Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 52

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 52
Þættirnir um Ally McBeal sem sýndir eru á Stöð tvö hafa notið gífurlega vin- sælda hérlendis sem og er- lendis. Þættirnir virðast höfða bæði til kvenna og karla á ýmsum aldri og dæmi eru um ur hin fallega Lucy Alexis Liu sem leikur viðskiptavininn Ling Woo, hleypt nýju lífi í þættina sem andstæða við hina viðkvæmu og tilfinn- ingaflæktu Ally. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að rekja að vinnufélagar og vinir hitt- ist í heimahúsum í hverri viku sem þættirnir um Ally £ McBealerusýndireinsogum Z stórviðburð í sjónvarpi væri '■S að ræða. Gífurlegar vinsæld- .3 ir þáttanna má að miklu leyti ^ þakkaaðalleikkonunni.hinni “ smágerðu Calistu Flockhart. Calista hefur verið gagnrýnd — mikið fyrir holdafar sitt því ~J húnþykirafarmögurenþrátt 5 fyriraðhúnhafihvorkibrjóst ^ né mjaðmir svo heitið geti, hefur hún sterka útgeislun og c þokka sem hefur skilað sér af o sjónvarpsskjánum heim í .u stofu. Auk Calistu koma x margir góðir leikarar við sögu " en að öðrum ólöstuðum hef- söguþráðinn í Ally McBeal þáttunum en í stuttu máli má þó segja að þættirnir fjalli um Ally sem er lögfræðingur á þrítugsaldri sem gengur vel í réttarsalnum en ekki nógu vel í einkalífinu. Inn í líf hennar fléttast m.a. æskuástin Billy Thomas (Gil Bellows) sem nú er kvæntur Georgiu (Court- ney Thorne-Smith) en þau þrjú starfa á sömu lögfræði- stofu sem veldur nokkrum flækjum. Aðrar mikilvægar og merkilegar manneskjur í lífi Allyar sem allar tengjast á lögfræðiskrifstofunni eru m.a. hin kynþokkafulla Nelle Porter (Portia de Rossi) sem er snjall lögfræðingur sem Ally á erfitt með að þola, Ric- hard Fish (Greg Germann), annar eigandi lögfræðistof- unnar og miskunnarlaus pen- ingamaður sem hrífst af háls- um eldri kvenna, John Cage, hinn eigandi lögfræðistofunn- ar, sem er sálufélagi Allyar því hann er jafn skrýtinn ef ekki skrýtnari en hún og síð- ast en ekki síst hin kærugjarna Ling Woo, einn aðalvið- skiptavinur lögfræðiskrifstof- unnar, sem áðurnefnd Lucy Alexis Liu leikur. Ling þessi er eins og áður sagði algjör andstæða Allyar því Ling er ísköld framakona sem veit hvað hún vill og lætur tilfinn- ingarnar ekki flækjast fyrir sér. Samleikur Calistu og Lucyar í hlutverkum Allyar og Ling er oft ákaflega skemmtilegur enda er per- sónum þeirra síður en svo vel til vina þótt Ling sé einn stærsti viðskiptavinur lög- fræðistofunnar sem Ally vinnur á. En hverjar eru þessar kon- ur sem mynda svo skemmti- legt samband á skjánum, stór- eygða stúlkan með spóalegg- ina og asíska ísdrottningin? Stóreygða stúlkan með spóaleggina Calista Flockhart er tals- vert eldri heldur en hún lítur út fyrir að vera því hún er fædd 11. nóvember 1964 og verður því þrjátíu og sex ára á þessu ári. Hún fæddist í bænum Freeport í Illinois þar sem móðir hennar, Kay, var enskukennari og faðir henn- ar, Ronald, var framkvæmda- stjóri en ólst upp í New York og New Jersey. Calista á einn eldri bróður. Astarlíf Calistu er nokkuð á huldu en hún er meðal ann- ars sögð hafa átt í leynilegu sambandi við framleiðanda Ally McBeal þáttanna, Dav- id Kelley, sem er kvæntur fjöl- skyldumaður. Eins og er býr hún ein í Hollywoodhæðum eins og sannri stjörnu sæmir en hefur félagsskap af hund- inum sínum Webster. Hún var skírð „Calista“ sem er gríska og þýðir „hin fegursta“ í höfuðið á langömmu sinni. Calista virðist hafa verið ósköp venjuleg amerísk stúlka og laus við geðflækjur vinkonu sinnar Allyar McBeal því hún tók virkan þátt í félagslífi framhalds- skóla síns í New Jersey þar sem hún var meðal annars klappstýra og félagi í leikfé- laginu. Eftir útskrift stundaði hún nám við Rutgers háskólann í New Jersey um tíma og tók þátt í mörgum leiksýningum innan skólans og fékk góða dóma fyrir leik sinn. Auk þess starfaði hún um tíma sem lík- amsræktarkennari. Stóra tækifærið kom hins vegar árið 1995 þegar hún fékk aðalhlutverkið í leikriti Tennessee Williams, The Glass Menagerie. Fyrir leik sinn í því verki hlaut hún tvenns konar viðurkenning- ar gagnrýnenda. Þar með var boltinn farinn að rúlla og Calista lék í mörgum góðum leikritum heimsbókmennt- anna, bæði á Broadway og með óháðum leikhópum, eins og Þremur systrum Tjekovs, þar sem hún var tilnefnd til Tony-verðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki. Eins og sjá má á þessari upptalningu er Calista metn- aðarfull leikkona sem nýtur sín vel á sviði. Auk þessa hef- ur hún leikið í nokkrum kvik- myndum sem þó hafa ekki 52 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.