Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 29
þeim leið saman. Þegar leið að útskrift hjá þeim tilkynnti Óskar mér að þau ætluðu að gifta sig í júlí og fara að vinna úti á landi næsta vetur. Móð- ir Láru hringdi til mín og vildi leggja á ráðin um brúðkaup- ið. Eg sagði henni að ég hefði litla skoðun á þessu, þau gætu bara ráðið þessu en ég vildi bara greiða minn hlut. Þá til- kynnti hún mér að þau ættu nóg að peningum, ég væri nú ein á báti og því ætti ég ekki að hafa áhyggjur af því. For- eldrar Láru sáu alfarið um allt og ég jánkaði bara öllum þeim tillögum sem komu fram. Brúðkaupsdagurinn rann upp. Mér leið svo illa um morguninn að ég kastaði upp. Ég reyndi að halda andlitinu allan daginn og þegar Lára gekk inn kirkjugólfið, gullfal- leg að vanda, minnti hún helst á prinsessu. Flestar mæður hefðu grátið af hamingju á þessum degi en mín tár voru sprottin af eigingirni og reiði. Lára var búin að taka minn stað og mér leið eins og ég væri orðin hlutverkalaus. Lífi mínu var lokið á brúðkaups- degi sonar míns. Óskar þekkti mig vel og í veislunni kom hann til mín og bað mig að hitta sig afsíðis. Við höfðum aldrei rifist eða orðið sund- urorða áður en Lára kom til sögunnar en ég sá strax að hann var öskureiður. Við stóðum inni á skrifstofu sem við fundum afsíðis í veislu- salnum og horfðumst í augu. Hann tjáði mér að ég væri mjög ósanngjörn. Þetta væri mesti gleðidagur hans í lífinu og það minnsta sem ég gæti gert fyrir hann væri að sam- gleðjast honum. Hann þakk- aði mér fyrir alla þá ást og umhyggju sem ég hefði gefið honum í gegnum árin en minnti mig líka á að það hefði verið mitt val að helga mig honum og hans lífi. Hann yrði mér ætíð þakklátur fyrir það. Pabbi hans hefði ekki viljað að ég liti út eins og ég væri við j arðarför þegar einkason- urinn gifti sig. Ef ég ætlaði að vera áfram svona fúl og köld í brúðkaupinu væri kannski best að ég myndi yfirgefa veisluna. Mér varð allri lokið. Ég fór að hágráta og sagði Óskari hvernig mér liði og væri búið að líða á undan- förnum mánuðum. Við rædd- um málin ítarlega og gestirn- ir hafa áreiðanlega velt því fyrir sér hvað hafi orðið um brúðgumann. Skyndilega fór ég að sjá hlutina í nýju ljósi og af einhverri skynsemi. Ég hafði hagað mér eins og kjáni og í rauninni óafsakanlega. Eftir uppgjörið okkar reyndi ég að laga mig til og jafna mig. Ég fór svo aftur fram til gest- anna og það var önnur kona sem gekk út af skrifstofunni. Lára er algjör gullmoli Við veislulokin faðmaði ég Láru þétt og sagði að hún væri fallegasta brúður sem ég hefði séð og hún ætti margar afsökunarbeiðnir inni hjá mér sem ég ætlaði að skýra henni frá við betra tækifæri. Ég sagði henni líka að hún væri hetja að hafa getað hugs- að sér að giftast manni sem ætti svona fjandsamlega móð- ur. Tár láku niður kinnar hennar og hún þakkaði mér fyrir að segja þetta. Seinna skýrði Óskar mér frá því að Lára hefði á tímabili verið að hugsa um að hætta við brúð- kaupið vegna hegðunar minnar. Þegar þau komu heim úr brúðkaupsferðinni átti ég langt og gott spjall við Láru. Hún var svo yndislega skilningsrík. Hún sagði að ég hefði alltaf verið svo mikil fyrirmyndarmamma og líf mitt snúist um Óskar. Hún ætlaði ekki að taka mína stöðu gagnvart honum, hann þyrfti á sinni mömmu að halda áfram því ég væri svo miklu meira en mamma hans, ég hefði líka verið í föðurhlut- verki auk þess að vera hans besti vinur. Hún sagðist vona að seinna gæti ég litið á hana sem vinkonu. Ég skammast mín alveg ofboðslega mikið fyrir hegðun mína gagnvart þessari yndislegu ungu konu. Núna erum við miklar vin- konur og ég hefði ekki getað fengið betri tengdadóttur. Mér þykir eins vænt um hana núna og hún væri mín eigin dóttir. Þau Óskar tilkynntu mér fyrir stuttu að ég væri að verða amma; Lára gengur með tvíbura. Ég sé því fram á að hafa nóg að gera í ömmu- hlutverkinu auk þess sem ég á orðið góðan vin. Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I lciiiiilislaii)!i(l cr: Vikan - „Lífsrcynslusagatk, Scljavcmir 2, 101 Rcykjavík, Ndfaiií!: vikan@froili.is Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.