Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 41

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 41
legt. Einnig er konunum kennt jóga og þeim leiðbeint hvernig þær geti leitað inná við og þær ná allar ágætum ár- angri því eftir nokkurra daga heilsusamlegt líferni og hreinsandi fæði veður námið svo auðvelt. Ég fræði konurnar um kvenlíkamann og hvaða efni hafa áhrif á hann og kenni þeim að velja og hafna. Ég tel það algeran grundvöll að þekkja starfssemi líkamans því þannig skiljum við betur hvers virði er að fara vel með hann og ábyrgðartilfinningin gagnvart því að fara vel með hann verður sterkari. Við fjöllum um hormónavanda- mál, fyrirtíðaspennu og breytingaskeiðið og konun- um er kennt að viðhalda góðri heilsu með skynsam- legu mataræði þannig að hormónalyf verði óþörf. Við fjöllum líka um snyrtingu og hreinlæti og konurnar læra að nota meðul náttúrunnar í þeirn tilgangi eins og Kleópatra forðum“ andlega og líkamlega á þess- um ótrúlega skamma tíma. Það felst viss áskorun í því að taka þátt í námskeiði þar sem maður er kominn sérstakega til að bæta sjálfan sig. Kon- urnar eru tilbúnar að stíga yfir einhvern þröskuld sem þær halda sig venjulega innan. Þær gerðu það allar, hver á sinn hátt, og allar fóru þær mun sterkari frá okkur en þær komu. Þetta er samt bara byrjunin, þær halda svo áfram á heimavelli, sterkari en áður. Eitt af því sem vakti geysi- lega lukku var lokaathöfnin okkar. Þar tóku konurnar þátt í athöfn sem engin þeirra þekkti, en það var indíánsk hreinsun, svokölluð „Sweat“. Þetta var nokkurs konar trúarathöfn en þó einnig hreinsun fyrir líkamann og fólst í nokkrum „seremoní- um“ sem samtals tóku um átta klukkustundir. Þetta var alveg stórskemmtilegt og konurnar voru allar sammála um að þessu myndu þær aldrei gleyma," sagði Þor- Gagn og gaman En námskeiðið er einnig skemmtun fyrir konurnar. „Þetta er mjög gott fyrir sál- ina,“ segir Þorbjörg. „Flestar konurnar þekktust ekkert þegar þær komu en það var fljótt að breytast. Þær náðu strax vel saman í þessari nær- veru og það kom strax upp einhvers konar systraþel í hópnum. Þær voru allar komnar til að sigrast á sjálfum sér og þær styrktust mikið björg að lokum. Undirbúningur fyrir næsta námskeið stendur nú sem hæst en það verður haldið í júní í Skálholtsbúðum í Skál- holti og þar verður pláss fyr- ir um 20 konur. Nú þegar hafa margað kon- ur bókað sig en fyrir þær sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar má fletta upp á heimasíðu þeirra: lifsorka- kvenna@visir.is Þorbjörg Hafsteinsdóttir er eins og íslenskur farfugl. Hún er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við ráð- gjöf, kennslu og forvarnarstörf á heilbrigðis- og um- hverfissviði, en kemur hingað til lands reglulega til leið- beina fólki um næringu og bættan lífsstfl. Langur biðlisti vitnar um árangur meðferðar hennar. Góð næring fyrír iíkama og sál „Dagana 5.-10. aprfl var ég þátttakandi í námskeiðinu Lífs- orka kvenna sem haldið var í Hveragerði. Ástæða þess að ég fór á námskeiðið var að ég vildi læra meira um matreiðslu á heilsufæði. Fimm dögum síðar hélt ég heim á leið með nýtt viðhorf gagnvart eigin heilsu. Ég hafði fengið svo mik- ið meira út úr námskeiðinu en ég hafði vænst. Þær Þorbjörg Hafsteinsdóttir, Sólveig Eiríksdóttir og Sigurlín Gunnars- dóttir voru allar alveg stórkostlegar. Þvílík fagmennska, lífs- orka og útgeislun sem þær hafa! Við fengum mikinn fróð- leik um næringarfræði, heilbrigt líf án hormóna, beinþynn- ingu, matreiðslu á fyrsta flokks grænmeti og samspil líkama og sálar. Ég vona að þær eigi eftir að halda mörg slík nám- skeið og að sem flestar konur fái notið þekkingar þeirra.“ Ingibjörg Karlsdóttir, Hvammstanga. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.