og að ein stelpan í hópnum væri mjög hrifin af honum. Þetta var einhver hræðilegasta stund sem ég hafði upplifað." Ef kærastinn á einn besta vin, sem hann hefur þekkt lengi, máttu búast við örlítilli sam- keppni um tíma og athygli. Vin- urinn vill að sjálfsögðu að þeir haldi áfram að fara á fótbolta- leikina, í keilu og bíó bara tveir, sérstaklega ef hann er ennþá laus og liðugur. Til að mætast á miðri leið er upplagt að sýna vininum umburðarlyndi. Hann þarf að venjast því að hafa þig sem hluta af tilverunni og því er eigingjarnt að ætlast til að kærastinn sé með þér öll kvöld og allar helgar. Hvettu kærast- ann til að hafa samband við gamla vininn eða félagana. Besta vinkona bín/bínn vinahópur Tilfinningasamband vin- kvenna er mun flóknari en karl- anna. Samskipti stúlkna ganga oft í hringi. Þær eru óaðskilj- anlegar í ákveðinn tíma, svo fara þær að rífast eða rjúka í fýlu yfir einhverju sem hin sagði og talast ekki við í nokkrar vik- ur. Síðan taka þær upp þráðinn að nýju. Konur hafa miklu meiri þörf fyrir að tilheyra vin- kvennahóp og þær vilja helst hafa hann stóran. Ungar kon- ur eiga gjarnan eina allra bestu vinkonu sem veit allt um líf þeirra og líðan á hverjum degi. Þær fara saman á kaffihús, í búðir, út að skemmta sér o.s.frv. Þegar karlmaður fer að skjóta upp kollinum í lífi annarrar þeirra er hætt við því að margt breytist. Konur verða yfirleitt mun afbrýðisamari út í nýja að- ilann en karlmenn. Þær líta á hann sem svarinn óvin sem sé að taka vinkonuna frá þeim. Konur eiga það líka á hættu að gleyma sér frekar þegar ástar- eldurinn er sem heitastur, þær gleyma öllu fólkinu sem er í 22 Vikan Mæður eru miklir áhrifavaldar í ástarsainhöndiiui harna sinna og cflaust hafa þær ineiri áhrif en þær gera sér grein fyrir. kringum þær. Karlarnir virðast frekar vera með báða fætur á jörðinni og rækta sambandið við sína nánustu, rétt eins og áður fyrr. Það má rekja mjög mörg vinkvennaslit til þeirrar einu ástæðu að karlmaður kom í spilið og ástfangna vinkonan gleymdi að rækta vináttuna. Sigrún, Auður og Marta voru bestu vinkonur til fjölda ára. Sigrún byrjaði að vera með strák á unglingsárunum en var mjög dugleg að sinna vinkonum sínum áfram. Auður og Marta leigðu saman íbúð og voru sam- an öllum stundum. En þegar Auður byrjaði að vera með strák breyttist allt. „Stjáni var varla búinn að þekkja Auði í viku þegar hann var fluttur inn á okkur með öll fötin sín. Hann gekk hræðilega um íbúðina og ætlaðist til að Auður borgaði allt fyrir hann. Auður var svo heilluð af honum að hún sá ekki gallana þegar ég benti henni á þá. Hún reiddist mér, við rifumst heiftarlega og ég flutti út. Síðan höfum við varla talað saman. Mér finnst verst að hafa tapað vináttu hennar vegna Stjána því hún hefur hvorki samband við mig né Sigrúnu í dag en við tvær erum ennþá bestu vinkonur.“ Mamma bín Viðbrögð mæðra við tilvon- andi tengdasyni eru ærið mis- jöfn. Tengslin á milli mæðra og dætra eru oft á tíðum sterk og margslungin. Mæður verða hræddar um stöðu sína þegar dóttirin er farin að taka meira mark á skoðunum og athuga- semdum kærastans en þeirra. Um leið og karlmaður er far- inn að gegna mikilvægu hlut- verki í lífi dætranna breytist móðurhlutverkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.