Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 45
Miranda Lee skilgreindi ástina á sama hátt og hún. „Ég hefði ekki átt að flytja strax hingað til þín. Það voru mistök,“ sagði hann lágt. Hún fékk hnút í magann. „Nei, það voru ekki mistök,“ sagði hún af miklum sannfær- ingarkrafti og tók fast utan um hann. „Þegar þú segir eitt- hvað svona held ég að þú vilj- ir slíta þessu aftur og ég gæti ekki afborið það,“ bætti hún við. Hann andvarpaði og tók enn fastar utan um hana. „Ég myndi aldrei fara frá þér, aldrei í lífinu!“ sagði hann og ýtti henni varlega frá sér. Hann brosti til hennar og hún sá ástina í augum hans. „Jæja, hvernig væri nú að við gæddum okkur á þessum góða mat sem ég finn lyktina af og síðan getum við kannski bara spilað orðaspil á eftir,“ sagði Dirk. Kvöldið leið þægilega og þau nutu ásta áður en þau fóru að sofa. Laura var fullkomlega sátt við það því ástaratlotin voru ekki krefjandi og erótísk heldur full af hlýju og vænt- umþykju. „Ég þarf að skreppa til Bris- bane í nokkra daga,“ sagði Dirk við Lauru þegar þau voru að borða kvöldmat dag- inn eftir. „Ég á bókað flug með síðdegisvélinni á morg- un og kem til baka seint á föstudagskvöld eða jafnvel á laugardagsmorgun.“ Laura leit á hann og beið eft- ir því að hann segði eitthvað fleira en hann hélt bara áfram að borða. Hún gat ekki leynt vonbrigð- um sínum. Hún hafði hugsað með sér í gærkvöldi að hj óna- bandið væri að verða raun- verulegt og eðlilegt aftur en nú ætlaði hann að fara úr bænum án þess að segja henni eitt né neitt um ferðina. Hon- um fannst hann greinilega ekki þurfa að koma fram við hana eins og alvöru eigin- konu. „Á ég ekki rétt á að fá að vita aðeins meira um þessi ferð þína til Bris- bane? Sú var tíðin að þú sagðir mér allt uhi vinnu þína. Eða er þetta kannski ekki vinnu- ferð?“ spurði Laura reiðilega. Hún sá eftir því að hafa sagt þetta þegar hún sá hvernig Dirk spenntist allur upp og augu hans urðu reiðileg. Hann þagði um stund áður en hann hreytti í hana: „Auðvitað er þetta vinnuferð! Hvað hélstu að ég hefði í hyggju? Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég vildi ekki segja þér of mikið. Þú dregur svo fljótt rangar ályktanir. Ég er að fara til Brisbane til að flytja mál starfsmanns sem telur að fyrirtækið hafi rift starfssamningi hans ólöglega. Það vill svo til að starfsmaðurinn er ung og falleg kona. Ég óttaðist að ef ég segði þér það yrðir þú mjög tortryggin og afbrýðisöm. Ég skil að þú sért sár yfir því sem ég gerði á meðan við vorum ekki saman en ég get fullviss- að þig um að þeir dagar eru liðnir. Þú ert sú eina sem ég vil. Ég elska þig og dái og tek ekki þá áhættu á að missa þig,“ sagði hann og kyssti hendur hennar. „Ég vil geta gert þetta þegar við erum orðin sjötug eða jafnvel áttræð,“ bætti hann við. Laura var alveg varnarlaus gagnvart Dirk þegar hann var svona ástúðlegur. „Getur þú ekki komið til baka á föstudagskvöldið?“ spurði hún samt ákveðin. Hann leit ástúðlega á hana. „Jafnvel þótt ég verði að fljúga vélinni sjálfur..." „Ég trúi þessu ekki!“ sagði Hester þegar hún gekk inn á skrifstofuna og hlammaði sér á skrifborðsstólinn. Laura leit undrandi upp, enda hafði hún sjaldan séð Hester svona æsta. „Ekki segja mér að pantan- irnar frá Aus Evening Wear séu komnar og að þær séu allt öðruvísi en sýnishornin sem við fengum,“ sagði Laura. „Hvernig vissir þú það?“ spurði Hester forviða. „Æi, ég treysti þessum Doug Turner hjá Aus Evening bara ekki fyrir fimm aura. Hann er algjört karlrembusvín sem heldur að allar aðlaðandi konur í viðskiptaheiminum hljóti að hafa sofið hjá hinum og þessum til þess að komast áfram. Hann heldur greini- lega að við séum einhverjar heilalausar gærur sem láta bjóða sér hvað sem er,“ sagði Laura reiðilega. Hester hnyklaði brýnnar er hún skoðaði einn kjólinn. „Sjáðu fráganginn á þessu! Hann er rosalega lélegur og svo hefur hann líka notað lé- legri efni en hann lofaði. Ég skal sko sýna honum að ég er engin heilalaus gæra sem læt- ur vaða yfir sig,“ sagði Hest- er og tók upp símtólið. „Ég þarf að fá að tala við Doug Turner,“ sagði hún ákveðin í símann. „Þetta er Hester Appleyard hjá Fenwick Fashion,“ bætti hún við. Laura fann hvernig hjarta hennar sló örar. Hún var spennt að vita hvernig Hester gengi að eiga við Doug Turn- er. „Mér er alveg sama þótt hann sé á fundi. Þú skalt bara ná í hann í símann strax! Þetta er neyðartilfelli og ég mæli því eindregið með að þú náir í hann í símann ef þið viljið ekki að fyrirtæki mitt kæri Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.