Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 49

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 49
Fjölskyldumanneskja sem lifir uenjulegu lífi Þótt glæpir og sálarlíf glæpamanna sé aðaláhuga- mál Minette Walter er uppá- haldsbók hennar alls ekki beinlínis um það efni en það er skáldsagan To Kill a Mock- ingbird eftir Harper Lee það er dásamleg og hjartnæm saga um það hvernig tvö ung systkini verða vitni að því þegar faðir þeirra tekur að sér að verja blökkumann sem sakaður er um nauðgun, hversu langt kynþáttafor- dómar geta leitt dagfarsprúða nágranna. „Bókin er svo fullkomin að Harper Lee skrifaði ekkert uppfrá því enda hefði ekki verið hægt að gera betur,“ segir Minette um þessa upp- áhaldsbók sína. Það versta við að vera rithöfundur segir hún hins vegar vera það: „Að þurfa að réttlæta að ímyndunarafl mitt varð til þess að ég fór að skrifa. Eg ráðgeri að myrða þann blaða- mann sem næstur spyr mig að því hvers vegna ég sé heltek- in af dauðanum eða hvers vegna indæl kona eins og ég skrifi myrka, sálfræðilega glæpareyfara. Báðar þessar spurningar eru vitlausar því blaðamennirnir byggja þær á röngum forsendum." Minette Walters er ákaf- lega mikil fjölskyldumann- eskja. Hún lagði starfsfram- ann á hilluna um stund eftir að hún átti börnin og hóf ekki að skrifa aftur fyrr en þau voru orðin það stálpuð að þau þurftu ekki jafnmikið á henni að halda. Frístundum sínum ver hún að mestu með fjöl- skyldunni en auk þess sinnir hún hundunum sínum og öndunum sem þau fóstra á sveitasetri sínu í Hampshire. „Eg ek líka gjarnan um í Jagúar XK8 bílnum mínum, ræð krossgátur eða raða púsluspilum. Eg sigli og syndi, leik tennis, les, horfi á sjón- varp og fer í bíó,“ segir hún til að leggja áherslu á hversu venjulegu lífi hún lifi. Hollywood freistar ekki Bækur Minette eru einstak- lega vel til þess fallnar að kvikmynda. Fléttan er spenn- andi, endirinn óvæntur og persónurnar svo raunveru- legar að helst minna þær á manninn eða konuna í næsta húsi. Minette er hins vegar ekki hrifin af Hollywood og segist ekki tilbúin til að selja þeim í hendur réttinn til að búa til kvikmyndir eftir bók- um sínum. „Ég hef fengið tilboð frá Hollywood en læt mig ekki einu sinni dreyma um að taka þeim. Ekkert fengi mig til að skrifa undir Hollywood- samning,“ segir hún hlæjandi. „Séð meðaugum þess sem stendur utan kvikmynda- iðnaðarins er hann einna brotakenndasti og grimmasti við- skiptavettangur sem til er. Rithöf- undurinn er svo alltaf sá fyrsti sem fórnað er á altari Mammons og hvers vegna ætti maður að ganga sjálfviljug- ur í gegnum slíkt?“ BBC hefur unnið flestar þáttaraðir sem gerðar hafa verið eftir bókum Minette og hún er mjög ánægð með út- komuna. „Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að ég vissi að ef gerðir yrðu sjónvarps- þættir eftir einhverri bóka minna væri það auglýsing fyr- ir hinar sem mjög margt fólk sæi. Sá er hins vegar hængur- inn á að ef þeir klúðra sög- unni getur þú ekki kvartað því þú vissir að sú var áhætt- an þegar þú skrifaðir undir samninginn. Þegar gerð var sjónvarpsmynd eftir The Sculptress krosslagði ég fing- ur og bað um góðan byr. Síð- an þá hef ég verið yfir mig hrifin af öllu sem BBC hefur gert eftir bókum mínum. The Sculptress var frábær og The Icehouse enn betri. Ég hef lært það af þessari reynslu að maður verður að vera viss um að maður sé að skrifa undir samninga við fólk sem mað- ur hefur trú og traust á.“ Bækur Minette Walters eru ekki léttar og í þeim er lítið um gleltni. Hún segist samt hafa mjög gaman af kímni og skemmtileg orðheppni sé það sem helst komi henni til að hlæja. Sennilega er fátt sem gefur tilefni til að hlæja þeg- ar kafað er djúpt í dekkstu hliðar mannlegs eðlis og illsk- an könnuð í kjölinn en víst er að þótt Minette veki ekki hlátur eru áreiðanlega fáir sem geta lesið bækur hennar án þess að finna fyrir hrollköldum spenningi. IMirunda Kichardsson í Nornagríinunni. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.