Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 15

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 15
lensku vegna þess að í henni naut ég mín best í mennta- skóla og þar voru góðir kenn- arar sem hvöttu mann áfram. Ég ætlaði kannski í læknis- fræði en hún er örugg því menn verða veikir hvort sem það er uppgangur eða niður- gangur í þjóðfélaginu. En þegar á hólminn var komið kunni ég ekki að skrá mig í íslensku og leist ekkert of vel á öll námskeiðin sem átti að skrá sig í. Leiðbeiningablaðið var fornt og máð ljósrit af ljós- rituðu ljósriti en vinur minn var að skrá sig í læknisfræði og það var miklu auðveldara svo ég gerði slíkt hið sama. Systir mín útskrifaðist sem læknir um sama leyti og mamma var oft búin að segja mér hversu íslenskunemarnir litu ógæfulega út við útskrift- ina. Ég hóf því nám í læknis- fræði en var samt alltaf með hugann við íslenskuna. Ég af- plánaði fyrstu önnina og svaf sífellt meira og slefaði ofan í bækurnar. Vinkona mín var í íslenskunámi og alltaf þegar við hittumst sagði hún frá öllu því skemmtilega sem hún var að læra. Ég skipti um áramót- in, ákvað að reyna ekki við lækninn aftur og tókst að skrá mig í íslensku." Var námið eins og þú bjóst við? „Það var ekki alltaf skemmtilegt en samt svipað og ég bjóst við og eflaust skemmtilegra. Skólafélagarn- ir sem útskrifuðust með mér eru flestir að gera mjög skemmtilega hluti, nokkrir fóru að kenna en einn er að slá í gegn sem bassi í óperu- húsum Vínarborgar, margir eru á auglýsingastofum eða blaðamennsku og sumir hafa bætt við sig tölvufræði og eru vefstjórar eða margmiðlunar- kallar. íslenskunámið bygg- ist á því að maður skapi sér sjálfur tækifæri.“ Andri Snær hefur í mörg horn að líta þessa dagana og má telja full- víst að íslenskumenntunin hafi komið honum að góðum notum. Mætti næstum ot seint í útskriftina Helga Björg Ragnarsdóttir hefur ekki setið auðum höndum frá Uuí að hún útskrifaðist frá Menntaskólan- um uið Sund, hann 23. maí 1992. Menntaskólaárin eru sveipuð ævintýraljóma en sjálfur útskrifardagurinn er ekki ofarlega í minningunni. „Ég valdi MS bæði vegna þess að hann var minn hverfaskóli og svo bauð hann upp á bekkjakerfi.A þessum tíma langaði mig í félagsfræði og því valdi ég félagsfræði- braut. Mér fannst allt fjórða árið rosalega skemmtilegt. Ég var ritari skólafélagsins og hafði mikið að gera í félags- lífinu. A meðan ég var í fjórða bekk helltist yfir mig sú löng- un að fara í læknisfræði. Þar sem ég var á félagsfræðibraut var ég ekki í góðum málum varðandi stærðfræðina og aðrar raungreinar. Ég velti því lengi fyrir mér hvernig væri best að undirbúa lækn- isfræðinámið. Ég hugsaði með mér að ég gæti tekið aukafög í kvöldskóla og var farin að skoða ýmsar aðrar leiðir en eftir 4-5 mánaða um- hugsun fór hugurinn aftur að leita inn á félagsfræðibraut- ina. „Dimmisjón" dagurinn er mér ennþá ferskur í minni. Bekkurinn minn ákvað að klæðast eins og krypplingur- inn Quashimodo. Við vorum í kartöflupokum og bjuggum til kryppu á okkur. Við feng- um förðunarvörur hjá Bandalagi íslenskra leikara og förðuðum okkur með þeim. Við settum á okkur vörtur, máluðum tennurnar svartar og gular og voru ógeðsleg í einu orði sagt. Við vorum svo ljót að fólk gat varla horft á okkur. Ég held að þetta sé alveg örugglega einn ódýrasti og magnaðasti „dimmisjón“ búningur sem sögur fara af.“ Förðun og ferðalög „Hvað útskriftardaginn varðar, þá held ég að mér sé minnistæðast að þennan dag fór í ég í mína fyrstu og einu andlitsförðun um ævina. Förðunin tók lengri tíma er gert var ráð fyrir í upphafi og ég var næstum því of sein í útskriftina. Foreldrar mínir héldu veislu á sjálfan útskriftardaginn. Veðrið var mjög gott þennan dag og ég fór með félögum mínum í bæinn um kvöldið. Ég fór í fyrsta skipti frá því ég var tveggja ára til ljósmyndara á útskrift- ardaginn. Foreldrum mínum langaði að eiga stúdentsmynd af mér.“ Að lokinni útskrift fór Helga Björg í útskriftar- ferð til Kýpur en um haustið settist hún á skólabekk í Háskóla ís- lands til að læra heim- speki. Útþráin gerði vart við sig og í janúar 1993 fór hún sem Au-pair til Bandaríkj- anna og dvaldi þar í eitt ár. Hún kom heim til íslands 1994 og vann í eitt og hálft ár og fór svo aftur út um haust- ið 1995 til Svíþjóðar, nánar til- tekið til Stokkhólms. „Mig hafði alltaf langað til að læra afbrotafræði en hér á Islandi er ekki boðið upp á slíkt nám til 90 eininga. Ég fann skóla í Stokkhólmi sem bauð upp á afbrotafræði en ég þurfti að taka grunnnám þar til að geta hafið námið í afbrotafræði. Ég byrjaði í námi sem er sambærilegt við félagsráðgjöf. Ég kom heim til íslands um jólin og ákvað þá að fara aftur í heimspeki í Háskóla íslands. Þá ætlaði ég að taka 30 einingar í heim- speki og 60 einingar í félags- fræði og var ennþá staðráðin í að fara í afbrotafræðina. Þegar líða tók á félagsfræði- námið ákvað ég að taka fé- lagsfræðina til 90 eininga BA- prófs, ég tímdi hreinlega ekki að hætta í félagsfræðinni. Ég er ekkert hætt við að læra af- brotafræðina, ég á bara eftir að klára þann þátt.“ Félagsl'ræftin hcillafti stúdín- una og í dag liol'ur drauiiiur- inn ræst. I telgal li.joi” liol'ur lokift li V-próí- inu o*» stefnir á frekara nám. / !< '.inv/ulíiri: h 'lhinnes Long Helga Björg lauk BA-próf- inu í félagsfræði í júní 1999 þrátt fyrir að hafa átt anna- saman vetur en frumburður- inn leit dagsins ljós á miðri vorönn. Núna eru synirnir orðnir tveir en Helga Björg lætur það ekki hafa áhrif á frekari námsáætlanir. Hún stefnir óhikað á framhalds- nám við fyrsta tækifæri en tel- ur litlar líkur á að læknisfræði verði fyrir valinu. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.